Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Side 4
132
LESBÓK MORGUN BLAÐSINS
Stórar hugsjónir
þurfa margar fórnir og átök
til að verða almenningseign
EINHVER allra stærsta hugsjón,
aem brugðið hefir verið á loft hér-
lendis er skógræktarhugsjónin,
sem nú er að sigra og verða raun-
veruleg staðreynd. Það eru sjáend-
ur og spámenn, sem ekki skorti
djarfleik, sem fyrst bregða þessari
hugsjón á loft. Einkum eru það
þrjú skáld, sem gæða hugsjón þessa
lífi. Fyrstur þeirra er Eggert
Ólafsson. Hann yrkir um garðrækt
og skógarlunda. Hafði þá nýlokið
ferðum sínum um allt land og
þekkti af eigin sjón og sögn öll
stærri skógarsvæði í landinu. Öll-
um sögnum bar saman um mikla
eyðingu skóganna; sums staðar
höfðu stór og víðáttumikil skóg-
lendi eyðilagst. En mikið skóglendi
stóð þá enn eftir. Meira en nóg
til þess að sannfæra eðlilega bjart-
sýnan mann og ættjarðarvin, að
það voru engir draumórar, að
skógar gætu vaxið á íslandi til
mikilla nytja.
Eggert gat því orkt og ritað um
skógræktina af fullri sannfæringu,
og gerði það líka. Ljóð hans og
skrif hafa eflaust haft nokkur
áhrif. En ekki nóg til þess að sigra
aldaranda og snúa almenningsálit-
inu.
Næsta skáldið, er brá skógrækt-
s 'hugsjóninni á loft, var listaskáld-
ið góða Jónas Hallgrímsson. Þegar
hann kvað: Fagur er dalur og fyll-
ist skógi, frjálsir menn þegar ald-
ir renna .... var skógræktin fjar-
læg draumsýn. Á tímabilinu milli
þeirra Eggerts og Jónasar hafði
orðið stórfeld eyðing skóga og
skóglendis. En eitt bjargaði. Merki
skógræktar, nýrra skóga, var þá
hafið með trjárækt þeirra Kjarna-
feðga í Eyafirði. Þetta brautryðj-
endastarf með nýrri trú og sýni-
legum árangri hefir áreiðanlega
orðið unga, viðkvæma og trúar-
sterka skáldinu hvatning til að
kveða svo hátt og sterkt um skóg-
ræktina. En listaskáldið hélt að trú
sín og sigur næðist ekki fyr en
í langri framtíð, og því kvað hann:
„Skáldið hnígur og margir í moldu,
er með honum búa, en þessu trúið.“
Svo fór að draumur skáldsins
rættist að nokkru miklu fyr en
hann bjózt við. Hann er enn að
rætast, og heldur áfram að ræt-
ast þangað til dalir fyllast skógi.
Þriðja skáldið, sem kveður um
skógræktina með trú og vissu, er
Hannes Hafstein. í aldamótaljóð-
um sínum segir hann meðal ann-
ars: Menningin vex í lundi nýrra
skóga. Þetta varð ekki einvörðungu
skáldsýn heldur líka verk Hannes-
ar Hafsteins. Trúr hugsjón sinni
gleymdi hann ekki skógræktinni
þegar hann varð brjóst þjóðar
sinnar. Strax var hafizt handa.
Engum var stærra í hug en skáld-
inu og foringjanum. En skilyrðin
sniðu stakkinn þröngan. Þekking-
in til að valda verkefninu var of
takmörkuð, og fjárhagurinn þröng-
ur. En til starfa var gengið og
strax vannst nokkuð á. Reyndist
þá svo, sem jafnan, að góðu máli
bætast oftast óvæntir liðsmenn.
Áfram þokaðist. Bjartsýnin sá
hylla undir nýa sigra. Fleiri og
fleiri studdu málstaðinn.
Á þúsund ára hátíð þjóðarinnar
1930 á Þingvöllum myndaðist svo
fylking um skógræktarmálið með
stofnun Skógræktarfélags íslands.
Þessi félagssamtök voru veik í
fyrstu. Eins og fræ, sem er að festa
rætur. En stofninn var góður og
stæltur og stóð af sér hret og hríð-
ar vantrúar og mistaka.
Þegar svo þjóðin áratug síðar,
Sitkagrenilundur viS Tumastaði i Fljótshlíð. Gróðursettur 1944. Hlíðarnar hinu
megin dalsins eru að blása upp. Því ætti ekki að taka þær undir skóg áður!
4
I