Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 14
334 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Faðir prentÍLstarin.nar Þ A Ð er langt síðan menn fundu upp á því að gera mót, til þess að prenta eftir. Með nokkurri vissu má segja að 700 árum f. Kr. hafi Assýríumenn gert leirtöflur, sem þeir prentuðu með. Og full vissa er fyrir því að 50 árum f. Kr. not- uðu Kínverjar útskornar trétöflur til þess að prenta með. En ekki er talið að prentlistin hafi verið fund- in upp að heldur, og eigi fyr en farið var að nota lausa bókstafi til prentunar. Nokkrir menn hafa haldið því fram, að það hafi verið hollenzkur maður, Laurens Coster að nafni. er fyrstur fann upp aðferðina að prenta með lausum stöfum. Sagt er að árið 1423 hafi hann búið til bókstafi úr birki og sett þá saman í orð og prentað eftir peim. Seinna á hann svo að hafa fundið upp á því að steypa þessa stafi úr blýi og málmblendingi. En nú hafa víst flestir horfið ^rá þessu, því að ekki er til eitt ein- asta pappírssnifsi, er prentað hafi verið með aðferð Costers. Má því segja að Johann Gutenberg sé nú af öllum viðurkenndur faðir prentlistarinnar. Gutenberg var af heldri manna ættum. Faðir hans hét upphaflega Friele Gensfleisch, en breytti um nafn og kenndi sig við landsetur sitt, sem hét Gutenberg Hann var lengi gjaldkeri borgarinnar Mainz í Þýzkalandi. Þetta hafði áður ver- ið blómleg borg, en henni hafði hnignað mjög þegar Svartidauði geisaði þar. Eins höfðu stöðugar eriur milli aðalsmanna og iðnaðar- manna dregið mjög úr vexti og við- gangi borgarinnar, svo að um þess- ar mundir voru þar ekki nema 6000 íbúar. Gutenberg bæargjaldkeri var tal- inn með heldra fólki bæarins, enda þótt hann væri ekki auðugur, og varð því fyrir miklu aðkasti frá lægri stéttunum. En þessar lægri stéttir, með iðnaðarmenn í broddí fylkingar, sátu urri hvert tækifæri, sem gafst, til þess að klekkja á yfir- stéttinni og reyna að ná stjórn borgarinnar í sínar hendur. í þessu endrúmslofti ólst Johann Gutenberg upp, og það var snemma brýnt fyrir honum að hann mætH alls ekki umgangast neinn af „skrílnum", sem svo var kallaður. Heima voru honum kennd boðorð- in, og í skólanum var honum kennd latína. En þá var fátt um bækur. og allar kennslubækur voru skrifað- ar. Það var seinlegt verk og var oft nörgull á bókum. Og drengnum leiddist mjög er hann varð að b;ða tímunum saman eftir nýrri kennslu -bók, þegar hann hafði lokið einni. Hann hafði þá ekkert að gera og hann hafði það sér til afþreyingar að leika sér að útskornum trémynd- um, væta þær í bleki og þrýst.a þeim á pappír, svo að mynd þeirra kom þar fram. Þetta voru ýmiss konar myndir, svo sem myndir af sógulegum atvikum úr biblíunni Meðan hann var að leika sér að þessu, kom honum skyndilega til hugar, að gaman mundi vera að því að safna saman öllum biblíumynd- um, taka mót af þeim á pappír, sauma svo blöðin saman og gera úr þeim bók. Og svo gæti hann tekið önnur mót af myndunum og gert nýa bók, og þannig farið að óend- anlega. Þetta varð upphafið að því, sem seinna átti að koma fram. Nú bað hann föður sinn leyfis að mega verða myndskeri. Þetta kom föður hans alveg á óvart, en þó hugsaði hann sem svo, að þar sem drengurinn væri mjög einrænn, gæti verið gott að hann lærði eitt- hvað, sem hann gæti lifað á. En að verða réttur og sléttur myndskeri — nei, það kom ekki til nokkurra mála. Sú iðn sómdi ekki syni manns úr yfirstétt. Það var allt of líkt því að vera réttur og sléttur trésmið- ur, en slík atvinna hæfði ekki öðr- um en lágstéttarmönnum. En hví þá ekki að gera hann að gullsmið, ef hann vildi endilega föndra eitt- hvað? Gull og silfur voru smíðar- efni samboðin mönnum af æðri ætt -um. Og svo kom hann Jóhanni fyrir hjá myndleturgrafara mynt- sláttunnar. Jóhanni þótti þetta skemmtileg vinna. Myntsláttan var ekki ósvip- uð því að prenta, eins og hann hafði gert áður. Listamaðurinn, sem teiknaði myndirnar, bjó fyrst til vaxmót af þeim. Svo kom letur- grafarinn og gróf myndina á stál. Og þegar slík stálmót höfðu venð gerð af framhlið og bakhlið pen- ingsins, var málmplata sett á milli þeirra og síðan barið á þar til mot- in komu út á málmplötunni og pen- ingurinn var fullgerður. En engar breytingar var hægt að gera. á þessu, áletrun peninganna varð ekki breytt, nema með því að gera ný mót. Þetta var sama og um prentunina. Væri ekki miklu betra að hafa lausa stafi og geta raðað þeim saman í orð eftir vild? Þessu var Jóhann alltaf að velta fyrir sér mbðan hann vann í mynt- sláttunni. Og svo fór hann að tálga sér sérstök stafamót úr tré. Það var mikið þolinmæðisverk að tálga alla þessa stafi. Og svo var það heldur gagnslítið, því að staf- irnir klofnuðu og brotnuðu þegar átti að fara að prenta með þeim. Auðvitað þurftu þeir að vera úr haldbetra efni, helzt málmi. En það mátti heita óvinnandi verk að grafa þá í málm.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.