Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 16
112 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE É A 10 9 7 2 é D 4 3 V 10 8 7 5 ? 4 3 +10 8 6 3 Vestur hóf sögn með einu hjarta, en S komst í fjóra spaða. L D kom út og var drepin á hendi. S er með 9 tromp alls, þar af tvö hæstu, og það er nær ófrávikjanleg regla að „spila þá beint" í þeirri von að ná drottningunni. En hér er nokkur vandi á, því að A má ekki komast inn, til þess að spila hjarta. Bezt er að taka slag á trompás og slá svo út lágspaða og „svína" gosanum, því að það gerir minna til þótt V komist þá inn. Þegar S kemst inn, getur hann fríað tiglana, og i þá fara hjórtun úr borði. FlFUKVEIKUR — hin ágæta smásaga Guðmundar Friðjónssonar á Sandi, hefir verið þýdd á Norðurlandamálin og birzt í nokkrum hlöðum. I sumar sem leið birtist hún i „Landet", sem var sveitarútgáfa Berlingske Tidende í Kaup- mannahöfn. Auk þess hefir hún birzt í jólablóðum Aalborg Stiftstidende og Fyens Stiftstidende. Þá birtist hún og í jólablaði Dagens Nyheter í Stokkhólmi, en það er stærsta blað á Norðurlöndum. Um leið og sagan var þýdd á sænsku og dönsku, teiknaði Ríkharður Jónsson fjórar myndir í hana. Sú mynd, er hér birtist, kom i sögunni í Dagens Nyheter. ^yiaorafoh VI» ÞINGKOSNINGARNAR 1886 var séra Jens Pálsson eini fram- bjóðandinn til þingmennsku fyrir Arnessýslu eða Árnesinga og ætluðu kjósendur allir að kjósa hann, þeir sem mættir voru þar á fundarstaðn- um (Hraungerði). Þá helt hann svo langa kosningaræðu á kjörfundinum, að séra Stefán Stephensen taldi ófært að senda svo langorðan mann á þing, og fór að skeggræða við aðra kjós- endur um það, hvort enginn væri mættur þar á fundinum, sem gæti kom- ið tíl mála að senda á þing. Meðan á ræðu séra Jens stóð, kom þeim sam- an um að reyna að fá Skúla á Berghyl til þess að gefa kost á sér til þing- mennsku fyrir Árnesinga. Skúli gekk að þessu og var kosinn, en séra Jens fell og varð fyrir miklum vonbrigðum. — (Sig. Briem: Minningar). FUNDARLAUN Þegar eg man fyrst, gilti sú regla um fundarlaun úr eftirleitarfé, að finn- andi virti kindina til verðs, og eigand- inn greiddi ákveðinn hluta virðingar- verðsins í fundarlaun. Væri hann ósam- þykkur virðingunni, varð finnandinn annað hvort að breyta henni til sam- komulags, eða kaupa kindina með virð- ingarverðinu. Hluti eftirleitarmanns sem fundarlaun úr hverri kind var þannig: Helmingur úr lambi, þriðjung- ur úr veturgamalli kind, fjórði part- ur úr tvævetrum sauð eða eldri, og eins úr algeldum ám og fullorðnum hrútum. (Sigurður á Arnarvatni), HREINDÝRAMOSI Mosategund þessi vex nær allsstaðar hér á landi. Hann samanstendur af upp- reistum, sívólum, marggreinóttum, upp- réttum bol, ljósgráum og hvítleitum, hvers ytri smágreinar eru tvískiptar, settar kúlumynduðum dökkum vórtum. Er hann líkastur hjartarhorni eða birkikræklu. Vex á þúfum upp til fjalJa, heitir líka „tróllagrös" og „mó- krókur". Hann er gott lyf móti brjóst- veiki. Mulinn í smátt og blandaður við mjöl má hafa hann til brauðgerðar, eða sjóða hann í mjólk eða súpu, og er þá góður til manneldis. Blandaður saman við hey með heitu vatni og stráð salti á, gefa kýr þannig aldar hina rjóma- mestu mjólk og Ijúffengara kjöt. Líka er hann þannig góður handa ungviði, svo sem kálfum, grisum og lömbum. — Hér á landi er hann hæstur í hrauninu úr Skaftárgljúfri, allt að 6 þumlung- um. (Eftir handriti Bjarna Jóhannesson ar 1860). GÖMUL VÍSA Um þá stund var Isa-grund æfð í þægðar vana; nú er mund og lýða lund límd við skildingana.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.