Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 8
104 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞRÆTULANDIÐ KASHMIR Niðurlag. Helgidagar. Skömmu eftir að við komum til Kashmir, var einn af helgidögum Múhameðsmanna. Eldsnemma um morguninn voru bátar á flugi og ferð um síkin, flestir troðfullir af fólki, sem ætlaði að fara að biðj- ast fyrir hjá einhverju sérstöku helgiskríni. Við fylgdumst með. Á undan okkur fór bátur með ung- um mönnum sem sungu og léku undir á bumbu, harmóníku og Btrengjahljóðfæri, sem þeir kalla „sarangi". Þegar bænatíminn nálgaðist var fjöldi fólks kominn að helgiskrín- inu. Fólkið settist í grasið og kross- lagði fætur. Þeir sem höfðu verið á skóm, höfðu dregið þá af fótum sér og lagt þá á bak við sig þannig, að sólarnir sneru saman til þess að þeir skyldi ekki óhreinka hinn heilaga stað. „Maulvi", eða kennimaður, sat þar á palli með hljóðnema. Þetta var ellilegur maður og hafði borið rauðan lit í skegg sitt. Úr gjallar- horninu komu þrumur og skrækir. Eftir stutta helgistund krupu allir á fjóra fætur og lögðu ennin við jörðina. Svo streymdi fólkið burt og helt til sölutorgs, sem var þar rétt hjá. Á slíkum hátíðum fara Kashmir- búar í beztu föt sín — helzt ný föt. Allir ganga í marglitum litklæð- um og það var skrautleg sjón að ijá fólkið ganga milli söluborð- anna. Allir prútta. Allir eru mælskir og þreyta hinar áköfustu kappræður út af smásmuglegustu kaupum. Ahmed hafði boðið okkur til miðdegisverðar í sínum eigin báti. Þar hittum við föður hans, tígu- legan öldung með hvítan túrban. Átta börn Ahmeds og nokkrir vin- ir voru þar líka. Móðir hans og kona sátu að eldamennsku. Konan var dökkeyg og fögur; hún var fyrsta konan, sem eg kynntist í Kashmir. En hún og tengdamóðir- in drógu sig þegar í hlé. Það er venja meðal Múhameðsmanna að konur sitji ekki að matborði þegar gestir eru komnir. Brúðkaup. Skömmu seinna fréttum við að sonur skraddarans okkar ætlaði að gifta sig. Víð létum í ljós ósk um að vera þar viðstaddir og þá bauð skraddarinn okkur þegar í brúð- kaupsveizluna. Þegar við komum heim til skraddarans, var húsagarðurinn þegar fullur af fólki. Þar voru líka einir tólf matreiðslumenn, sem kepptust við að elda veizlukost handa hundrað manns. Hjónavígsla og veizla fer alltaf fram á heimili brúðurinnar, en veizlumatinn leggur brúðgumi fram, því að hann býður gestum. Okkur var boðið inn í herbergi. Þar sat brúðguminn í snjóhvítum fötum, og þar voru bræður hans og kunningjar. Hver gestur gaf brúðguma peninga, og allt var það fært inn í bók. Við sátum á gólfinu og öllum var veitt te. Og nú hófust sam- ræður, en þær eru mesta yndi allra Kashmirbúa. En lítið var talað um brúðkaupið sjálft og brúðgumi sat úti í horni. Eftir nokkra stund komu svo brúðguma- sveinar og hjálpuðu honum í svart- an klæðnað og settu glitrandi háls- men á hann. Nú gengu allir út. Þá var komið myrkur, en í mann- þrönginni úti fyrir voru borin nokkur skrautleg blys og vörpuðu Gamli maðurlnn er nýkominn frá Mekka, en pílagrimar, sein þangað fara, er fagnað sem sigurhetjum er heim kemur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.