Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 sagði: „Það er gleðilegt að nú get- ur maður farið að ganga á burst- uðum skóm!" Þetta var vorgleðin hans eftir umhleypingasaman vet- ur. A. ó. Haía halastjörnur rekizt á jöroina? ? Djúp borholo DÝPSTU borholur hér á landi eru um 750 metra, og nú er gert ráð fyrir því að bora hálfu dýpra. En hvað er það á móti þeirri borholu, sem vísindaráð Bandaríkjanna er nú að undirbúa. Þessi borhola á að verða allt að því 5 km. djúp og verður grafin á sjávarbotni, en ekki enn ákveðið hvar. Þó er talið líklegast að hún verði grafin í Mexíkó-flóa, norð- vestur af Kúbu, því að þar er veðr- átta einna bezt. Holan verður ekki boruð til þess að ná í jarðhita, heldur til þess að rannsaka yzta skurn jarðar og komast niður úr basaltlaginu. Þykjast menn með þessu móti geta fengið margvíslegar og mjög áríð- andi upplýsingar um það hvernig jörðin myndaðist, hve þétt hún er í eðli sínu, hvernig jarðlögunum er háttað, hve gömul jörðin muni vera og hve geislavirkt er hið innra efni hennar. Þá þykjast menn og munu geta fengið upplýsingar er veiti betri skilning en áður á eðli jarðskjálfta og jarðbylgjunum, sem þá rísa. Gert er ráð fyrir að hafskip verði látið bora holuna, og verður til þess beitt allri nýustu tækni. VÍÐA eru stór svæði á jörðinni þakin örsmáum glerungum, sem á vísindamáli eru nefndir „tektites". Hafa verið mjög skiptar skoðanir um hvernig á þessu standi og hefír t. d. mikið verið um þetta ritað í brezka vísindaritið „Nature". Þar hafa verið bornar fram ýmsar kenningar um uppruna þessara glerungsagna. Sumir hafa haldið því fram, að glerungurinn hafi bor- izt hingað frá tunglinu eftir að stórir loftsteinar hafa fallið, á það. Aðrir hafa mælt því í mót. Nú hefir bandaríski Nóbelsverð- launamaðurinn dr. Harold C. Urey haldið því fram að líkindi sé til þess að glerungurinn hafi myndazt við það, að halastjörnur hafi rekizt á jörðina. Kjarninn, eða hausinn á halastjörnum er svo þéttur, að við árekstur á jörðina mundi verða álíka sprenging og ef miljón kjarnasprengjur, eða fleiri, væri sprengdar í einu. Dr. Urey segir að það sé alls ekki ósennilegt að halastjórnur hafi rekizt á jörðína, og við hitann af árekstrinum gæti þá hæglega hafa myndazt glerung- ur, líkt og á söndunum hjá Alamo- gordo í Nýu Mexíkó, þegar fyrsta kjarnasprengjan var sprengd þar. Hann segir að við árekstur hala- stjörnu geti myndast svo ofsaleg- ur hiti að halastjarnan leysist upp í gufu, en jafnframt mundi hitinn bræða jarðlögin og þau tvístrast í allar áttir undan ofurmagni sprengingarinnar. Á þennan hátt sé hægt að gera sér grein fyrir hvern- ið stendur á glerungnum (tektites) sem dreifzt hefir víðs vegar um jörðina. Nýtf frumefni FRUMEFNIN eru skrásett eftir eölis- þyngd. Þannig er úran 93 og plútóní- um 91f. Síðan kjarnorkurannsóknir hófust, hefir geislarannsóknastöö há- skólans í Kaliforníu fundið ný frum- efni, svo aö tala þeirra er komin upp % 102. Að vísu vantaöi þar tvö frum- efni inn á milli, 98 og 99. Nú hefir rannsóknastóðin fundið frumefni 98 og kallar það „californium". Þetta er þyngsta frumefnið sem tékizt hefir að framleiða svo, að það sé sýnilegt berum augum og hœgt að vega það. Af hinum efnunum hefir fundizt svo lítið ,að ekki hefir verið hœgt að mœla þau, menn hafa aðeins orðið þeirra varir með mœlitœkjum sínum. Búist er við því að „cálifornium" muni hafa mjög mikla þýðingu þegar að því kemur að menn fara að beizla vetniaorkuna, þvi að það geti gefiö mikilsverðar upplýsingar um ýmis~ legt, sem enn er óskiljanlegt um sam- runa atómanna. Röddin kemur upp um inanr Dr. PAUL MOSES, próíessor við Stanford háskóla sagði nýlega i ræðu sem hann flutti á þingi sálfræðinga, að læknar ætti að geta séð það á göngulagi, svip og framkomu sjúklinga sinna hvort þeir væri veilir á geðs- munum. En þó væri öruggasta ráðið að athjga vel málfar þeirra, í hvaða tón þeir tala, hvernig þeir leggja áherzlur á orðin og hvernig þeir anda á meðan þeir tala. Með athugun á þessu geti læknar komizt að því hvort sjúklingur þjáist af kvíða gremju eða sektarmeðvitund — eða þá hvort hann er laus við allt þetta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.