Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Page 2
130
LESBÓK MORGUWBLAÐSINS
pakka. Hún barst um allt héraðið.
Efnið var um friðun fugla, út af
auglýsingu í útvarpinu. Öðru sinni
var gamanvísa ort um mann, sem
bjargaði kartöflupoka frá að falla
í sjóinn við uppskipun. En inn í
vísuna var felld biblíuskýring, sem
gaf henni vængi. Verkamaður féll
a hálu gólfi 1 sláturhúsinu á Húsa-
vík. Þá fæddist vísa með kirkju-
legri aðvörun. Ofar vísum og
kvæðum augnabliksins fæddust á
Húsavík ljóð Huldu, Guðfinnu frá
Hömrum og þýðingar Helga Hálf-
d|narsonar.
Ferskeytlan er útvörður skáld-
menntar í landinu. í skjóli hennar
ganga stórskáldin fram og freista
gæfu sinnar. íþrótt skáldanna hef-
ur vekjandi áhrif á allt andlegt líf
í umhverfinu. Sum af ljóðunum
verða ævarandi menningareign.
Hér á landi hefur því verið veitt
allt of lítil eftirtekt að ljóðgáfa er
fremur sjaldgæfur eiginleiki. Það
er ekki nóg til að verða ljóðskáld,
að hafa til að bera miklar gáfur,
mikinn lærdóm og mikla ást á
ljóðagerð. Tveir frægir Norður-
landamenn, Dani og íslendingur,
hafa sannað þessa kenningu mjög
áþreifanlega. Georg Brandes var á
sinni tíð athafnamesti og frægasti
bókmenntafræðingur á Norður-
löndum. Samt gat hann ekki ort
kvæði, sem hafa bókmenntagildi
en í verkum hans er örlítið sýnis-
horn af hversdagslegri ljóðagerð,
sem aldrei er getið í sambandi við
afrek hans. Dr. Guðmundur Finn-
bogason var afburðamaður í bók-
menntafræðum, fjölgáfaður, lærð-
ur svo að af bar, unni skáldskap
flestum fremur og kunni utan-
bókar snilldarljóð á mörgum
tungumálum. Þessi ljóðaauður var
Guðmundi handbær þannig, að þar
fékk hann, hvenær sem með þurfti,
skáldlegar líkingar í ræður og rit-
gerðir. Samt var dr. Guðmundur
Finnbogason ekki skáld. Það vissi
hann vel og reyndi aldrei í alvöru
að yrkja íslenzk ljóð. En hann
hafði mætur á sléttuböndum og
lék sér stundum að því að yrkja
sléttubandavísur, til að heiðra það
erfiða og sjaldgæfa Ijóðaform.
Sú staðreynd, að Georg Brandes og
Guðmundur Finnbogason urðu
ekki ljóðskáld, þrátt fyrir óvenju-
legar gáfur, lærdóm og bókmennta-
hneigð, styður þá kenningu, að
menn verða ekki skáld nema þeir
séu gæddir meðfæddri Ijóðgáfu.
Það er kostur ljóðformsins að
mannleg hugsun virðist verða
skýrari ef hún er framborin í ljóð-
formi, heldur en í lausu máli. Hef-
ur þetta nýlega komið fram í góð-
látlegri bókmenntaþraut hér í
bænum. Atómhöfundur reyndi að
gera kvæði án þess að fylgja hefð-
bundnum háttum íslenzkrar ljóð-
listar, en varð fyrir því óhappi, að
ljóðrænn tollvörður úr Húnaþingi
breytti atómiðjunni í laglegt og
vel rímað ljóð. Tollvörðurinn
bjargaði neistum atómmannsins
frá glötun með því að fella fátæk-
legt efni í þrautreynt ljóðform. Við
það varð atómiðjan frambærilegt
gamankvæði. Hafa þessi sannindi
um ágæti ljóðformsins lengi verið
kunn í sambandi við stærri verk-
efni, heldur en hér var um að
ræða.
o—_0------o
Nú verður vikið að Kjartani
Ólafssyni, brunaverði, þeim rithöf-
undi, sem hefur gefið tilefni til
að hér er minnst á aðstöðu reyk-
vískra skálda. Kjartan er Borg-
firðingur og tryggur sonur þess
fagra héraðs. Ungur dvaldi hann
nokkra stund á Akranesi, en þaðan
hallaði undan fæti til Reykjavíkur
og þangað fór Kjartan í landnáms-
hug, áður en hann náði miðjum
aldri. í Reykjavík hefur Kjartan
unnið að brunavö’rnum um langt
skeið. Fyrir skömmu stóð hann
fyrir brunavarnadeild, sem bjarg-
aði Landakotsspítala frá að verða
eldi að bráð. Brunastöðin er á
bökkum Tjarnarinnar. Brunaverð-
irnir eru verndarar fuglanna, sem
heyja þar lífsbaráttu sína við
breytileg skilyrði. Kjartan er ein-
lægur dýravinur og hefur ort all-
mikið bæði um Tjörnina og fugla-
líf hennar og gerst leiðtogi í að-
hlynningarstörfum fuglavinanna í
Reykjavík. Þannig er saga Kjart-
ans Ólafssonar brunavarðar. Hann
er sonur og fóstursonur Borgar-
fjarðar, Akraness og Reykjavíkur,
gætir vel sinna borgaralegu starfa,
yrkir Ijóð um alla þessa staði og
mörg önnur viðfangsefni. Yrkis-
efnin koma í fang ljóðrænna
manna, sem fylgjast af áhuga með
straum atburða hins daglega lífs.
Kjartan minnist vina sinna í ljóð-
um sínum, ættjarðarinnar, frelsis-
hátíðanna 1918, 1930 og 1944.
Hann yrkir um vaska flugmenn,
eftirmæli um gömul og góð fyrir-
tæki í bænum, eins og Steinbryggj-
una og Báruna, sem var fyrsta höll
íslenzkra sjómanna. Hann minnist
oftlega bjartra vordaga og heitra
sumarkvölda. Hann yrkir hlýlega
um flokkinn sinn, Sjálfstæðis-
mennina, og hinn dána foringja
hans, Jón Þorláksson. Annars hafa
söguhetjur hans átt heima í mörg-
um herbúðum: Sr. Friðrik Frið-
riksson, Haraldur Níelsson, Sigfús
EinarsSon, ævintýraskáldið Nonni,
Vilhjálmur Stefánsson landkönn-
uður, Jakobína Johnson, skáld-
kona í Ameríku o. fl. Kjartan hef-
ur gefið út tvær ljóðabækur og
kallað þær Óskastundir. Sennilega
bætir hann við .innan tíðar þeirri
þriðju, því að stöðugt gætir frá
hans hendi nýrra ljóða í blöðum
og tímaritum.
Þannig kveður Kjartan Ólafsson:
Landið kæra, landið góða,
landið mitt og fósturjörð.
Foldin sagna, söngs og ljóða
særinn um þig heldur vörð.
«