Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 14
278 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ókunnar þjóðir: Sfeinatdarmenn vorra tíma og þrætugjörn. Þessa sömu daga er kennarinn alveg í vandræðum, því að hann ræður ekki við neitt, og hann bíður þess með óþreyu að losna við krakkana. Þegar börn- in koma svo heim er enginn friður á heimilinu fyr en þau eru farin að sofa. Þetta eru sannkallaðir ,,dismaladagar“. En þá skaltu at- huga veðurhorfurnar og þér til mikils hugarléttir muntu komast að því, að þessi vandræði eru öll veðrinu að kenna. Þegar allt er manni andstætt og leiðinlegt, hefir það þau áhrif að menn geta ekki unnið jafn vel og ella. Það er því rétt fyrir þig að athuga veðrabrigðin í þér sjálf- um, og reyna ekki að framkvæma nein vandasöm og þýðingarmikii verk þegar allt er þér andstætt. Láttu þér þá nægja að fást við hin þýðingarminni störf, en vertu svo viðbúinn að láta hendur standa fram úr ermum þegar „lægðin“ er farin úr líkama þínum. o—0—o Annars verða breytingar á þér á hverjum degi, og þú þarft nauð- synlega að vita um þær. Aðdráttar- afl sólarinnar veldur flóði og fjöru í gufuhvolfinu, alveg eins og að- dráttarafl tunglsins veldur flóði og fjöru í sjónum. Tvisvar á sólar- hring eru háflóð í gufuhvolfinu, nokkru eftir hádegi og nokkru eftir miðnætti. Flestum mönnum veitist því léttast að vinna á morgnana, þegar hið milda loftflæði kemur á eftir góðum svefni. Vökuskarfarn- ir, sem sofa fram eftir degi, eiga á hinn bóginn léttast með að vinna á síðkvöldum, undir seinna loft- flæðið. Ef menn 'æra 'ér allt þetta ljóst, og haga sér eftir bví, geta þeir losn- að við margs konar mæðu. Ekkert er jafn sáldrepandi eins og að finna til þess að maður geti ekki leyst verk sín vel af nendi. Það er SUMUM mun þykja það einkenni- legt, að á þessari atómöld skuii vera til steinaldarmenn á jörðu hér. En þó er þetta svo. Á Anda- man-eyunum í Bengalsflóa lifir þjóðflokkur, sem enn notar stein- vopn og lifir ákaflega frumstæðu lífi. Þessi þjóðflokkur nefnist Ong- es og hefir haldið sér einangruðum með því að drepa alla menn, sem reynt hafa að komast til byggða þeirra inni í landinu. Þeir hafa að vísu ekki önnur vopn en boga og örvar með tinnuoddi, en með þess- um einföldu vopnum hefir þeim tekizt að verjast herflokkum, sem sendir hafa verið á hendur þeim. Andaman-eyjar liggja þannig. að þær geta haft mikla hernaðarþýð ingu. Þaðan er álíka langt til Singapore, Kalkutta og Ceylon. Hafa því ýmsar hernaðarþjójðii því gullvæg regla að fara sér hægt, þegar maður á við ofurefli veðra- brigðanna að etja, en ieggja sig all- an fram þegar betur olæs. Hér kemur auðvitað fleira til greina en hvort loftvogin stendur hátt eða lágt. Hiti og raki í loftinu hafa einnig mikla þýðingu, en fylgja venjulega veðrabrigðum. og geta haft mismunandi áhrif á menn. Sumum finnst kalt þegar öðrum finnst heitt. Úr þessu er nokkuð hægt að bæta með klæðn- aði. Veðurfarið getur verið bezti vin- ur okkar, en það getur líka verið versti óvinur okkar. Hér á það við „að aka seglum eftir vindi“ — haga sér eftir því hvernig veðrið er og hvaða áhrif það hefir á mann. haft ágirnd á þeim, en nú teljast þær til Indlands. Vísindamenn hafa haft mikinn áhuga fyrir því að Kynnast þess- um þjóðflokki, og liggja til þess margar ástæður. Þetta eru dvergar og þess vegna sérstæðir að því leyti Konurnar eru einkennilegar að því leyti, að á þær safnast fitu- kleggi rétt ofan við iendarnar og er hann svo mikill, að hann er á- gætt sæti fyrir börnin þegar þær bera þau á bakmu. Þessi fitu- kleggi gegnir og sama hlutverki og fitukleggjar á dýrum, að hann er varaforði, sem líkaminn grípur til þegar lítið er um mat eða jafnvel hungursneyð. Um meðgöngutím- ann eyðist þessi fitukleggi, því að þá sækir líkaminn næringu til hans. En þó hafa vísindamenn mestan áhuga fyrir að kynnast Onges vegna þess, að hjá þeim geta þeir séð siði og lifnaðarháttu steinald- armanna, og kynnzt hugsunarhætti þeirra. Það er sama sem að hverfa þúsundir ára aftur í tímann. Fyrsti vísindamaðurinn, sem kynnzt hefir þeim að nokkru ráði, er mannfræðingurinn Lidio Cipri- ani, fyrrverandi prófessor við há- skólann í Florens í Ítalíu. Honum tókst að vinna bug á tortryggni þeirra og hann fékk að koma til heimkynna þeirra á Litlu Ande- man-ey. Þetta var ekki fyrirhafn- arlaust, því að um fjögurra ára skeið gerði hann sér margar ferðír til eyarinnar til þess að hæna þá að sér með gjöfum. Og að lok- um fór svo að þeir leyfðu honum að heimsækja sig inni í frumskógum eyarnmar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.