Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1958, Blaðsíða 6
326 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kristján J. Cunnarsson Menntun I ALÞINGISTIÐINDUM frá þeim ár- um, er frumvarp til laga um kennara- menntun og ítofnun kennaraskóla var fyrst til umræðu á þingi, kemur margt athyglisvert fram um afstöðu þing- rr 'oa til þessa nýmælis. itér er ekki tími til að rekja þá sögu, heldur verður að láta tvær ör- stuttar tilvitnanir í ræður tveggja þingmanna nægja. Er málið var fyrst til umræðu á Alþingi 1903, fórust 1. kgk. þingmanni í Reykjavík, svo orð: „Ég er alveg sammála háttvirtum 6. kgk. þingmanni um það, að þessu máli liggur ekkert á að komast áfram. Við eigum í fjár- þröng og mörg fyrirtæki eru meira knýjandi en þetta“. Við umræðurnar á þingi 1908, er lögin náðu fram að ganga, mælti 2. þm. Skagfirðinga svo: „Því fé, sem varið er til að mennta kennarana og eins til að bæta hag þeirra, er vel var- ið og betur en flestu öðru“. I þessum tveim stuttu tilvitnunum er skýrt mörkuð afstaða ríkisvaldsins til kennara og kennaramenntunar á Is- landi og raunar þótt víðar væri leitað. Saga kennaraskólamálsins og kjara- mála kennara, er saga þess, hvort þess- ara sjónarmiða var ríkjandi af hálfu þings og stjórnar hverju sinni. Nú mega menn ekki álykta sem svo, að ummæli 1. kgk. þm. lýsi einfaldlega fjandskap í garð kennara og mennta- mála og að tilvitnunin í ræðu 2. þm. Skagfirðinga, sýni, að hann vOji sér- staklega hefja kennarastéttina yfir aðr- ar stéttir þjóðfélagsins. Slík ályktun væri grunnfærnisleg og án gildra raka. Við verðum að hafa í huga, að fyrir báðum þessum mönn- um vakir það takmark, að hefja þjóð sína á sem stytztum tíma upp úr sarri fátækt til betri lífskjara. Þá greinir að- eins á um leiðir að markinu. Sá fyrri vill velja þá leið, sem honum finnst fljótfarnari, þá að hefja strax efnislega viðreisn til að bæta lífskjörin, þeim síðarí sýnist, að takmarkinu verði ekki náð, nema með því áð :,tefna að bættri almennri menntun þjóðarinnar, enda þótt i fljótu bragði kunni að virðast, að yfirkennari: kennara með því móti taki lengri tíma að kom- ast að markinu. Annar velur sér leið tækninnar, vélarinnar, hinn uppeldis- ins, mannsins. Þannig er þessar tvær andstæðu stefnur þegar tekið að greina á í hinu fábrotna, íslenzka þjóðfélagi um síð- ustu aldamót, og mörk þeirra hafa orðið skýrari og bilið milli þeirra breikkað æ síðan. Einkum kemur það skýrt og stundum óhugnanlega í ljós, er við svipumst um á alþjóðavett- vangi. í nefndaráliti sérfæðinganefndar eins af stórveldunum, sem falið var að gera tillögur um varnarráðstafanir gegn hugsanlegri kjarnorkuárás komu fram m. a. tillögur og álit, sem var efnislega á þessa leið: Ef kjarnorku- styrjöld brýzt út, mun hún hefjast með óvæntri og algerlega fyrirvaralausri skyndiárás. Fyrstu augnablik stríðsins munu geta ráðið úrslitum. Þá þarf að taka svo margar ákvarðanir og fram- kvæma svo marga flókna útreikninga á svo örskömmum tíma, að slíkt er Fyrri grein mannsheilanum algerlega ofvaxið. Þess vegna er hernum nauðsynlegt að hafa yfir að ráða vélheilum, sem svo að segja samstundis geta lagt fyrir niðurstöður og útreikninga, sem fær* er að taka ákvarðanir eftir á fyrstu andartökum stríðsins. Þessi lýsing er sannarlega óhugnan- leg. Manni verður á að spyrja: Eru gervimenn Capeks þegar stignir fram á sjónarsviðið? Er maðurinn jafnvel í þeim tilvikum, sem varða líf hans og dauða, orðinn þræll vélarinnar, eins konar fórn á altari vélguðsins? Hefur uppalandinn með trú sína á manninn nú beðið endanlegan og fullkominn ó- sigur fyrir vélinni, hefur sjónarmið Stefáns Stefánssonar, 2. þm. Skagfirð- inga frá árinu 1907, nú algerlega lotið í lægra haldi fyrir dýrkun tækninnar? Eg ætla að leitast við að svara þess- um spurningum að nokkru með því að Kristján J. Gunnarsson. taka dæmi einnig af alþjóðavettvangi. Á síðastliðnum vetri tókst Ráðstjórn- arríkjunum að vinna það vísinda- og tækniafrek að skjóta gervihnetti upp i himingeiminn. Eins og vænta mátti leiddi þetta til nokkurs uppnáms í Bandaríkjunum og bar tvennt til. Annars vegar var þjóð- armetnaður Bandaríkjamanna særður, þar sem þeir höfðu hingað til litið á sig sem forystuþjóð í vísindum og tækni. Hins vegar kom svo hin hern- aðarlega þýðing þess að ráða yfir slíkr’ tækni, sem af sumum Bandaríkjamönn- um var litið á sem ógnun við öryggi Bandaríkjanna. Almenningur í Bandaríkjunum, sem varð hverft við, krafðist þess að þeg- ar í stað yrðu gerðar ráðstafanir til að vinna upp þáð forhlaup, sem Rússar höfðu náð á þessu sviði. Hvert var þá kröfunni stefnt, með hverju varð for ysta og öryggi þjóðarinnar bezt tryggt? Var ekki kallað á meiri tækni og fram- leiðslu? Vissulega var það gert, en fyrst og fremst gerðu menn sér þó ijósa grein fyrir því, sem oft vill gleymast: Á bak við vélar, tækni og vísindasigra stendur maðurinn, sem allt þetta skapar. Vélin er til mannsins Erindi flutt á fulltrúaþingi S.Í.B., 7. júní 1958

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.