Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 4
100 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ekki inn á milli húsanna, heldur lágu fyrir festum langt úti á höfn. Það þótti þá enn tíðindum sæta, ef þrír eða fjórir erlendir ferða- menn komu og bjuggu sig út til langferða um landið. Æskulýður bæarins þyrptist saman til að horfa á þegar leiguhestarnir voru reknir í hóp niður í bæinn og verið var að búa upp á þá. Og svo var gaman að sjá hópinn leggja á stað, marga koffortahesta, aðra með tjaldböggum og trússi, suma lausa og á eftir þessu ferðalangana, og sjá hvað þeir sátu ankannalega á hestunum. Hesturinn var þá enn greiðasta samgöngutækið. Margir bæarmenn áttu reiðhesta og oft mátti sjá stóra hópa þeysa út úr bænum um helg- ar þegar gott var veður. Venjulega var ekki farið lengra en upp í Vötn, upp í Seljadal, eða upp í Kolla- fjörð. Til Þingvalla var of langt að fara, því að þangað var hörð fjögurra klukkustunda reið. Sjald- an var farið suður á bóginn, því að Hafnarfjarðarvegurinn þótti ekki góður, og þó enn verri hraun- in þar fyrir sunnan. Þegar fólk þetta kom heim að kvöldi, var lokaspretturinn oftast tekinn hjá Rauðará og niður Hlemm, en sum- ir höfðu þó alveg gleymt því að bannað var að ríða hart um göt- urnar, og þeystu niður í bæinn. En þá var Þorvaldi „polití" að mæta! Annars var mikil hestamergð á götunum allt sumarið. Þar fóru lestamenn og ferðamenn, sumir ekki ýkja langt að komnir. Bænd- urnir á Seltjarnarnesi áttu til dæmis hesta og komu ríðandi til bæarins. Er mér einn þeirra sér- staklega minnisstæður. Það var Ingjaldur á Lambastöðum, kempu- legur maður með barðastóran svartan hatt á höfði og í svartri yfirhöfn með stórum kraga og flyksuðust kragabörðin þegar hann r«ið greitt eða vindur var. Lækjargata um vetur. Hér má sjá eitt af steinolíu Ijóskerunum, sem þá voru á eötunum. Margir bæarmenn áttu vagnhest og vagn og stunduðu „keyrslu", eins og þá var kallað, en sjálfir voru þeir kallaðir „keyrarar". Þeir voru oft á ferð um göturnar með móæki eða vörur fyrir kaupmenn. Vegna þessarar miklu hestaum- ferðar gat ekki hjá því farið að hestarnir settu sín innsigli á göt- urnar, enda var þar mikið um hrossatað. Höfðu sérstakir menn atvinnu við að koma því á burt. Man eg sérstaklega eftir gömlum hjónum, sem höfðu það starf að þrífa götur í Miðbænum. Hann var steinblindur og hún var einnig með slæma augnveiki. Hann beitti sér fyrir handvagn og hafði band milli kjálkanna og yfir öxlina. Hún sóp- aði saman hrossataðinu af götun- um, lét það í fötu og bar það svo í vagninn. Og í hvert skipti sem vagninn þurfti að færa, varð hún að taka í kjálkann með blinda manninum og leiðbeina honum. Sjálfsagt hafa þau verið öreigar, en verið gefinn kostur á að reyna að vinna fyrir sér með þessu móti. Þetta er svipmynd af götuhreins- un á þeim árum. — o — Vatnsból bæarmanna voru þá enn brunnar og lindir, og hafði sér- stakt fólk, karlar og kerlingar, þá atvinnu að bera vatn í húsin. Sum- ir höfðu þó „tekið tæknina í þjón- ustu sína", höfðu handvagn og tunnu á, og óku vatninu heim til neytenda. Það var mikil framför. Þó roguðust margir með vatnið í fötum og höfðu ýmist grindur, eða vatnsbera á herðunum. í Miðbæn- um bar mest á þessu fólki hjá „Prentsmiðjupóstinum" í Aðal- stræti og „Bakarapóstinum" rétt ofan við lækinn. Þessir „póstar" voru dælubrunnar, en fólkið dældi aldrei vatninu heldur „póstaði" því. Á fátækum heimilum urðu kon- urnar sjálfar að sækja vatn, eða þá stálpaðir krakkar. Þess vegna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.