Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 2
322 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jón Guðmundsson. um góða framsetningu, Ijósa og greinilega, og gott og vandað ís- lenzkt mál. Blaðamennskan skyldi í upphafi vega sinna vera góð grein ísienzkra bókmennta og var það. Margir ritfærustu menn landsins hópuðust um blöðin og stýrðu þeim, höfuðskáld, lærdómsmenn og leiðtogar í þjóðmálum. Menn eins og Grímur Thomsen, Matthías Jochumsson, Einar Benediktsson, Einar H. Kvaran, Gestur Pálsson, Jón Ólafsson, Þorsteinn Erlingsson, Þorsteinn Gíslason, Jónas Guð- laugsson og Guðmundur Guð- mundsson voru ritstjórar um lang- an eða skamman tíma og sumir þeirra stýrðu áhrifamiklum blöð- um. Ónefndir eru svo allir þeir, sem við tímarit hafa verið riðnir, en það er önnur saga. Maðurinn, sem varð til þess að ákveða hina nýju tóntegund í Þjóðólfi um miðja nítjándu öld. var séra Sveinbjörn Hallgrímsson, (1815—1863), systursonur Svein- bjarnar Egilssonar, rektors, og al- inn upp hjá honum. Hann /ar guð- fræðingur að mennt og þjónandi prestur seinustu ár sín og hafa fleiri merkir blaðamenn verið guð- fræðingar, auk séra Matthíasar t. d. Magnús Grímsson og Hannes Þor- steinsson og Tryggvi Þórhallsson. Sveinbjörn Hallgrímsson varð eig- inlega ritstjóri mest fyrir tilviljun. Það var Páll Melsted, sagnfræð- ingur, sem mest hafði brotizt í þvi að koma Þjóðólfi af stað, en hann var þá forstöðumaður landsprent- smiðjunnar í Bergmannsstofu í Aðalstræti og hafði einnig áður verið við riðinn útgáfu Sunnan- póstsins. Páll Melsted segir frá því í endurminningum sínum, að hann sat heima hjá sér og var að rita fréttir í fyrsta blað Þjóðólfs, og var einmitt að skrifa um kóleru og hennar ferðalög í Austurlöndum þegar boð koma frá Rosenörn stiptamtmanni um það að Páll geti orðið settur sýslumaður í Árnes sýslu og skyldi fara þangað morg- uninn eftir. Ráðstafaði Páll þá öllu sínu í Reykjavík á tveimur klukku- stundum og varð sýslumaður, og bað Sveinbjörn að bjarga Þjóðólfi og taka við ritstjórn hans. Þeir Páll og Sveinbjörn voru skóla- bræður og vinir. Þjóðólfur var 4 litlar blaðsiður og kostaði árangurinn 4 eða 5 mörk og „eru það vinsamleg til- mæli vor, að vér gætum fengið helming andvirðisins á næstkom- andi sumarlestum, en hinn helm- inginn annað hvort með skólapilt- um eða haustlestum." Helmingur blaðsins er ávarp ritstjórans, einn dálkur er svar til Reykjavíkur- póstsms (sem hafði byrjað að koma út 1846) um brauðasamstevpu austanfjalls, hitt eru svo fimm stuttar fréttaklausar, þ á. m. um kóleruna, sem hafði drepið hálfa milljón manna í Rússlandi, um góð- an kornvöxt í Danmörku og um kosningar par, im jkipaferðir cg verðlag og erlendar jtríðsfréttir Það var allt og sumt. En ávarpið í upphafi blaðsins var hápólitískt: „látið það ekki lengur dyljast fyrir yður að bér eruð þjóð út af fyrir yður! leyfið ekki að þjóðerni yðar renni burt og týnist innan um hinar þjóðirnar! Látið yður ekki einu gilda hvort þér verðið t. a. m. Rússar eða Prússar eða hvað.“ Og um blaðið segir í ávarpinu, „að vér álítum engin þau málefni oss óviðkomandi, sem í einhverju tilliti horfa til heilla fyrir land vort! Almenningsálit'ð megnar allt! Það kveður svo að orði við sjálfan konunginn; „Vér sleppum þér ekki, fyrr en þú bless- ar oss . í næstu blöðum er enn skrifað um íslenzk stjórnmál og m. a. þýtt ágrip af frumvarpi nýrrar stjórnar- skipunar Frakka, því að endur- skoðun á íslenzkum stjórnháttum stóð fyrir dyrum. Annað efni var m. a. um vígslu dómkirkjunnar í Reykjavík, játning ofdrykkju- manns, helluþökin í Reykjavík. Þau voru þá nýjasta tízka í húsa- gerð og þá er cement einna fyrst nefnt hér. Þannig verður Þjóðólfur smám saman fjölbreyttari og fjör- ugri og stundum með skensi og skömmum. Séra Sveinbjörn var vel og skemmtilega ritfær og ófeim- inn, og það þótt hann þættist þurfa að slást upp á mektarmenn. Það var hann, sem reis upp i dómkirkj- unni eftir messu í febrúar 1850 til þess að mótmæla prestsskap dóm- kirkjuprestsins og biðja um annan prest. Mörg mál tók Þjóðólfur til meðferðar og talaði frelsi, hug og kjark í fólk og fast var einnig hald- ið á rétti og gildi blaðanna: „Hjá blaðlausri þjóð býr sálarleys- ið um sig og nýtur værðar, þá er það hefur rekið í burtu andann, sem er svo ókyrrlátur og eljulaus, síiðandi og svefnstyggjandi. Mest er kyrrðin í kirkjugörðunum, úti á eyðimörkum og í þeim löpdum þar sem höfðingjarnir af hrekkvísi og þegnarnir af heimsku banda í móti 'blöðunum. Ég myndi enda hika við að bannsyngja „óþvegið óþverra- blað“, því að þó slík blöð séu aldrei

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.