Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 12
332 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS jafnframt taka drengirnir sér fyrir hendur hluti sem eiga rætur í meiningarlausri illmennsku, eins og stundum vill verða með drengi í byrjun gelgjuskeiðsins. Félagsleg efni koma líka fram í bókinni, við sjáum bregða fyrir ýmsum sögu- frægum persónum frá fyrstu árum dönsku jafnaðarstefnunnar. En það eru hvorki hinir raunverulegu at- burðir né sögulega rás verksins sem gefa þessum fjórum bindum sérkenni sín og gildi, heldur skáld- æð og listrænt handbragð höfund- arins. Þessi ráðherra og stjórn- málamaður er ósvikið skáld í minningaskáldsögum sínum. Næm- ur hugur hans er opinn, viðbrögð skilningsvitanna eru ung, þokka- full og stundum full af gáska. Það er langt í grátinn, en stutt í hlát- urinn. Að því er varðar listræn handtök sér lesandinn hvernig höfundinum vex smám saman fiskur um hrygg eftir því sem á verkið líður. í fyrsta bindinu voru sumar setningarnar dálítið flatar og slappar, en þegar frá leið örvað- ist hrynjandin og það kom aukið fjör í frásögnina. Einkum er endir- inn á þessu síðasta bindi góður og hrífandi, fullur af unaði og fegurð náttúrunnar, og svo er skemmti- legri smásögu skotið inn til bragðbætis eða til að hrekkja lesandann: hún fjallar um naut- kálf og óveðursnótt. Undir- ritaður greiðir Juliusi Bom- holt ekki atkvæði sem stjórn- málamanni, en ég læt honum gjarna í té atkvæði mitt — eins og raunar allir aðrir danskir gagn- rýnendur — til að fá hann kosinn inn í danskar bókmenntir, því þar á hann heima. Frá minningaskáldsögunni, þar sem blandað er saman reynslu og túlkun, er ekki stórt spor yfir j hina listrænu ritgerð. Ritgerðir af þessu tagi fengu gleðilegan virð- ingarsess í dönskum bókmenntum árið 1957. Það er gleðilegt meðal annars vegna þess að raunin varð sú, að fólk keypti ritgerðasöfnin, nokkur þeirra komu í nýjum upp- lögum. Dönskum lesendum virðist sem sé orðið ljóst, að bók er ekki endilega það sama og skáldsaga. Það getur verið gott að sækja á ónnur mið jafnframt. Þrír af beztu yngri höfundum Dana sendu frá sér ritgerðasöfn á árinu, og þau voru öll óvenjulega góð. Þessir höfundar eru: Per Lange, Kelvin Lindemann og Knud Sönderby. Per Lange, sem fékk verðlaun gagnrýnenda fyrir síðustu bók sína, „Ved musikkens tærskel", hefur hlotið klassíska skólun og er svo vandlátur, að það stendur honum næstum fyrir þrifum sem rithöfundi. Til allrar hamingju tekst honumi þó með löngum millibilum að vinna bug á drep- andi sjálfsgagnrýni sinni og sleppa frá sér bók. Hann skriíar um listir og menningu, um tónlist og tungu- mál, og það er sama á hverju hann snertir, honum tekst alltaf að opna ný sjónsvið og niðurstöður sínar setur hann fram á tæru og ljósu máli. Kelvin Lindemann er óró- legri andi, og enda þótt hann sé skemmtilega íhaldssamur og geri margar snarpar atlögur að lág- kúrulegri efnishyggju og þróunar- hjátrú, þá er hann meiri nútíma- inaður og lífsmaður. í hinni ágætu litlu bók sinni, „Mens nattergalen synger“ kemur hann með heillandi náttúrulýsingar frá Norður-Sjá- landi og frumlegar og skemmtileg- ar myndir frá furðuveröld dýr- anna. Menn hafa reynt að setja Kelvin Lindemann á sinn stað í bókmenntunum með því að kalla hann „duglegasta og glæsilegasta skemmtiskáld Danmerkur" (í því sambandí er vísað til hinna stóru skáldsagna hans sem lesnar eru um Norðurlöndin öll, t d. „Huset med det grönne Uæ“ og „Gyldne kæder“). Síðasta bók hans, sem er af allt öðrum toga spunnin, sýnir Ijóslega hve hann býr yfir miklu skapi og ósviknu listamannseðli. Ef til mín kæmi maður með skammbyssu og segði við mig: mælið með einu, og aðeins einu, dönsku ritgerðasafni, þá yrði ég neyddur til að benda á bókina „Gensyn med havet“ eftir Knad Sönderby, þrátt fyrir allt mitt dá- læti á Per Lange og Kelvin Linde- mann. Hinn ágæti skáldsagna- og leikritahöfundur hefur safnað sam- an í þessu bók ýmsum augnabliks- myndum og hugleiðingum um sundurleitustu efni, um hafið, borgir á Ítalíu, lif dúfnanna, erfið- leika hversdagslífsins o. s. frv. Knud Sönderby hefur ekki fyrst og fremst í huga bókmenntir og andlegheit eins og Per Lange, hann reynir ekki að húðfletta heimsk- una eins og Kelvin Lindemann, fyrir honum vakir aðeins þetta. að sjá, og lýsa því sem hann sér með kímni sem er oft bráðsmitandi. Vilji menn lesa dönsku eins og hún er bezt skrlfuð á miðri tuttug- ustu öld, þá eiga þeir að lesa „Gen- syn med havet“ eftir Knud Sönd- erby. í þessu yfirliti yfir danskar bók- menntir árið 1957 komum við loks að „stóra númerinu", athyglisverð- asta viðburði ársins: hinni nýju bók éftir Karin Blixen (á ensku nefnir hún sig Isak Dinesen), „Sidste fortællinger“ Það er ekki ætlunin að taka til rækilegrar um- ræðu þessa margþættu og einstæðu bók, því hún er þegar orðin víð- þekkt, heldur getur hún orðið eins konar endapunktur við þessa skýrslu yfir bókamarkað ársins, sem var með auðugasta móti í þetta sinn. Bók barónsfrúarinnar hefur fengið misjafna gagnrýni. Flestir voru stórlega hrifnir, en bókin fór í taugarnar á uokkrum. Það a

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.