Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 1
21. tbl. JfofgmiMatoiii Sunnudagur 22.júní 1958 bék XXXIII. árg Um íslenzka blaðamennsku Eftir VILHJÁLM Þ. GISLASON FYRSTA íslenzka blaðið kom út í Reykjavík 5. nóvember 1848. Það var Þjóðólfur. Tímarit höfðu bá verið til hér lengi, eða frá því Magnús sýslumaður Ketilsson fór að gefa út Mánaðartíðindi á dönsku 1775. Ekki var að öllu leyti skarpur 1773. Ekki var að öllu leyti skarpur um og elztu blöðunum, því að Þjóðólfur kom fyrst ekki út nema tvisvar í mánuði. Margt í gömlu tímaritunum var .forkunnar gott, þau voru vel og vandlega skrifuð, full af skynsamlegu viti og hag- nýtum hugleiðingum og tillögum, og í og með skáldskapur, heim- speki og trúmálagreinar. Þangað má rekja uppruna margra verk- legra framfara og framkvæmda, sem löngu seinna báru fullan á- vöxt, svo að hér blómgaðist nvtt þjóðfélag. I gömlu Félagsritunum var beinlínis sagt að þar væri mesx „mundat til þess verkliga" og var ekki vanþörf á. Þetta upphaf ís- ienzkrar blaðamennsku í tímarit- um 18. aldarinnar átti rót sína að rekja til enskra tímarita og nor- rænna og íslenzk tímarit báru lengi svipmót þessa uppruna síns, t. d. í samtalsforminu, sem oft var á greinunum þar, jafnvel allar göt- ur fram á fyrstu ár Þjóðólfs. Með Þjóðólfi og þeim blöðum, sem fóru í kjölfar hans, kemur samt nýr svipur á þessar útgáfur, ný tóntegund og að sumu leyti nýtt efnisval. Greinarnar verða styttri, fieiri og fjölbreyttari. Kröfur um nýjari, fljótari fréttir fara að láta meira að sér kveða. Tímaritin fluttu að vísu fréttir ,oft ágætar fréttir, en ekki nýjar fréttir, enda ekki samgöngur til þess. Útlendu fréttirnar í Minnisverðum tíðind- um, íslenzkum sagnablöðum og Skírni voru ítarlegar og skemmti legar, og oft mjög vel læsilegar enn í dag, enda samdar af beztu rit- höfundum og skáldum þjóðarinn- ar. En þær voru öllu heldur sagna- ritun en blaðamennska og bárust ekki út hingað fyrr en seint og síð- ar meir, að sínu leyti eins og slíkar fréttir höfðu öldum saman borizt hingað á Alþing og önnur manna- mót með þeim sem heim komu úr utanförum sínum. Svo hafði þessi gamla fréttaritun tímaritanna önnur áhrif, sem menn ganga gjarnan fram hjá. alveg ómaklega. Útlendu fréttirnar hafa sjálfsagt Sveinbjörn Hallgrimsson. haft mikil pólitísk áhrif og voru stundum beinlínis skrifaðar í þeim tilgangi. Það er órætt og reyndar órannsakað, hvaða áhrif frásagn- irnar af frelsishreyfingum og bylt- ingum umheimsins hafi haft á hug- myndir manna hér heima um ís- lenzk mál og hvernig þær hafa kveikt í mönnum eða stutt þá og stælt í þeirri baráttu fyrir frelsí stjórnarfars, fjármála og efnahags- lífs, sem var að búa um sig á 18. öld og blossaði upp á öldinni sem leið. Loks má minnast gömlu tímarit- anna fyrir eitt enn, sem lengi hafði áhrif á islenzka blaðamennsku til mikils góðs. Þau settu merkið hátt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.