Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 327 vegna, en ekki maðurinn vegna vélar- innar. I öllu því umróti, sem þessi atburður olli í bandarísku þjóðlífi, bar eina kröfu hæst: Bætið skóla okkar, svo að þeir verði færir um að veita hverj- um einstaKlingi sem mestan þroska og geri afburðamönnum fært að komast eins langt.í vísindagreinum ■sínum og hæfileikar þeirra leyfa. Sjálf gagnrýnin á skólana var að ýmsu leyti óraunsæ eins og oft vill verða. Sumar tillögur voru fjarstæðu- kenndar. Sem dæmi má nefna kröfu um það, að skólarnir verði almennt lengdir í 12 mánuði á ári. auk þess, sem lengdur verði skólatími dag hvern. Slíkar kröfur eru aðeins bornar fram af þjóð, sem slegin er nokkurri felmtran. í öllu þessu fólst þó ein mikilvæg við- urkenning: Tilvera og öryggi banda- rísku þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á skólum hennar og kennurum. í merkri grein, sem dr. Frederik L. Hipp, forystumaður í menntamálum New Jersey-fylkis, skrifar í skólamála- rit fylkisins (New Jersey Education Aassociation Review) í janúar sl., gerir hann á ljósan og aðgengilegan hátt grein fyrir kröfunum á hendur skólun- um, sem og því á hvern hátt skólarnir geti orðið við þeim. Hér mun eg aðeins rekja þær skoð- anir hans, sem snerta beinlínis kenn- ara og kennaramenntun. Skylda skólanna, segir dr. Hipp er ’ ekki aðeins við vísindin,*heldur einnig við menningararfleifð okkar, frelsi og lýðræði, bókmenntir, listir, tungu og sögu. Þeir eiga að stuðla að sem mest- um þroska hvers barns, hvort sem það er ríkt eða fátækt, gáfað eða heimskt. Til þess að bæta aðstöðu skólanna við að inna þessa skyldu af hendi, heldur dr. Hipp áfram, þurfum við m. a. að hafa eftirfarandi hugfast: — Ekkert getur komið í stað góðs kennara, sem hefur áhuga á starfi sínu og er vel menntaður. — Kennaralaun verða að vera þann- ig, að þau dragi að starfinu hina hæf- ustu og bezt gefnu af stúdentum okk- ar, — launin verða að geta haldið í af- burðamennina, þvi hvergi nýtast hæfi- leikar þeirra eins vel í þágu þjóðarinn- ar, eins og í kennarastarfinu. Enginn kennari ætti að vera neyddur til að grípa til aukavinnu jafnframt starfi •ínu. — Viauvdanvena og aðrir iangskóia- menn hljóta undirstöðumenntun sína í barna-, unglinga- og menntaskólum. Sú menntun er undirstaða þess, að þeir geti stundað háskólanám sitt með ár- angri og náð eins langt og hæfileikar þeirra leyfa, og á þann hátt orðið við þeim miklu kröfum, sem þjóðin gerir til þeirra. Tími- er til þess kominn að laun kennara og skólastjóra verði ákveðin það há, að skólarnir geti keppt um hæfasta fólkið, en láti ekki iðnað- inn stöðugt ræna því frá skólunum. Látum beztu mennina starfa, þar sem nauðsynin er mest. — Fjölga þarf kennurum til þess að hægt sé að fækka nemendum í bekkj um. Margir barnaskólakennarar ver-'a að hafa 35—40 nemendur og unglinga og menntaskólakennarar eru einnig ofhlaðnir. Munum, að fámennur bekk- ur er mesta lyftistöngin fyrir bezt gefna nemandann, engu síður en fyrir þá vangefnu. — Losum kennarann við það sem veldur átroðningi í skólastarfinu, svo sem í sambandi við samskot, merkja- sölur og fleira. — Verndum starfsgetu kennarans með því að sjá honum fyrir hvíld í starfstíma sínum dag