Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 13
LEtíBÓK MORGUNBLAÐSINS 333 Roberf Burns: St rcuimua tnúí Sljton Nú gæt þess aS hraða þér ekki um of, minn Afton, í staðinn ég syng um þig lof. — Hún Mary er sofnuð við sefandi straum, en sjá til, þú truflir ei ungfrúar draum. Þú bjartróma stokkönd sem bergmála gil, þú brúnleiti smyrill við hamranna þil, minn grænhöfði fríði, nú ærslast þú ei, þið öll skuluð forðast að vekja þá mey. 1 grösugum hvömmum und gnípunum há, er gnæfa við loft, frá þér, Afton, að sjá, ég hópsins míns gæti, hann hefur þess not, við hliðina gagnvart er Maryar kot. A árbökkum þínum, hvar eyrarrós grær og angandi kjarrið — ég var þar í gær — og margan einn aftan þar átt hef ég bið í ilmbjarkai skjóli með Mary við hlið. Þú sindrar sem krystall og silfurskær vír og sveigir við kotið, þar Mary mín býr. Hún veður þig berfætt, í blómleit þó sé, þú brotnar af lausung um kálfa og hné. Renn hljóðlega, Afton, um engjalönd góð, þú ágæta straumvatn, ég syng um þig ljóð, þú svæft hefur Mary við sefandi straum, en sjá til, þú truflir ei ungfrúar draum. SIGURÐUR NORLAND þýddi. eins og skáldkonan sé of stórkost- leg. Þessi mikli fugl kemur með úængjagný. Maður hefði ætlað, að bókmenntamennirnir og sérfræð- ingarnir hefðu glaðzt yfir svo stór- um og merkilegum fugli í stað þess að rífast um, hve stór hann er að áliti eins, og hve stór hann er ekki að áliti annars .... „Sidste fortællinger" hefur að geyma sýnishorn af öllum skáld- skapargreinum skáldkonunnar, það an liggja þræðir til hinna róman- tísku sagna hennar og til vetrar- ævintýranna, til hinna afburða- snjöllu sagna frá útlöndum, og þá einkum sunnan úr heimi, og til hinna indælu dönsku sagna. Hún er hvergi skjálfhent, hefur fullt vald á hljóðfæri sínu eins og fyrr. En þetta nýja sagnasafn er auk þess andleg og fagurfræðileg erfðaskrá hennar. Henni er vel ljóst, að andstæðingar hennar halda því fram, að persónur nennar og söguefni séu ekki nægi- lega „raunveruleg". Hún svarar þessu í andríkri og fyndinni hug- vekju um eðli hinnar góðu sögu: hún hneigir sig auðmjúklega fyrir lýsingu veruleikans, segir hún frómt, en bætir við dálítið hrekkj- ótt: saga sem ekki á uppruna sinn og merkingu utan við hinn svo- kallaða veruleik, það er heldur ómerkileg saga í augum hennar. Hún hefur þannig með nokkrum þótta vísað gagnrýninni á bug og jafnframt frætt gagnrýnendur á því, hvar listin á uppsprettur sínar, hvort heldur um er að ræða raun- sæja eða rómantíska list. Hún hef- ur vald á báðum þessum listform- um á sinn eigin stríðna og aðlað- andi hátt. Meðal margra góðra bóka á mjög ríkulegum bókamark- aði síðasta árs ljómar bók baróns- frúarinnar eins og kóróna. Molar Gamall maður lagði á stað í fyrstu flugferð sína og var dauðskelkaður. Þegar hreyflarnir fóru á stað, greip hann með báðum höndum um stólbrík- urnar og lokaði augunum. Hann taldi upp að 100. Svo opnaði hann augun aftur og leit út. — Nei, lítið þér á fólkið þarna niðri, sagði hann við sessunaut sinn. Það er alveg eins og það sé maurar. — Þetta eru maurar, svaraði hinn. Flugvélin er ekki komin á loft enn. ---o--- Tveir menn, sem ekki þóttu stíga í vitið, unnu við nýbyggingu. Annar þeirra var að tína upp nagla. Hann skoðaði þá rækilega, henti sumum, en suma hirti hann. — Hvers vegna fleygirðu svona mörgum nöglum? spurði hinn. — Þeir eru öfugir, hausinn er á vit- lausum enda. — Bjáni geturðu verið, þetta eru naglarnir sem eiga að fara í hina hlið hússins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.