Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 331 heldur fyrir þá sem elska skáld- skap hins upprunalega. Á sama hátt og þessar þrjár skáldsögur skipa heiðurssessinn 1 danskri skáldsagnagerð eldri höf- unda á árinu 1957 eru aðrar þrjár bækur, sem eru eins konar hlið- stæður þeirra og skipa einnig sæmdarsess í bókmenntum ársins. Þessar bækur eru eiginlega endur- minningar í formi skáldsögunnar. Þær eru skrifaðar af Kjeld Abell, Karl Bjarnhof og Julius Bomholt. Síðasta bók Abells heitir „De tre fra Minikoi“ og lýsir ferðalagi sem höfundur fór ásamt konu sinni frá Vestur-Evrópu um Súezskurðinn til hinna ævintýralegu landa í austri. Þetta er ekki venjulegt ferðalag, því höfundur segir m. a. frá því hvernig þrír draugar komu um borð í skipið á eyjunni Minikoi; svo snýr hann sér að því að segja frá öðru ferðalagi, sem þau hjónin höfðu tekið þátt í, nefnilega ferða- lagi menningarsendinefndar til Kína og loks hverfur hann að enn öðru umhverfi og ólíku folki: þetta gerist allt með þvílíkum óstöðvandi orðaflaumi, að lesand- inn týnir þræðinum og merking- unni hvað eftir annað og er dauð- uppgefinn eftir lesturinn. Það er eins og hlaupið hafi ofvöxtur í lín- ur bókarinnar, þannig að þær hálf- kæfa þá merkingu sem höfundur- inn ætlar þeim að hafa. Hér á það við fremur en nokkru sinni, að það sem er óljóst sagt er líka óljóst hugsað. Það virðist vaka fyn'r höfundinum að stilla hinu heil- brigða og sterka Kínaveldi nútím- ans gagnvart úrkynjaðri Vestur- Evrópu. Hann er sanntrúaður alþýðulýðveldissinni, eins og það er kallað. En því miðui er hann líka rígbundinn langsóttum list- brellum, sem nálgast kukl, þannig að ómögulegt er að saka hann um „sósíalrealisma“. Hið bezta sem sagt verður um bókina er, að hún afhjúpar róttækan menntamann sem stendur á krossgötum tveggja heima og vill annan beirra með heilanum, en getur alls ekki slitið hjarta sitt frá hinum. Bókin er þannig athyglisverð samtíðarheim- ild og mælskur vitnisburður um persónuleg vandamál höfundarins — en hún er andvana fætt lista- verk, þrátt fyrir snotra kafla, og næstum ólæsileg. Bók Kjeld Abells mun ekki fá neinn varanlegan sess í dönskum bókmenntum, ef hún fær þá nokk- urn sess þar. Hins vegar er Karl Bjarnhof þegar orðinn sígildur höfundur fyrir hið einstæða verk sitt um drenginn og unglinginn sem verður blindur. Bók hans er í tveimur bindum, „Stjernerne 'blegner“ sem kom út 1956 og „Det gode lys“ sem kom út í fyrra. Bókin er byggð á reynslu höfund- arins sjálfs. Hún lýsir dreng sem sér stjörnurnar blikna og ungum manni sem finnur hið góða ljós þrátt fyrir hræðilegt áfall blind- unnar: ljós listarinnar og lífsgleð- innar. Sagan er skrifuð í framúr- skarandi rósemd og á kliðmjúku máli þar sem hvergi er mishljómur eða æðruorð; höfundurinn veit og sýnir fram á að örlögin eru grimin, en hann getur líka sagt frá þeim hljóðláta krafti andans sem vinnur bug á örlögunum. Þetta er hrífandi saga án nokkurrar tilfinningasemi, harmsaga sem lýkur á tónum þakklætisins. Bókin er fyrst og fremst frábært listaverk orðsins, þar sem setningarnar eru eins og spenntir strengir og andrúmsloftið hlaðið fögrum tónum Sögumaður- inn er hógvær og lætur lítið á sér bera, en fyrir þá sök skynjar les- andinn einmitt göfuga nálægð hans. Sögupersónurnar eru marg- ar og þeim er lýst ýmist með hljóð- látri angurværð eða sérkennilega opinskárri kímrú. Þessi tvö bindi Karl Bjarnhof af sannsögulegri skáldsögu Karls Bjarnhofs hafa réttilega notið mik- illa vinsælda í Danmörku, og nú hafa þau verið þýdd á mörg önnur tungumál og eru á góðri leið með að leggja undir sig hinn stóra heim bókmenntanna. Þetta verk er nefnilega af þeirri gerð mikilla listaverka, sem almúginn getur líka notið. Það er með öllu laust við tilgerð og sýndarmennsku: það þarf ekki að sýnast einmitt vegna þess að það er svo mikið. Julius Bomholt, núverandi fé- lagsmálaráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, skrifar líka endurminningar í skáldsöguformi. Síðasta bóK hans, „Svalerne“ er fjórða þykka bindið í verki sem lýsir lífi drengs frá því hann fer að skynja umhverfið fram til fjórtán ára aldurs. í síðasta bind- inu fylgjumst við með drengnum frá þorpsskólanum til skólans í borginni: hann er að komast á þann aldur þegar barnið er að vaxa frá barnaskapnum hann er á ham- skiptaskeiðinu, en hefur ekki enn náð „Mykie-stiginu“ Þetta eru stundir hressilegra indíánaleikja og kostulegra samsæra, það er lagt út í baráttu gegn óréttlætinu, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.