Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1959, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Og mörg hundruð tegunda af öðr- um flugum klekjast þá einnig út. Þær koma syndandi, skríðandi og stökkvandi og hefjast seinast til flugs til að njóta hinnar stuttu ævi sinnar í loftinu. Allt sumarið er tjörnin slíkt nægtabúr fyrir alls konar fugla, þvottabirni, þefdýr og snáka, að þeir hafast við unnvörpum í ná- grenni hennar. Og þeir eiga sinn þátt í að ekki verði offjölgun þeirra lífvera, sem í tjörninni eru. Á HAUSTIN Þegar sumri hallar magnast við- koman í tjörninni ótrúlega, en að- eins stuttan tíma. Það eru slím- dýrin, krabbadýrin og álgurnar, sem verða að margfaldast, til þess , að vega upp á móti hinum miklu vanhöldum næsta vetur. Þannig tryggir lífið viðhald sitt. En svo verður skyndilega breyt- ing á. Öll tímgun stöðvast og burt- flutningar úr tjörninni hætta Vatnið í tjörninni verður smám saman tærara og í því speglast haustlitir trjánna. Næturnar verða kaldar. Þá fellur allur hinn mikli gróður í tjörninni og hverfur. Fuglarnir halda suður á bóginn. Þvottabirnir og þefdýr skríða í híði sín og sofna þar vetrarsvefni. Moskusrotturnar hverfa í holur sínar og lifa þar á þeim birgðum, sem þær hafa safn- að um sumarið. Froskar og sala- möndrur hreiðra um sig með visn- um blöðum undir trjárótum niðri í vatninu. Svo fer að myndast ís á tjörninni og allt líf virðist horfið. En það leynist niðri í djúpinu og bíður þess að aftur vori. — Eg sá til þín í gærkvöldi, aepti faðirinn ofsareiður framan í dóttur sína. Og hver var ungi maðurinn, sem var að kyssa þig? — Um hvaða leyti var það? / heimi gerlanna HÖFUNDUR þessarar greinar er dr. Selman Abraham Waksman. Kann fæddist í Rússlandi 1888, en fluttist alfarinn til Bandaríkj- anna 1910 og ætlaði að nema læknisfræði. En úr því varð það, aö hann fór að fást við gerlarannsóknir og innritaðist í jarðræktar- deild Rutgers háskólans í New Jersey. Síðan fór hann til Kaliforniu, en hvarf aftur til Rutgers 1918 sem kennari og rannsóknamaður. Hefir hann með starfi sínu þar orðið mannkyninu að ómetanlegu f,agni. EG HEFI helgað líf mitt rannsókn á gerlum, þessum örsmáu lífverum, sem hafa úrslitaþýðingu fyrir líf manna, dýra og jurta. Eg hefi rannsakað eðli þeirra, Iifnaðarháttu og hvernig þeir geta orðið manninum bæði til góðs og ills. Eg hefi rannsakað vöxt gerl- anna, viðkomu þeirra, á hverju þeir lifa og það sem út af þeim gengur. Eg hefi athugað skaðsemi sumra gerlategunda og gagnsemi annara. Eg hefi kappkostað að nota hina gagnlegu gerla, sem kallaðir eru „saprophytes", til þess að eyði- leggja hættulegu gerlana, sem kall- aðir eru „parasites". Eg hefi kynnt mér baráttuna milli þeirra, og eg hefi látið hana fara fram í tilrauna- stofu í þeim tilgangi að ná í efni, sem nota mætti til lækninga á mannlegum sjúkdómum, sem eng- ar varnir voru gegn áður, og þann- ig auka heilbrigði og vellíðan mann -anna. Gerlar hafa margvísleg áhrif á manninn, allt frá vöggu til grafar, og jafnvel lengur, því að þeir eyða líkamsleifunum. Gerlarnir eru oss alls staðar nálægir. Þeir eru í lík- ama vorum, í matnum sem við et- um, í fötum vorum og vistarverum, í jarðveginum undir fótum vorum, í vatninu sem vér drekkum og böð- um oss í. Þeir eru alltaf viðbúnir að hjálpa oss, eða eyðileggja oss. Það er hending hvort verður of- an a. Fram að þessu hefir almennings- álitið talið alla gerla óvini mann- kynsins. Hafa þeir kannske ekki valdið drepsóttum eins og lungna- bólgu, taugaveiki, svartadauða og kóleru, bólusótt, berklaveiki, löm- unarveiki, inflúensu og gulu hita- sóttinni, sem hafa verið verstu plágur mannkynsins? Og eru ekki dæmi þess að einn gerill hefir get- að eyðilagt uppskeru? Það hefir svo aftur leitt af sér hungursneyð og ílótta úr landi, og má þar nefna kartöflusýkina í írlandi fyrir rúmri öld. Menn hafa ekki gert sér grein fyrir því, að á móti hverjum hættu- legum gerli koma tylftir af gagn- legum gerlum. Ef þessir gagnlegu gerlar væru ekki, væri hvorki til matur né drykkur, og án þeirra mundi hver lifandi vera deya. Æðri lífverur, svo sem menn og dýr, gæti ekki verið til, ef gerlarnir væri ekki, og ekki mundi heldur neinn jarðargróður þrífast. o------/-------o Eg hlaut menntun mína í jarð- yrkjuskóla og eg hefi mestan hluta ævinnar unnið hjá stofnun, sem hefir það markmið að bæta jarð- veg og auka uppskeru. Þess vegna hefi eg fengist við rannsóknir á gerlum í moldinni, þar sem þeír ráða jarðargróða, hvort sem um ræktað land eða óræktað er að ræða. Eg hefi því rannsakað hina gagnlegu gerla. En smám saman

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.