Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 4
324 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS an „lærðustu menn landsins .... sitja hringinn í kringum prent- smiðjuna", eins og einu sinni var komizt að orði, um miðja seinustu öld, „hvílíkur fjársjóður vizku og þekkingar hlýtur ekki að felast hjá þeim öllum“. Og það voru blöðin sem fluttu boðskap þeirra og mönnum þótti sí og æ að þeir þyrftu á fleiri blöðum og tíma- ritum að halda. Með þjóðhátíðinni 1874 urðu hér tímamót í ýmsum greinum eða menn gerðu sér að minnsta kosti skarpari grein fyrir því en áður, hvað var gamalt og hvað var nýtt og hvert stefndi. Um þær mundir verða einnig nokkur tímamót x b’’ðamennskunni. Þá byrjaði Björn Jónsson að gefa út ísafold, sem kemur út enn í dag. ísafold átti ekki einungis, sagði Björn Jónsson, að verða blað fyrir alla þjóðina, heldur frá allri þjóðinr.i, orðsending frá þeim mönnum með- al hennar, sem bezt eru færir um og finna hjá sér hvöt til þess að leggja löndum sínum holl ráð og fræða þá um það sem þeim er þarflegt að vita. Björn Jónsson var skeleggur blaðamaður, hagsýnn og fastur út- gefandi og hlóðst ýmisleg útgáfu-, prentunar- og verzlunarstarfsemi smátt og smátt utan um blað hans. Hann varð áhrifamikill stjórnmáia- maður, sérkennilega ritfær og vei máli farinn. Upp úr þjóðhátíðarárinu kemur enn nýr fjörkippur í blaðamennsk- una. Það ár tók Matthías Jochums- son við Þjóðólfi. Menn hafa að jafnaði ekki gert mikið úr blaða- mennsku sr. Matthíasar, og hann lét svo stundum sjálfur að hún hefði ekki verið sér mikið áhuga- mál En ýmsir ágætir eiginleikar sr Matthíasar nutu sín mjög vel í ritstjórn hans, sífelld leit hans að einhverju nýju og merku, sívak- audi andi hans og óþreytandi elja Þorsteinn Gíslascn við ritstörfin. Þegar blaðagreinar sr. Matthíasar verða skoðaðar rækilega og þeim safnað, mun koma í ljós ný og merkileg hlið á þessari furðulegu og frjósömu andans hamhleypu. Seinna tók Hannes Þorsteinsson við Þjóðólfi, sá sjófróði ættfræðingur, og sögu- maður og var traustur og góðar ritstjóri. Valdimar Ásmundsson gerði úr Fjallkonunni gott og lipurt fróðleiksblað, ekki sízt fyrir ýms- an þjóðlegan fróðleik, og fitjað var þar upp á ýmsum nýjungum. Með- al annarra blaða frá þessum árum eru Skuld 1877, Fróði 1880, Austri 1883 og Þjóðviljinn 1886, og gaf Skúli Thoroddsen hann lengi út og var áhrifamikill stjórnmálamaður. Um aldamótin kemur enn nýr fjörkippur í blaðamennskuna. Þá verða einnig aldahvörf í stjórnmál- um og bókmenntum, og nýtt at- vinnulíf er að vaxa upp. Gömlu blöðin, sem nefnd voru, eru orðin rótgróin, vinsæl og áhrifarík og stundum dálítið stöðnuð og íhalds- söm. Nýr blaðsvipur að því er efni, form og umbrot varðar, kemur með íslandi Þorsteins Gíslasonar 1897, og þar er einnig boðaður skilnaður við Dani. Einar Bene- diktsson er einnig ritstjóri og gef- ur út Dagskrá 1896 og reynir árangurslaust að gera úr henni dagblað og ræðir ýmsar merkar nýungar. Jón Ólafsson reynir einn- ig að láta Reykjavíkina koma út tvisvar í viku og byrjaði að gefa út dagblað 1906. Það kom fyrst út í 700—800 eintökum á dag, en „hef- ur“, segir seinna, „þorrið mjög nú að síðustu í skammdeginu og ill- viðrunum.“ Einnig var farið að gefa út sérstaka fregnmiða, þegar eitthvað mikið var á seyði, en blöð- in komu sjaldan eða ekki nema einu sinni í viku. Stundum voru þessir fregnmiðar seldir, og saga var um það, að þegar maður einn sá að fregnmiðinn kostaði 2 aura, hætti hann við að fá sér hann! „Ég frétti það hvort sem er seinna.“ Þrír menn mörkuðu mest blaða- mennsku þessara umbrotsára og höfðu mest áhrif: Björn Jónsson, Jón Ólafsson og Þorsteinn Gísla- son, og voru eiginlega allir rit- stjórar að ævistarfi, þótt þeir kæmu einnig víða annars stað- ar við sögu. — Áhrif Björns og störf eru fyrst og fremst bundin við ísafold, eins og áð- ur segir. Jón Ólafsson fékkst aila starfsæfi sína við blaðamennsku, austan hafs og vestan. Baldur, Göngu-Hrólfur, Skuld, Þjóðólfur, Reykjavíkin og Dagblaðið eru helztu blöð hans hér heima. Hann skrifaði, þýddi og orti margt þar fyrir utan, var mjög lifandi og fjöl- hæfur blaðamaður og ágætlega rit- fær. Blöð Þorsteins Gíslasonar voru: Sunnanfari, ísland, Bjarki Óðinn og Lögrétta, og seinna var hann einnig um skeið ritstjóri Morgunblaðsins. Hann skrifaði líka margt annað og orti og þýddi er- lend rit. Enn breytast blöðin og aftur gerir vart við sig þörfin á því að blöðin komi oftar út en einu sinni eða tvisvar í viku. Árið 1910 byrj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.