Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 111 gerlum eða sýklum, og þá ekki síð- ur þeirri uppgötvun að fyrir þetta sé hægt að vinna bug á margs konar smitandi sjúkdómum, sem engin lækning þekktist á áður. Hér voru fundin þau töfraefni, er stöðv- að gátu sýkingar og drepsóttir! Það var engin furða þótt almenningur stæði sem steini lostinn og kallaði þessi meðul „töfralyf". Og það er engin furða þótt marg- ir hafi stungið upp á því að kalla þessa tíma „antibiotic"-öld í stað- inn fyrir „atóm-öld". Því að nú er von um að hægt sé að stöðva alla smitandi sjúkdóma í mönnum og dýrum. o------/------o Rannsóknarstofa mín hefir átt d.rjúgan þátt í þessum framförum. Og þekking mín á einni tegund gerla, „actinomycetes", sem eg hefi nú verið að rannsaka í aldarfjórð ung eða lengur, hefir hér orðið mikil hjálp. Síðan „penicillin" var endur upp- götvað 1940, hafa flest slík meðul fundist með ræktun þessara gerla. Eg skal hér til dæmis nefna nokk- ur af hinum helztu „antibiotic"- lyfjum, sem fundist hafa í rann- sóknarstofu minni og flest þeirra með ræktun „actinomysetes": Fyrst kom „actinomycin" 1940, „clavacin" „fumigacin" og sérstak- lega „streptothricin" árið 1942, „streptomycin" árið 1943, „grísem" 1946, „neomycin" 1949. „streptocin" og „fradicin" 1950, „ehrichin" 1950 og „candicidin" 1952. Af þessum meðulum hef ir „strep- tomycin" orðið frægast, vegna þess að það hefir reynzt vel við ýms- um sjúkdómum, sérstaklega berkla -veiki, sem ekkert meðal var við áður. Þegar tekist haf ði að einangra og framleiða „streptomycin", sann- færðust menn þegar um, að hér höfðum vér fengið í hendur meðal, sem gekk næst „penicillin" til lækn -inga. Fyrstu tilraunirnar með það voru gerðar í rannsóknarstofu 1944 og kom þá þegar í ljós að það var öruggt gegn berklagróðri. Skömmu seinna reyndu læknarnir Feldman og Hinshaw það á tilraunadýrum, sem sýkt höfðu verið af berklum. Og fáum mánuðum seinna var það reynt á mönnum og kom þá í ljós, að það var einnig áhrifamikið gegn berklum í þeim. Og áður en þrjú ár voru liðin, voru læknar sannfærð- ir um að hér var fengið meðal til að halda berklum í skefjum. En það var ekki öruggt gegn öllum teg- undum berkla. Samt sem áður hef - ir það þegar bjargað lífi fjölda manna. Nú deya fáir úr drepsóttum, sem áður strádrápu mannfólkið. Hvað- er orðið um svartadauða, bólusótt, kóleru, taugaveiki, lek- anda og aðra slíka sjúkdóma? Þeirn er haldið í skefjum og sama mun verða með berklaveikina. Þegar við fundum „neomycin" snemma á árinu 1949 og töldum að þar væri meðal, sem gott væri ásamt „streptomycin" gegn berkla- veiki, reis ný hrifningaralda og menn heimtuðu meira af okkur. „Þið hafið fundið meðal við berkla- veiki, nú ætlumst við til þess að þið finnið meðal við krabbameini, og þið getið það" sagði stóriðju- höldur nokkur við mig er eg hafði haldið fyrirlestur í borg hans. Lítið vissi hann og lítinn skilning hafði hann á því, sem á undan er gengið: Rannsóknir, stöðugar rann- sóknir! Mörg sár vonbrigði, svefn -lausar nætur, áhyggjur og margs konar mistök. LEIÐRÉTTINGAR I greininni „Straumar í Hvamms- firði", sem birtist í Lesbók 15. febrúar, urðu tvær villur vegna misritunar: Heyleit á að vera Heyleið, og Gimlun- eyar á að vera Gimbureyar. Fljúgandi jeppi BANDARÍSKI herinn hefir nýlega eignazt nýtt flugtæki, ólíkt öllum öðrum. Það er sambland af jeppa og kopta. Blaðið „New York Her- ald Tribune" segir frá því að þetta flugtæki hafi nýlega verið reynt og gefizt vel. Það er Piasecki flug- vélasmiðjan , sem hefir smíðað gripinn. Hann nefnist Loftvagninn. Á jörð er hægt að aka honum eins og hverjum öðrum jeppa, en svo eru á honum tvær loftskrúfur, önn- ur að framan, hin að aftan, og geta þær lyft honum til flugs hvenær sem menn óska. Hann getur flogið mjög lágt og hann þarf ekki flug- völl til að lenda, því að hann getur sezt hvar sem sléttur blettur er. Búist er við því að þessi Loft- vagn verði almenningseign áður en langt um líður og muni þykja mesta þarfaþing. Stuldur \ kjörbúðum BANDARÍKJAMENN hafa lengsta reynslu af kjörbúðunum, og nú hafa þeir komizt að þeirri niðurstóðu, að í engum öðrum búðum sé jafn miklu stolið. Að vísu er sto'ið meira og minna í öllum búðum. En í kjörbúð- unum er stolið rúmlega 100 miljón dollara virði á hverju ári. Þetta þótti ekki einleikið og því var hafin rannsókn í málinu. Sú rannsókn virtist leiða í ljós, að viðskiptamenn stæli ekki meira í kjörbúðum en ann- ars staðar. Mikið af tjóninu var mis- talningu gjaldkeranna að kenna og var því kennt um ,að þeir ætti allt of annríkt, yrði að reikna verð vörunnar í skyndi og skipta peningum í skyndi, og svo undarlega vildi til, að skakkinn lenti hér um bil altaf á versluninni. En allt þetta væri þó smámunir hjá gripdeildum verslunarstjóra og um- sjónarmanna. Einn úr rannsóknar- nefndinni hefir lýst því með þessum orðum: „Það er hégóminn einber sem viðskiptamenn hnupla, á móts við það sem starfsmenn verslananna stinga í sinn vas»".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.