Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Qupperneq 3
LESbOK MORGUiMBLAÐSINS 13] Úr kirkjuljóði: Þú stendur við götunnar grýttu slóð, svo göfug í tign þinni og mildi. Og bendir til himins með ljós þitt og ljóð, þess lífs sem er stöðugt í gildi, því alltaf fá boðorð þín bætt hverja þjóð, sem blessunar njóta þar vildi. Orð til farfuglanna: Litli vinur, fugl sem flýgur, frjáls á braut, með söngvaklið, Þegar blóm á hausti hnígur, hverfur þú í rökkurfrið. Suðrið hlýja lundum ljómar, lofar yndi, sól og vörn. „Litli vin, þín harpa hljómar, hlusta vorsins glöðu börn“. Kveðja til Akraness: Með brattar hlíðar, berjadal, með blómalönd og hamrasaL Þú gnæfir hátt í himinlind, með hreinan fjallatind. Þar laugar geislum laut og hól, hin logaskæra morgunsól. Og kristalsbjarmi kvöldsins skín á klettabeltin þín. Jón Þorláksson látinn: Foringi er fallinn fylkingar drúpa. Þögul er þjóð, þrumu lostin. Vorkveðja éftir stríðið: ö fer vor yxir lönd, þes a stórleitu strönd. Það er stormur í blænum, sem leikur við ský. Og það birtir af tíð eftir ógnir og stríð, þar sem ísland þín býður, með verkefni ný. Afmæliskveðja til Eimskipafé- lags íslands 1950: Þá var hugsjón heimi borin, hér stóð þjóð á tímamótum. Eins og gróður vex á vorin, varmi og næring barst að rótum Saman vinna einum anda, öllum bauð þar landsins gifta í sigurmætti margra handa, mátti þyngsta taki lyfta. Vinarkveðja: Árin breyta lit og lögum, lífs um farinn stig. Aldni vin frá æskudögum, alltaf man ég þig. Lágu saman grannagarðar, get ég ennþá séð. gamalt spor, sem veginn varðar, vitna um fallið tré. í þúsund ár hafa íslenzkir ljóða- smiðir ótrauðir lagt út á skálda- brautina. Þeir sem voru gæddir skáldgáfu og formgáfu, hafa von- azt eftir að þau fræ er þeir sáðu í akurinn, eða við götuna, mundu fyrirhitta mjúkan jarðveg, og eiga þroska fyrir höndum. Þar verða samt margir fyrir vonbrigðum. Bókmenntagyðjan kallar marga en útvelur fáa. Eftir aldaraðir eru ekki mjög margar stjörnur á ljóð- himni íslendinga, sem aldrei ganga undir, heldur lýsa veginn, kynslóð eftir kynslóð. Annars farnast skáld- unum misjafnlega. Sum eru merkilegir listamenn, þó að þeir hafi ekki komizt upp á hæsta tind- inn, en ylja og bæta mannlífið með lífsstarfi sínu. Enn þann dag í dag hefur margur ungur Islendingur gefið út litla bók, jafnvel með atómljóðum, en hætt svo þeim leik. Aðrir gefa út fleiri bækur, án vonar um persónulegan gróða. Þeir yrkja sér til hugarhægðar um sorg og gleði hins daglega lífs. Allir ljóðasmiðir, sem stunda list sína af innri þörf og sköpunargleði, eru velgerðarmenn þjóðar sinnar, samtíðar og framtíðar. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.