Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 107 Úr ríki nattúrunnar: Líf í pollum og tjörnum ALLS STAÐAR er líf, og þar sem líf er, þar er hörð barátta háð. Jafn- vel í litlum leirpollum, mýrapytt- um, ræsum meðfram vegum, tjörn- um og stöðuvötnum, eru milljónir lífvera, sem berjast harðri baráttu fyrir tilveru sinni. Þar er háð lát- laust stríð, sem náttúrufræðingum þykir fróðlegt að athuga. Hvergi munu þó hafa farið fram jafn ýtar- legar rannsóknir á þessu eins og i stórri tjörn skammt frá Hamilton í Ontario-fylki í Kanada. Yfir þessa tjörn er mjög fjölfarin brú, en þó á tjörnin sér ekkert nafn. Hún hef- ir enga fegurð til að bera, og eng- um þykir neitt í hana varið — nema náttúrufræðingunum. Tjörnin er löng og mjó og að henni eru brattar, skógi vaxnar hlíðar. Hún hefir árum saman dregið að sér vísindamenn frá Mc- Master-háskólanum og hún hefir orðið þeim uppspretta mikils fróð- leiks. Þó hafa þeir ekki rannsakað dýralífið í henni enn til fulls, en svo mikið vita þeir þó nú þegar, að þar eiga heima mörgum milljón sinnum fleiri lífverur heldur en allt mannkyn á jörðunni er. AÐ VETRARLAGI Þegar tjörnina leggur á haustin, leggst lífið í henni í dvala. Jurt- irnar, sem greru meðfram bökkun- um, eru þá í helgreipum íssins. En undir ísnum eru máske nokkrir hægfara smáfiskar á ferð, svo sem geddur, aborrar, vatnakarfar o. s. frv. Einstaka moskusrotta er þar ef til vill á ferð og leitar holu sinnar í bakkanum. Og vera má að ein- hverjar lifandi verur gruggi upp mjúkan leirbotn tjarnarinnar. Ofan á ísinn hleður snjó og alltaf minnkar ildið í vatninu. Fiskar fara að drepast úr hungri og skorti á lífslofti. Hér eru harðindi, og væru lífverurnar í vatninu nokkr- um skilningi gæddar, mundu þær þrá vorið og leysingarnar. En það er ekki fyr en um jafn- dægur í marz, að leysingarnar koma. Þá bráðnar snjórinn og hol- ur koma á ísinn. Þar streymir leys- ingavatnið niður og flytur með sér lífsloft. Þá er vorið komið fyrir íbúa tjarnarinnar, blessað vorið, sem vekur allt af dvaia. A VORIN Um leið og vorið kemur, vakna hinar frumstæðustu gróðurtegund- ir til lífs og taka að margfaldast. Þetta eru álgurnar, sem eru undir- staða alls annars lífs, einhverjar allra minnstu lífverur, sem til eru, aðeins ein fruma. Hver einstök er lítils virði, en sem heild eru þær einhverjar hinar þýðingarmestu lífverur. Álgurnar eru eins og sandur á sjávarströnd í vötnum, ám og höf- um. Þær eru taldar til jurtaríkis- ins, en þó geta margar þeirra synt og hafa til þess svifhár. Svo mikil örmul eru af þeim, að vötn geta borið lit af þeim, ýmist grænan eða bláan. Og það eru þær sem gera Rauðahafið rautt. Þær margfaldast með ótrúlegum hraða, og viðkoman þarf að vera mikil, því að vanhöld- in eru mikil, þar sem bæði jurtir og dýr lifa á þeim. Um leið og álgurnar margfald- ast, er sem leyst sé úr læðingi veita af öðrum lífverum, sem eru svo smáar, að þær verða ekki séðar nema í smásjá. Það eru slímdýrin, hinar allra lægstu lífverur, sem teljast til dýraríkisins. Þær hafa langa fálmara og með þeim sópa þeir álgunum að sér og gleypa þær síðan. Slímdýrin eru gegnsæ, og ef maður er með smásjá, má eygja álgurnar innan í þeim. Þarna herja milljónir á milljónir. Eftir því sem dagana lengir, verð ur dýralífið fjölskrúðugra. Þá koma fram einfrumungarnir og skipta sér óaflátanlega. Ef álgur og einfrumungar fengi óáreitt að tímg -ast um allan heim í eitt ár, mundi þeim fjölga svo óskaplega, að þær yrði allar að fyrirferð álíka og jörð- in sjálf. Á hverju vori verður tjörnin rauð að lit. Þann lit dregur hún af þessum örseiðum sem lifa og tímgast í henni. Lífverur þessar eru mjög margbreytiiegar að út- liti. Sumar líkjast öndum, aðrar eru eins og gosmökkur af kjarna- sprengju, þriðju eins og eldspúandi byssa; aðrar eru í laginu sem hval- ir, eða þá svanir með löngum hálsi, eða þá líkastar hörpu. Sumar eru eins og sæslóngur, aðrar eins og mynstur í gólfábreiðum. Ef einhver væri kominn ofan í tjörnina með smásjá, mundi hann heyra þar alls konar hávaða. Honum mundi heyrast flugvéladynkur nálgast. Og er hann liti við, mundi hann sjá eitt af hinum glæru smákvikind- um nálgast sig með miklum hraða og vera með tvær skrúfur framan á höfðinu, er snerust ótt og títt. Og á milli skrúfanna mundi hann sjá gin, er svelgdi stórhópa af álgum. Þetta litla kvikindi er kallað „roti- fer", en „skrúfurnar" á hausnum á því, eru tveir skildir með hárum á röndinni og tifa þessi hár svo ótt, að það er alveg eins og skildirnir snúist með miklum hraða. Þegar þetta glæra kvikindi nálg- ast, kemur annað miklu stærra, lík-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.