Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33 b Svo var það einn dag að Jóhann var staddur hjá gullsmið nokkrum og horfði á hann vinna. Hann var að smíða brjóstnælur úr málmi. Aðferðin var sú, að hann tók tvö steypumót, fyllti þau með fínum og rökum sandi, lagði svo fullsmíð- aða nælu ofan á sandinn í öðrum kassanum, en steypti hinum kass- anum þar ofan á og þrýsti að. Með þessu móti kom fram fullkomið mót af nælunni í fínum sandinum. Hann tók næluna, lagði kassana saman aftur og renndi svo bráðn- um málmi í farið eftir næluna, og þannig fekk hann fullkomna eftir- mynd af henni. Meðan Jóhann horfði á þetta, flaug honum í hug að eins gæti hann farið að, hann gæti notað stafamót og síðan steypt málmstaíi eins marga og hann v’lfii. Þar með var fundinn lykillinn að prentlist- inni. Hugmyndin var fengin, og þó var enn langt í land að nægt væri að framkvæma hana. Jóhann þóttist ekki vera nógu lærður í útskurði. Hann réðist því til gullsmiðsins og lærði þar að skera og fága gim- steina og grafa á þá. En um það bil er hann var fullnuma kom óvænt atvik fyrir. Iðnaðarmenn í Mainz gerðu uppreisn gegn aðlinum og töku völdin í sínar hendur. Síðan gerðu þeir marga heldri menn ræka úr borginni, og var Jóhann Guten- berg einn á meðal þeirra. Hann var þá þrítugur og alveg eignalaus. Lagði hann þá land undir fót og helt til Strassborgar, en þangað var um 150 km leið. Þar fekk hann fljótt atvinnu við gimsteinasmíði, en öllum frístundum sínum varði hann til þess að reyna að steypa lausa prentstafi. Svo kom að því að þrír menn í Strassborg buðust til þess að gera félag við hann um að koma upp prentsmiðju. En þetta fór illa. Einn þessara manna dó, en hinir tveir reyndu að stela hugmyndinni og prentsmiðjunni frá Gutenberg. Þá hvarf hann aftur til Mainz. Þegar þangað kom gerði hann fé- lag við gullsmið nokkurn, sem To- hann Fust hét, um prentsmiðjuna. Lofaði Fust að greiða prentunar- kostnað á „Dónatinum“ (latneskri málfræði) og síðan á sjálfri biblí- unni. Prentun Dónatsins heppnaðist ágætlega. Þessi bók var notuð við kennslu í fjölda skóla í Evrópu. og hún seldist svo vel,- að brátt voru komnar 15 útgáfur af henni. En um prentun biblíunnar var öðru máli að gegna. Dónatinn var ekki nema 28 blaðsíður. en biblían þúsund blaðsíður, og þurfti til prentunar hennar mikinn tíma, mikið fé og óhemju af letri, því að letrið slitnaði fljótt og varð alltaf að endurnýja stafina. Þannig liðu þrjú ár að lítið gekk. Þá varð Fust reiður. Hann skeytti engu um það, að Gutenberg átti uppgötvunina, heldur lagði hald á prentsmiðjuna, og til þess að bæta gráu ofan á svart, þá stefndi hann Gutenberg og krafðist þess að hann endurgreiddi sér allt það fé, er. hann hafði lagt í fyrirtækið. Guten- berg var nú 56 ára gamall, og þegar hann fekk stefnuna, varð honum svo mikið um, að það hafði nær rið- ið honum að fullu. Fyrir réttinum útskýrði hann þá erfiðleika, er hann hafði átt við að stríða og hvernig á því stæði, að prentun biblíunnar hefði dregizt svo mjög á langinn. En dómendur litu svo á, að Johann Fust hefði lagt fé í fyrirtækið í beirri von að fá það fljótt endurgreitt, og þess vegna hefði hann lög að mæla, er hann heimtaði sitt. Dómurinn varð því’á þá leið, að prentsmiðjan og allt henni viðkomandi væri eign Fust og Gutenberg ætti enga laga- lega kröfu til uppgötvunarinnar né launa fyrir störf sín. Þannig var honum kastað út á guð og gaddinn í þann mund er ellin fór á hann. En Johann Fust og félagar hans luku við prentun biblíunnar, og þess var hvergi getið að Johan Gutenberg hefði átt neinn þátt í því, maðurinn sem hafði fundið upp prentlistina, er var undirstaða að útgáfu biblíunnar. Gutenberg lét þó ekki hugfall- ast. Honum tókst að fá dálítið lán, og nú sendi hann eftir letri, sem hann átti geymt í Strassburg, síðan hann var þar. Setti hann nú á fót nýa prentsmiðju og hóf að prenta biblíuna á eigin kostnað. Það var seinlegt verk, en hann vann að því af óbilandi þrautseigju Og þegar hann var 61 árs, var verkinu lokið og biblían fullprentuð Hún var fegurri útlits en biblían sem Fust gaf út, letrið stærra og skírafa og stafagerðin fegurri. Þannig var sigurinn unninn. Nú sendu háskólar víðs vegar að unga menu til nans til-þess að læra af honum þá „töfralist að útbreiða þekkingð' meðal manna“. Og nýar prentsmiðjur voru stofnaðar hing- að og þangað. Þegar Gutenberg var hálfsjötug- ur lauk hann við prentun á ann- arri merkilegri bók, sem kallaðist „Catholicon". Var það latnesk alfræðibók. Með því sýndi hann, að það var hlutverk hinnar nýu listar að útbreiða þekkingu neðal manna um allan heim. Cömul trú Gömul trú er það, að á gamlárskvöld geti menn séð konuefni sitt, eða stúlkur mannsefm, með því að horfa í spegil í koldimmu herbergi, og má enginn af því vita. Fyrst koma fram í speglinum ýmsar kynjamyndir, sem ekki má taka neitt mark 4, en loksins kemur fram hin rétta mynd og sést í nokkrar sek- úndur. Eins getur fólki birzt tilvon- andi maki, ef legið er í krossgöngum á gamlárskvöld. En nokkur vandhæfi eru á öllu þessu, og líklega bezt að láta það vera

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.