Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 99 jkWMWi!W4l>iW!^.wppiwiWWi^-"^i ¦ —~ -»»«»w»»^ n <Bii»i»i;m :>**«(•***«¦>•«•¦*¦ 1 Hafnarstræti. Erlendir ferðamenn á vegum Thomscns eru að leggja af stað. hús urðu síðar eldi að bráð. Með- fram tjörninni og á uppfyllingu á henni, stóðu samkomuhúsin Iðnó, Góðtemplarahúsið og Báran, sem nú er horfin og orðin að íbúðar- húsi inni í Langholti. Fyrir end- anum á Aðalstræti stóð gamla Klúbbhúsið, eða Okakerið, sem áð- ur hafði verið gistihús og sjúkra- hús, en nú aðsetursstaður Hjálp- ræðishersins. í Fjalakettinum (við Brattagötu) hafði Reykjavíks Bio- graphteather (nú Gamla Bíó) haf- ið starfsemi sína og kostuðu að- göngumiðar 15 aura. Nokkur kaffihús voru þá í Mið- bænum og má þar fyrst nefna Sig- ríðarstaði (nú Skjaldbreið). Þang- að sóttu alþingismenn áður en Kringla kom (1910). Þess getur Ari Jochumsson í alþingisrímum sínum: Málunum sé það mikill skaði, meðan standa ræðurnar, svíkist þeir á Sigríðarstaði og súpi molakaffi þar. í steinhúsinu Austurstræti 18 (nú bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar) hafði Rannveig Jó- hannesdóttir, ekkja Eyþórs Felix- sonar, kaffisölu og opnaði á hverj- um morgni kl. 5, svo að sjómenn gæti fengið sér hressingu um leið og þeir komu að, eða einstæðir verkamenn áður en þeir byrjuðu að „vinna á eyrinni". — Um þess- ar mundir mátti fá kolakaffi fyrir 10 aura, og kaffi með ærnu brauði fyrir 25 aura, og þar lagðist hvorki á þjónustugjald né söluskattur. Pósthúsið og síminn voru í gamla barnaskólahúsinu, þar sem nú er lögreglustöðin, pósthúsið niðri og síminn uppi. Þetta hús hafði ríkið keypt af bænum um aldamótin, ásamt stórri lóð og leikfimihúsi þar sem pósthúsið stendur nú. Hefir ríkissjóður ekki tapað á þeim kaupum. Allar stærstu verslanirnar voru þá í Miðbænum. Nokkrar þeirra eru nú horfnar, svo sem Thomsens Magazin, Th. Thorsteinsson, J. P. T. Bryde, H. P. Duus, Godthaab, verzlun Gunnars Þorbjarnarsonar, verslun Gunnars Gunnarssonar, verslun Helga Zoéga, Brauns- verslun, verslun Guðmundar 01- sen, verslun Einars Árnasonar, skartgripaverslun Guðjóns Sig- urðssonar og verslun Matthíasar Matthíassonar í Holti, sem aug- lýsti: „eina verslunin á milli bankanna". Samkeppni var afar hörð á þeim árum og kepptust kaupmenn við að „undirbjóða" hver annan. Slík samkeppni hefir ekki þekkzt síðan fyrri heimsstyrjöldin hófst. Þá höfðu allir nægan tíma, og eng- inn vílaði fyrir sér að ganga búð úr búð og spyrja um verð til þess að vita hvort ekki gæti skakkað 2 aurum á verði kaffipundsins, ein- um eyri á molasykri eða hafra- mjöli. Mikið bar á rápi sveitafólks milli búða, en marga kaupmenn munaði í að ná viðskiptum þess, vegna íslenzku vörunnar. Kom þá fyrir að „dagprísar" voru á er- lendu vörunni, eftir því hvaða verð bændur settu á sína vöru. Ekki mun það hafa verið eins dæmi að setið væri fyrir ferðamönnum „uppi á bæum" til þess að ná í viðskipti þeirra. Einnig var lagt nokkurt kapp á að ná viðskiptum útlendinga, en þar stóðu þeir Thomsen og Helgi Zoéga langbezt að vígi, því að þeir önnuðust fyrir- greiðslu ferðamanna. — o — Aðkomumanni, sem fátt hafði séð nema sína eigin sveit, fannst Reykjavík þá vera stórborg og undraðist hinn mikla ys og þys þar. En nú, er hann rennir hug- anum 50 ár aftur í tímann, saknar hann þess mest hvað Reykjavík var þá kyrlát og friðsæl borg. Þar var ekki asi á neinum. Þá fóru ekki bílar æðandi um góturnar, og í loftinu ferðuðust ekki aðrir en fuglinn fljúgandi. Skipin komu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.