Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 105 þau birtu á snjóhvítan jeppa, sem brúðgumi átti að aka í. Kvenfólkið helt sig í skugga hússins og söng dapurlega söngva. Svo lagði hljóð- færaflokkur fyrst á stað. Menn- irnir voru klæddir í skozka her- búninga og léku á skozkar sekkja- pípur. Brúðgumi steig á bílinn og þá kváðu við fagnaðaróp karla, en vein og grátur kvenna. Nú var haldið heim til brúðurinnar. Þar var brúðgumi niðurlútur og ófram- færinn meðan á átveizlunni stóð, en það þykir kurteisi. Ekki sást brúðurin og engar konur í veizl- unni. Veizlan stóð langt fram á nótt, „Heilagir menn" á leið til Amarnat- helllsins. Sá, sem stendur f jær, er meff betlisbauk. og henni lauk ekki fyr en brúður- in fór með manni sínum heim til hans. Hár spámannsins. Smám saman kynntumst við sið- um og háttum Kashmirbúa. Við kynntumst „hakim", eða lækni þeirra, og grasalækningum hans. Svo kom föðurbróðir Ahmeds og kona hans heim úr pílagrímsför til Mekka. Þá fengum við að sjá hvernig virðingamaður getur stór- um aukið á virðingu sina með því að fara slíka pílagrímsferð. Dög- um saman streymdi fólk og sendi- nefndir heim til hans og hann sagði þeim sögur af dásemdum Mekka. Nokkru seinna vorum við við- staddir hátíð „spámannshársins" í Hazrat Bal musterinu. Hár þetta er óforgengilegt og sagt er að það geti ekki brunnið í eldi. Þa8 er sýnt sanntrúuðum einu sinni á ári. Það var hátíðlegur viðburður, en þó ekki með slíkri viðhöfn sem hátíðir eru á Vesturlöndum. Fólkið safn- aðist saman fyrir framan musterið og baðst fyrir. Svo kom kennimað- ur (maulvi) og helt einhverju á loft, en múgurinn æpti hvað eftir annað: „Allah! Allah!" Þá vissi eg að þetta mundi vera hár spámanns- ins. Svo leystist söfnuðurinn upp og hátíðinni lauk jafn skyndilega eins og kvikmynd, sem slitnar. í stórum shikana fórum við einn dagin til Wularvatns. Og mér fannst það skrítið að okkur nægði þá ekki minna föruneyti en fimm ræðarar, matreiðslumaður, Ahmed og Ramzana sonur hans. Að gamni okkar höfðum við boðið Satara, nuddlækninum, með okkur. Hann kom með allt sitt lækningahafur- task og auk þess vottorð frá mekt- armönnum um að hann hefði lækn- að gigtina í sér. Wularvatn er stærst í Kashmir. Það er um 20 km. á lengd og 8 km á breidd. Það er fyrir neðan Srinegar, svo að auðvelt var að komast þangað, straumur bar bát- inn alla leið. Um veturinn hafði verið óvenjumikil fannkoma í fjöllum, og þess vegna voru nú miklir vatnavextir, og höfðu víða valdið tjóni þar sem þeir brutu stíflugarða og flæddu yfir akra. Sums staðar sáum við kindur og kýr standa á umflotnum hólum, og voru bændur að flytja fóður út til þeirra. Snemma næsta morgun vorum við komnir út á mitt vatnið. Tind- urinn á Apharwatfjalli teygðist upp í mogunroðann, hátt yfir hin fjöllin enda er hann 13.592 fet á hæð. Á yfirborði vatnsins var mik-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.