Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 12
276 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Eitt vor, er Jón bjó í Eyum, viðr- aði heldur illa og var mjög úrfella- samt. Þó tók út yfir einn dag. Var Jón á ferli þann dag allan til þess að huga að lambfénu. Fann hann mörg lömb illa á sig komin af kulda og vosbúð. Safnaði Jón þeim undir peysu sína og helt svo heim. Þegar Jón fór að tína þau undan peys- unni töldust þau vera 30 sem hann hafði bjargað þannig frá bráðum bana þennan illviðrisdag. Hvammsklettar Norðan í Reynivallahálsi eru all- slæmir klettar, sem kallaðir eru Hvammsklettar. Komst Jón eitt sinn í hann krappan, er hann var að reyna að ná kindum úr þessum klettum. Var hann svo nauðuglega staddur, að hann hekk aðeins á litla fingri. Jón sá að vísu, að hér var nokkur hætta á ferðum en tók þó öllu með mestu ró. Þarna festir hann blund sem snöggvast, en er hann vaknar, er hann svo styrkur, að hann gat gengið um klettana eins og gólfið heima hjá sér. Slíkur var sálarstyrkur Jóns. Veðurofsinn í Hvammi Kunnugum er það vitað, að sér- staklega er veðrasamt í Hvammi, og þá helzt í sunnan- og suðaustan- átt. Eru nokkrai sagnir um það, sem hafðar eru eftir Jóni. Eitt sinn sem oftar ætlaði Jón að sækja vatn Lagði hann á stað með tvær nýar tréfötur, eins og þá var algengast, að fötur væru smíðaðar úr tré. Seg- ir nú ekki af ferðum Jóns, fyr en á heimleið, og er hann þá með full- ai föturnar. Kemur þá ein af þess- um ofsasterku vindkviðum. Skiptir það engum togum, að Jón tekst á loft með báðar föturnar, og veit iiann ekki fyr, en hann er kominn uppundir sólina. Fer hann þá að Jælcka aftur smám saman, en þegar hann keraur niður aftur, er önnur fatan dottin í stafi, sú, sem að sól- inni snéri, en hin fleytifull upp á barma. Reiðhestur Jóns í annað sinn fór Jón út til þess að gefa fé sínu. Átti hann reiðhest sinn geymdan í húsi þar nærri. Lætur hann hestinn út, og ætlar honum að ná sér í vatn á meðan hann gefur fénu. En þegar hestur- inn kemur út, kemur ein af þessum sterku vindkviðum og tekur hún hestinn umsvifalaust á loft, og varð hér engum vörnum við komið. Fór nú Jón í rólegheitum að gefa fénu, en þegar hann er búinn að því, og fer að huga að hesti sínum, þá er hann á sveimi rétt fyrir ofan fjár- húsburstina. Var Jón með vatns- grind með sér, eins og þær tíðkuð- ust í þá daga og eldra fólk þekkti þá vel. Fer nú Jón með vatnsgrind- ina upp á fjárhúsmæninn og kræk- ii henni yfir makka hestsins, og nær honum þannig niður. Smiðjubruni Eitt sinn að sumariagi kviknaði í smiðju hjá Jóni, en hann var úti á engum, er þetta bar við. Fólk. sem heima var, og af næsta bæ, Hvammsvík, bjargaði því sem bjargað varð, og var það búið er Jón kom heim. Varð Jón svo reiður er hann kom heim, að hann ætlaði að vaða berfættur inn í eldinn og varð að leggja hendur á hann. En þá vantaði nógan arfa til þess að þekja hann með, eins og hann hafði verið búinn að biðja konu sína að gera, þegar hann yrði mikið reiður. Daginn eftir að þetta var, gaf hann þeim stórgjafir, sem hjálpuðu við björgunina. Slíkur var Jón. Endalok Jóns Endalok Jóns urðu þau, að hann dó úr lungnabólgu. Það var á laug- ardagskveldi, að vetrarlagi, að hanr kom utan úr heygarði frá því að láta í kýrmeisana. Var hann þá blautur og hálfilla til reika, sökum þess að blautt var úti. Þegar hann kom inn, var kona hans að strjúka af gólfi. Mæltist hún til þess að Jón tæki af sér vosklæði áður en hann færi inn. Jóni rann í skap, og fannst þetta óþarfi. Snýr hann við, fer út í heygarð, og leggst þar fyrir og liggur þar fram á vöku. Enn er hann kom inn, var hann altekinn, hafði þá ofkælzt um kveldið og var búinn að fá lungna- bólgu. Andaðist hann eftir fáa daga. Þannig lauk ævi Jóns. Ýmsar fleiri sagnir eru víst til eftir Jóni, en eru nú þegar ekki svo vel kunnar, að hægt sé að hafa þær eftir Og verður því ekki fleira til- fært af því tagi að þessu sinni. Upp var kveiktur eldur að morgni, en enginn hélt við glóðinni, er dó og gleymdist sem dagroðinn horfni, dó svo fljótt hjá þjóðinni. Aldrei verður skýrður né skilinn sá skaði, að glóðin dvínaði, glóðin björt ,sem átti þann ylinn, er olli að byggðum hlýnaði. Svalt var líf á söndum auðum, sífellt næddi um skáldið ungt. Af guðsneistanum gengu dauðum gálaus samtíð og bölið þungt. Deyr hinn viðkvæmi garða-gróður, sem gerast engir til að hlúa. Eins visnar margur vísir góður, sem vinahendur ei að búa. G. S. HAFDAL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.