Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 12
10* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ast tífættri fló, og gleypir „rotifer"' 1 einum bita. En þótt þessi nýi gest- ur sé um það bil 100 sinnum stærri en „rotifer", er hann þó meðal þeirra allra minnstu, sem unnt er að sjá með berum augum. Þetta er krabbategund, í ætt við humarinn, en ekki nema um 3 mm löng og þó fullvaxin. Á kviðnum er hún gegn- sæ og má þar sjá hvernig hjartað slær og spýtir blóðinu út í æðarn- ar inni í líkamanum. i Á SUMRIN Þegar sumarið kemur, hlýnar vatnið í tjörninni, og þá margfald- ast lífið þar á hverjum degi, jafn- vel á mínútu, eða sekúndu — um það geta vísindamennirnir ekkert sagt. Þar fæðast nýar verur milljónum saman á hverju andar- taki, svo að segja. Vatnið verður dekkra á lit af öllum þessum ara- grúa. Og nú fjölgar tegundum. Nú koma skordýr, stærri dýr og plönt- ur. Froskar hafa þúsundum saman skriðið út úr vetrarhíði sínu. En niðri í leir og slími tjarnarinnar hafa þeir hvílt á laufbeði allan veturinn. Salamöndrur hafa einnig komið fram úr híði sínu og eru nú skraut- legar á litinn. Þær hafa legið undir trjárótum um veturinn. Lirfa vatnabjöllunnar kastar nú belgnum og er orðin að vængjuðu kvikindi og flýgur út á tjörnina, þar sem hún hyggst eyða sínu stutta lífi. Jurtagróðurinn keppir við ann- að líf og reynir að Komast upp á yfirborðið til þess að ná sér í lífs- loft og sólarljós. Undir brúnni breiða vatnaliljurnar úr sér sem mest þær mega, og ef þær skyggja á aðrar jurtir, þá verður það þeim jurtum að bana. En störin keppir við þær og myndar kögur með- fram bökkunum. Hún er svo þétt. að hún kæfir margar smærri jurtir. Þarna eru ótal fleiri jurtir, sem berjast fyrir lífi sínu. Blöðrujurtin, sem er ránjurt, teygir arma sína víða undir yfirborði vatnsins. Á þeim eru gildrur, sem soga í sig örsmáar lífverur, og ein jurt get- ur veitt um hálfa milljón af slík- um ósýnilegum lífverum á einni klukkustund. Vatnið fær nú á sig græna slikju vegna þess hve álgunum hefir fjölgað stórkostlega, svo að það er eins og þær sé í hverjum dropa. Ekki er þó mergðin mest af þeim. í hverjum dropa af hinu volga tjarnarvatni eru margar milljónir af gerlum, sem eru sístarfandi, en þó svo örsmáir, að þeir verða vart greindir í smásjá. En sé vel að gætt, má sjá að sumir gerlarnir háma í sig eggjahvítuefni úr vatninu og breyta því í ammóníak, sem er nauðsynlegt fyrir jurtirnar. En svo koma aðrir gerlar og háma í sig ammóníakið og breyta því í salt- péturssúrt salt, sem er næring fyr- ir álgurnar. Og enn koma aðrir gerlar og breyta þessu í köfnunar- efni, sem er nauðsynlegt fyrir jurtir og dýr. Nú er komið hásumar. Lífið í tjörninni er komið á hástig og bar- áttan fyrir lífinu er orðin æðis- gengin. En nú er einmitt sá tími er hinar stærri lífverur fara að tímgast. Froskar og salamöndrur verpa eggjum í langar raðir, þar sem helzt ber skugga á. Drekaflug- ur sá eggjum sínum ofan á vatnið. Mýflugur setjast á vatnið og hlaða stórum kleggjum af eggjum á strá og sprek. Niðri í vatninu stendur varpið líka sem hæst hjá ýmsum kvikind- um. Önnur ala lifandi unga, en sum skifta sér í sífellu. Og bardaginn hefir aldrei verið jafn óður. Þar keppist hvert kvikindið við að eta annað, allir keppast við að búa sig undir veturinn. í yfirborði vatnsins sveimar vatnaskrímslið, sem ekki er nema svo sem 5 mm á lengd, en er að út- liti eins og hin illræmdu sjó- skrímsli. Það er eins og sívalur belgur með fálmurum og spjótum fram úr. Það tímgast á undarlegan hátt, því að afkvæmi þess vaxa út úr því líkt og kvistir á tré, þangað til þeir eru fullvaxnir. Þeir eru grimmir og gráðugir frá byrjun, og reyna að rífa foreldri sitt í sig, enda þótt þeir hafi sjálfir engin meltingartæki og verði að fá nær- ingu sína frá foreldrinu. Skyndilega heyrist skvamp, ein- hver stór skepna f er á kaf og kem- ur aftur upp með froskunga og drekaflugu í gininu. Þetta er stór froskurinn og hann er um 20 sm langur. En það eru lög þarna, eins og annars staðar, að hver skepna á sér óvin. Seinna um sumarið verð- ur stórfroskurinn að láta lífið, því að þá hefir einhver strákurinn veitt hann í háf. Yfir brúna fer endalaus straum- ur farartækja, þar verður engin breyting á. En lífið í tjörninni tek- ur sífelldum breytingum. Nú byrja vatnajurtirnar að fella fræ og fræ- in sökkva til botns. Nýir gestir bætast við. Þúsundir ungra flug- maura, svífandi í löngum þráðum, falla nú í tjörnina og bíða þar bana, en fiskar vaka alls staðar til þess að gleypa maurana, eða flugur, sem setjast þar. Um þetta leyti fer og að hefjasi burtflutningur frá tjörninni. Lirf- ur drekaflugnanna skríða upp eftii stráum. Þegar á yfirborðið kemur svolgra þær loftið og þá streymir blóð út í hálfgerða vængi þeirra og eftir stutta stund breiðast þeir út Lirfan er orðin að flugu, sem svíf- ur léttilega burt og hverfur. Stórar vatnabjöllur koma úr kafi, skríða upp á bakkana og taka að grafa sér bústað í mjúkri moldinni Milljónir mýflugna klekjast út og dansa þær á vatninu og verða auðveld bráð fuglum, drekaflugum og fiskum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.