Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 133 Grenitoppar ofan við Múlakot í Fljótshlíð. Horft yfir Gunnarshólma og Stóri Dimon i baksýn. Skyldi Jónas Hallgrímsson hafa séð þetta fyrir þegar hann orti „Fagur er dalur og fyllist skógi“. 1940, fór að byrja fjörsprettinn, fylgdist skógræktin vel með undir forustu nýrra manna. Hún varð í engu eftirbátur. Síðan hefir skóg- ræktin með hverju líðandi ári sótt á. Sú sókn mun áreiðanlega hald- ast næstu áratugina, því nú er fullur byr í segl skógræktarinnar, þar sem almenningur styður hana sem hjartans mál, með fullri trú að allt rætist, sem bjartsýnustu menn hefir dreymt um, og meira til. Þetta er nú byggt á staðreynd- um. Hin nýa skógrækt hefir sann- að gagn sitt og nytsemi. Á næstu árum mun þetta sannast enn bet- ur, svo engin vantrú á þetta mikla þjóðnytjaverk verður þá lengur til. Henni er þokað brott. — ★ — Eg hefi hér rakið í stórum drátt- um hvernig skógræktin nýa var endurvakin, og hvernig þokar á- fram. Fyrst aðeins sem ljóð eða orð og hugsjón. Svo eins og staðreynd í mikilli sigurgöngu. Það þarf ekki lengur að vitna í Hallormsstað eða Atlavík til þess að gefa mönnum trú. Alls staðar, þar sem manns- höndin hefir hjálpað sézt árangur- inn; sums staðar meiri, annars staðar minni. Hefði nokkrum dottið í hug að mestur hluti Heiðmerkur yrði vaxinn skóglendi á tíu árum? Engum. Hinir allra bjartsýnustu tóku á 30—50 árum. Þá verða mörg skjólbeztu svæðin í Heiðmörk gró- in stórskógi. Sá árangur, sem þegar hefir náðst í skógræktinni, er heróp til okkar kynslóðar að herða sóknina. Gera enn meira og betur. Stækka verkefnin. Herða sigurhuginn. Við eygjum ekki lengur sem fjarlægt takmark að klæða landið skógi. Því gæti að miklu leyti orðið náð árið 2000. Strax á næsta áratug fer nytjaviður að komast í gagnið, og fjölgar þá og stækkar óðfluga. Eft- ir ein 20 ár verður skógviður orð- in tekjulind á stærstu skógsvæð- unum. Hinn beini arður verður þó varla' aðalatriðið í sigri skógræktarinnar fyrst í stað, heldur hitt, að skóg- ræktin verður ein bezta og öflug- asta jarðarbót framtíðarinnar. Land, sem áður var bert og örfoka, getur á tiltölulega stuttum tíma orðið nýtt, frítt og gagnlegt land með sviphýrum skógarlundum, sem svo vaxa að mestu sjálfsánir og fyrirhafnarlítið. í skógræktinni er ævintýrið þeg- ar orðið að veruleika. Verkefnið er hins vegar svo víðfeðma og stórt, að þar er rúm og þörf fyrir alla landsbúa, hvern einasta ungan og gamlan. Hönd í hönd skulum við ótrauð fylgjast að í sigurgöngu tím- ans, að fullum sigri skógræktar- innar. Þá munum við sjá og reyna sannleikann í skáldsýn Hannesar Hafsteins; að menningin vex í lundi nýrra skóga. Arngr. Fr. Bjarnason. Málmar á sjávarbotni FYRIR hér um bil 75 árum fundu menn einkennilega hnöttótta steina á sjávarbotni. Vísindamenn kalla þá köggla (nodules). Þessir steinar eru dökkbrúnir að lit og hafa myndazt þannig, að allskonar málmefni úr sjón- um hafa hlaðizt utan á eldfjallaglerj- ung, leirmola og jafnvel hákarlstennur, sem liggja á sjávarbotni. Rannsókn hefir farið fram á slíkum smáhnull- ungum, sem slæddir hafa verið upp á sunnanverðu Kyrrahafi, og reyndust vera í þeim 25% mangan, 15% járn og auk þess nikkel, kopar, kobalt og ýms- ir sjaldgæfir málmar. Talið er að svo mikið sé af þessum kögglum sums staðar á sjávarbotni, að af hverri fersjómílu væri hægt að fá málma, er væri 1.500.000 dollara virði. Staðið hefir á því, að menn hafa ekki fundið heppilegar aðferðir til þess að vinna málmana úr hnullungunum, en eftir því sem vísindamenn við háskól- ann í Kaliforníu segja nú, þá er sá vandi leystúr. Má því búast við því að innan skamms verði farið að slæða upp bessa málmhnullunga í stórum stíl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.