Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 8
328 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skyldu barna. Þar var húsbændum lögð sú skylda á herðar að sjá um, að börn, sem ólust upp á heimilum þeirra nytu tilskilinnar fræðslu í lestri og kristn- um /ræðum, svo sem áður hafði verið krafizt, en að auki skyldu börn nú læra einskonartölur í reikningi og undir- stöðuatriði í skrift. Prestum var falið að fylgjast með náminu og sjá um, að börnin hefðu fengið þá kunnáttu, sem krafizt var, áður en þau næðu ferm- ingaraldri. Þótt með þessum lögum væru ekki gerðar háar kröfur um uppfræðslu barna, leiddu þær þó til þess, að ósk- ir um barnaskóla taka að verða hávær- ari. Menn fundu, að a.m.k. mjög mörg heimili voru þess ekki umkomin að valda því verkefni, sem þeim hafði ver- ið fengið í hendur, og að jafnvel sú litla fræðsla, sem lögin kröfðust, að börn fengju, yrði tæplega veitt á við- undandi hátt, nema almennir barna- skólar kæmu til. Til að rökstyðja þetta má benda á, að upp úr 1880 fer barnaskólum mjög íjölgandi, og að um sama leyti fer landsjóður að veita árlegan fjárstyrk til barnafræðslunnar, sem að vísu var ekki hár, en var þó viðurkenning ríkis- valdsins á því að fræðsla barna yrði ekki tryggð, nema til kæmu skólastofn- anir, sem nytu styrks og viðurkenning- ar ríkisins. En jafnframt því, sem barnaskólum fjölgar, kemur nýtt vandamál til sög- unnar. Það vantar hvarvetna sér- menntaða kennara til að annast kennsluna í þessum skólum. Þetta gerðu flestir þeir, sem fengust við kennslumál, sér ljóst. í grein eftir Skapta Jósepsson, rit- stjóra, í Norðlingi frá 1879, segir svo um kennslu og kennara: „Það er vist, að þvílíkt verk lærist eigi á einum degi, og það er sannarlega eigi „sá fyrsti, sá bezti" umhleypingur, er menn geti trú- að fyrir börnum sínum til þess að leggja það fræ í hjörtu þeirra og anda, er siðar skuli bera fagran og góðan ávöxt“. Forvígismenn í skólamálum á þess- um tima sáu, að frumskilyrði þess að komið yrði á almennri barnafræðslu í landinu og skólum fjölgað. var það, að séð yrði á fullnægjandi hátt fyrir menntun þeirra kennara, sem við þessa skóla áttu að starfa. Feðgarnir, Þórarinn Böðvarsson, stofnandi Flensborgarskólans og Jón Þórarinsson, síðar fræðslumálastjóri, gerðu sér manna fyrstir grein fyrir nauðsyn þess, að stofnaður væri kenn- araskóli. Hófust þeir handa með því, að halda kennaranámskeið við Flens- borgarskólann í fyrsta sinn vorið 1892. Námskeið þessi stóðu aðeins frá 1. apríl til 14. maí og voru inntökuskil- yrði burtfararpróf frá gagnfræðaskóla, kvennaskóla, búnaðarskóla, eða önnur hliðstæð undirbúningsmenntun. Þeir, sem sóttu þessi námskeið hlutu kenn- araréttindi og voru fyrstu kennararnir útskrifaðir 1892, fimm talsins. Aðsókn að kennaranámskeiðunum var jafnan lítil, vorið 1896 féll nám- skeiðið t. d. niður af því að engir sóttu. Jón Þórarinsson taldi, að koma yrði kennaramenntuninni á fastari grund- völl með stofnun sérstaks kennara- skóla. Árið 1895 leggur hann, í sam- vinnu við Jóhannes Sigfússon, fram til- lögu til stiptsyfirvalda um stofnun kennaraskóla. Námstími skyldi vera tvö ár. í greinargerð með tillögunum gera þeir félagar áætlun um kennara- þörfina og telja þá nauðsynlegt, að a. m. k. fimmtán kennarar séu útskrifað- ir árlega. Ekki var sinnt tillögunum um stofn- un sérstaks kennaraskóla. Hins