hvern. — Veitið fjárhagslegan stuðning og aðra uppörvun til þess, að kennarar séu vaxandi í starfi sínu, fylgist með ný- ungum, sæki sumarnámskeið og afli sér stöðugt nýrrar þekkingar og reynslu. — Menntun kennara sé miðuð við það, að í hverja skólastofu fáist kenn- ari, sem sé hvort tveggja, fær um að ráða fram úr vandamálum starfsins og hafi fullkomna þekkingu á þeim grein- um, sem hann kennir. Þessar niðurstöður dr. Hipps munu alls ekki koma íslenzkum kennurum ókunnuglega fyrir sjónir. Það sýnir sig, að vandamálin eru að miklu leyti þau sömu í okkar litla þjóðfélagi, og skóia menn eiga við að stríða í hinu banda- ríska stórveldi. Hitt má vera, að okkur skorti bæði auð og giftu til að bregðast við þeim á sama hátt og Bandaríkjamenn gerðu. Á ráðstefnu allra ríkjanna, sem hald in var í Washington til að taka ákvarð- anir um umbætur í skólamálum, voru m. a þessar samþykktir gerðar: — Fylgzt sé nákvæmlega með hverj- um einstökum nemanda í bandarískum skólum í þeim tilgangi að miða nám hans við það að sérhæfileikar hans fái notið sín. Bent sé á þa, sem hafa sérstaka hæfni til vísindastarfa. Allt sem í valdi skólanna stendur sé gert til að skapa þeim sem fullkomnasta að- stöðu til náms og þroska. — Skólarnir fái nægilegt fjármagn til að sjá fyrir stórauknum húsakosti, námsstyrkjum til nemenda, og hækk- unum á launum kennara til að tryggja að hæfasta fólkið starfi við skólana. — Til þess að ná þessu marki, séu fjárveitingar til skólamála stórlega auknar og á sumum sviðum tvöfaldað- ar frá því sem nú er. Mér er ljóst, að þetta er orðinn of langur inngangur að stuttu erindi. Til- gangur minn var sá að vekja með hlut- lægu dæmi eftirtekt á þessum stað- reyndum: — Menntun einstaklingsins er fjör- egg hverrar þjóðar. Bætt lífskjör, auk- in tækni, vélvæðing og vísindasigrar ?r aðeins árangur, sem er háður mennt- un og uppeldi þjóðarinnar. — Þegar jafnvel sú þjóð, sem stend- ur hvað fremst í vísindum og tækni, framkvæmir alvarlegt mat á því, hvers henni sé helzt þörf á, til að halda forystu sinni, verður henni ljóst að menntun þjóðarinnar er undirstaða alls þessa. Hún viðurkennir skólana, sem eina þýðingarmestu stofnun þjóð- félagsins. — Skólinn byggist fyrst og frems* á kennurunum. Ekkert má til spara til að mennta kennarann sem bezt og oúa hann undir starf sitt. Launakjör kenn- ara og aðbúnaður skólanna þarf að vera þannig, að þeir geti valið starfs- krafta úr hópi þeirra, sem beztum hæfileikum eru búnir. Út frá þessum staðreyndum getum við ályktað þannig: Framsýnar ríkis- stjórnir og þjóðþing hljóta í hverju landi að leggja höfuðkapp á að efla menntun og hag kennara. Skeytingar- leysi og kyrrstaða um þau mál af hálfu ríkisvaldsins, ber vott um, að það skortir skilning á því, hver er grund- vöilur almennra framfara. Sé um lang. varandi vanrækslusyndir að ræða á þessu sviði, vofir yfir sú hætta, að misgjörða feðranna verði vitjað á börnunum í þriðja og fjórða lið. o------□------o Þá skulurr við stuttlega rekja sögu þeirrar stofnunar, sem hefur aðsetur í fimmtíu ára gömlu timburhúsi á horni Barónsstígs og Laufásvegar, Kennaraskóla íslands. o------□------o Um 1880 voru sett ný lög um fræó*iu»

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.