Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 14
11« LESBÓK MORGCTNBLAÐSINS komst eg afS því, eins og margir aðrir, að hægt er að hafa önnur not af þessum gerlum heldur en aðeins að auka gróður jarðar. Á meðal þeirra eru gerlar, sem ráðast á hina hættulegu gerla og hafa þannig orðið til mikillar blessunar. í hverri örlítilli moldarögn eru margar miljónir gerla, sem skiptast í þúsundir tegunda eða flokka, og síðan í margar undir- deildir, sem menn hafa gefið nöfn til hægðarauka. Gerlar, sem hafast við í mold, lifa þar saman án þess að ein teg- und útrými annari algjörlega, og án þess að einhver ein tegund verði þar drottnandi. Þegar eg nú horfði í smásjánni á þessa iðandi gerlaveitu, sá hvernig mygluþræðir og „actinomysetes" (sveppar) voru innan um gerlana, og að fyrstlingar komu þar og ým- ist átu gerlana eða létu þá afskipta- lausa, gat eg ekki annað en dáðst að og undrast furðuverk náttúr- unnar. Hér voru í einum dropa af vatni eða örlítilli mold, fleiri lif- andi verur og miklu misjafnari inn- byrðis, heldur en íbúar í stórborg. svo sem eins og New York. Og all- ur þessi aragrúi virtist lifa þarna í sátt og samlyndi. En þegar ég blandaði órlitlu af kjötseyði í mold- ina, sá eg í smásjánni að það hafði sérstakar afleiðingar eftir efni seyðisins og næringargildi. Þegar nóg var um næringu, stækkuðu gerlarnir og tímguðust að vissu marki. Síðan fóru þeir að drepast og sumir hrundu niður. Ef lítið var um næringarefni, var viðkoman minni, en helt jafnt og þétt áfram. Þar var auðséð að gerlarnir höfðu ekki illt af þessu. Þegar aðeins var um næringarefni að ræða, sem all- ar tegundir gerlanna gátu ekki not- að, svo sem pappír og „cellulose" þá þrifust aðeins þeir gerlar, sem gátu lifað á því, en hinir þrifust ekki og tóku að hverfa. Sumir gerlar framleiddu eitt- hvert efni, sem virtist breyta fæð- unni, sýra hana eða draga úr ildi hennar. Þetta hafði þau áhrif a aðra gerla, að sumir þrifust miklu betur en áður, en aðrir vesluðust upp. Meðal þeirra efna, sem ýmsir gerlar framleiddu og höfðu áhrif á vöxt og viðgang annara gerla, voru það sérstaklega tvö, sem eru stór- merkileg og hafa nú haft ófyrirsjá- anleg áhrif í þá átt að bæta heilsu manna og halda sjúkdómum í skefjum. Annað þessara efna eru „vitamín -in", hitt „antibiotics". o-------/-------o Hvað eru svo þessi efni? Hvern- ig höfðu þau áhrif á líf gerlanna? Hvers vegna voru þau framleidd? Hvernig var hægt að nota þau til þess að verjast sjúkdómum og efla heilbrigði mannkynsins? Það var árið 1939 að eg fór fram á það við forstjóra tilraunastöðv- arinnar, að mér væri leyft að hag- nýta þá reynslu, sem eg og sam- starfsmenn mínir höfðum aflað oss til þess að ganga úr skugga um, hvort ekki væri framkvæmanlegt að nota gerla úr jarðvegi til þess að herja á sýkla. Þrennt var það, sem hvatti mig til þessa: í fyrsta lagi athuganir mínar, í öðru lagi vegna þess, að einn af fyrverandi lærisveinum mínum, René Dubos, hafði þá nýlega sannað að jarðgerl- ar gátu framleitt efni sem hafði furðuleg áhrif á sýkla, og í þriðja lagi vegna þess, að ný heimsstyrj- öld var yfirvofandi og þá mundi þurfa á nýum ráðum og aðgerðum að halda til þess að hefta farsóttir og drepsóttir. Að fengnu leyfi forstjórans, sneri eg mér þegar að því að rann- saka hvaða áhrif jarðgerlar hefðu á sýkla, og hvernig hægt væri að komast yfir það efni, sem þeir framleiddu, eða „antibiotics". Árið 1940 flutti eg erindi í Natio nal Academy of Sciences í Washing -ton og komst þá meðal annars svo að orði: „Gerlar, sem valda sjúk- dómum í mönnum og skepnum, lenda í jarðveginum, annaðhvort með hægðum eða líkum. Líti mað- ur nú á það hve lengi dýralíf og jurtalíf hefir þróazt á jörðinni og hver ókjör af sýklum hafa þess vegna borist niður í jörðina á þeim tíma, þá hlýtur maður að undrast hve jörðin ber lítið í skauti sínu af sýklum, sem hættulegir eru mönn- um og dýrum. Nákvæm leit hefir farið fram á sýklum í jarðvegi, og niðurstaðan hefir orðið sú, að þeir geti ekki lif- að þar lengi. Ástæðunnar til þess er að leita hjá öðrum gerlum í mold- inni, því að þeir útrýma hinum hættulegu sýklum á skömmum tíma". Seint á árinu 1941 og fyrri hluta árs 1942 var það orðið augljóst að vér vorum hér á braut nýrra vís- inda, og að mörg efni mundu finn- ast er hefðu svipaða eiginleika. Þetta byrjaði með því, að „gramí- cidin" var uppgötvað 1939, „penic- illín" enduruppgötvað 1940, og sama árið fundum vér „actinomy- cín". En brátt bættust fleiri í hóp- inn. Og að áskorun ritstjóra nokk- urs, stakk eg upp á því 1941, að sameiginlegt heiti fyrir allt þetta skyldi vera „antibiotic". Því vai óðar vel tekið, og nafnið varð þeg- ar á hvers manns vörum. Þegar ég lít nú til baka og virði fyrir mér þær framfarir, sem orðið hafa í þessum nýu vísindum, sem segja má að byrjað hafi fyrir fjór- tán eða fimmtán árum — þótt ræt- ur þeirra nái miklu lengra aftui í tímann — þá er eg alveg undr- andi út af þeim miklu framförum, sem orðið hafa. Almenningur hefir tekið með fögnuði þeirri uppgötvun, að góðir gerlar geta urmið bug á slæmum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.