vegar var failizt á að stofna kennaradeild við Flensborgarskólann, sem yrði eins kon- ar þriðji bekkur þess skóla. Þessi breyting komst á haustið 1896. Fljótlega kom í ljós, að kennara- deildin við Flensborgarskólann var ekki fullnægjandi til að leysa málið til frambúðar, enda útskrifuðust þaðan aðeins 7 kennarar á ári að meðaltali meðan deildin starfaði. Kennaraskort- ur var ennþá mjög mikill eins og t. d. skýrsla um þá, sem störfuðu að kennslu árið 1903, ber með sér. Þá kenndu við bárnaskóla alls 415 manns. Af þeim voru sjálfmenntaðir, þ. e. a. s. höfðu ekki numið við neinn skóla, ekki einu sinni barnaskóla, 134, eða um 32%. Kennarapróf höfðu 24, eða aðeins tæp- lega 6%. Flestir aðrir höfðu gagnfræða- próf (88), eða próf frá ýmsum sérskól- um. Nokkrir höfðu aðeins próf frá barnaskóla. Smám saman jókst skilningur á því, að við svo búið mátti ekki standa. Frumvarp um stofnun kennaraskóla var lagt fram á Alþingi 1903 og aftur 1905, en náði á hvorugu þinginu fram að ganga, meðal annars vegna deilna um staðarval, en miklar deilur stóðu um, hvort skólinn ætti heldur að vera í Reykjavík eða Hafnaríirði. Ekki er þó trútt um, að við lestur umræðna á þingi um málið, fái maður grun um, að sum- ir þingmenn hafi haft þessar deilur að yfirvarpi og á þann hátt dulið raun- verulega andstöðu sína við það, að mál ■ ið næði fram að ganga. Á Alþingi 1907 var frumvarpið enn lagt fram og var þá samþykkt, að kennaraskóli verði stofnaður í Reykja- vík, er veiti ókeypis kennslu, starfi 6 mánuði ár hvert, og sé í þremur árs- deildum. Við þessi lög óbreytt bjó Kennaraskólinn til 1924, en þá var ár- legur námstími lengdur úr 6 mánuðum í 7 mánuði. Næst verður svo skipulagsbreyting á Kennaraskólanum 1933. Þá eru með reglugerð auknar kröfur um undirbún- ingsmenntun til inntöku í skólann, svo að svaraði tveggja ára námi í héraðs- eða gagnfræðaskóla. Mikil breyting varð á kennaramennt uninni með tilkomu Kennaraskólans. Námskröfur voru stórauknar frá því, sem áður var, enda höfðu skólanum verið sköpuð mjög sæmileg -starfsskil- yrði. Bygging Kennaraskólans árið 1908 var myndarlegt átak á þeim tíma, og það er athyglisvert, að ekki skuli líða nema fimm ár frá því, að málinu er fyrst hreyft á Alþingi, þar til skól- inn er fullbúinn. Á fimmtíu ára afmæli Kennaraskól- ans, sem enn býr við þann stakk að því er húsnæði o. fl. varðar, sem hon- um var í öndverðu skorinn, myndu vel- unnarar hans una því vel, ef skilningu? ríkisvaldsins á þörfum skólans, væri . ekki lakari, en hann var fyrir fimmtíu árum. Jafnframt bættri aðstöðu til kenn- aramenntunar, jókst mjög aðsókn að kennaranámi. Eins og áður er getið hafði kennaradeild Flensborgarskólans aðeins útskrifað 7 kennara að meðal- tali árlega. Fyrstu 30 árin, frá 1908— 1939, útskrifaði Kennaraskólinn hin3 vegar 23—24 kennara að meðaltali ár- lega. Mun það hafa að miklu að mestu leyti fullnægt kennaraþörfinni á þeim tíma Þessi mismunur stafar áreiðan- lega að verulegu leyti af bættri að- stöðu til kennaranáms og sýnir, að það hefur mikil áhrif á aðsókn að skólan- um, hvernig að honum er búið. Næsta róttæka skipulagsbreytingin, sem gerð var á Kennaraskólanum, verður við setningu hinna svonefndu „nýju fræðslulaga" frá 1946 og þeirra margháttuðu breytinga. sem þá voru geróar á öllu skólakerfi landsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.