Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Side 8
1S6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VitaskipiS Hermóður. gerðist febrúarmánuði Þetta ÞESSI mánuður mun lengi hafður i minnum vegna stórviðra og stór- slysa. Sunnudaginn 8. febr. brast á of- vlðri með miklu frosti á Nýfundna- landsmiðum, þar sem íslenzku tog- ararnir hafa verið á karfaveiðum. 1 þessu veðri hvarf togarinn Júlí frá Hafnarfirði og er talið að hann muni hafa farizt um nóttina með 30 manna áhöfn. Annað skip hafði samband við hann seint á sunnu- dagskvöld og lét Júlí þess þá ekki getið að neitt væri að hjá sér. En eftir það heyrðist ekkert í honum. — Leit var þegar hafin og leituðu flugvélar að vestan, flugvélar af Keflavíkurflugvelli og mörg skip. Stóð þessi leit í viku, en bar engan árangur. — Virðuleg minningarat- höfn um skipshöfnina fór fram í Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 28. — 1 þessu sama veðri var togarinn Þorkell máni mjög hætt kominn vegna ísingar. Tók skipstjóri það til bragðs að höggva bátana frá skip- Inu og bátauglur, og við það létti •vo á skipinu, að það fór betur i sjó. — Togarinn Pétur Halldórsson, sem var á heimleið, fekk á sig áfall og brotnaði nokkuð. — Togarinn Gerpir fekk áfall á útleið fyrir sunnan Grænland og urðu á honum talsverðar skemmdir. — Um sama leyti og leitinni að Júlí var hætt varð annað sjóslys. Þá fórst vitaskipið Hermóður í stórviðri og stórsjó vestan við Reykjanes. Á hon- um var 12 manna áhöfn, og höfðu þannig 42 sjómenn drukknað á skömmum tíma. Svo virðist sem bæði sjóslysin hafi borið svo brátt að, að hvorugt skipið gæti sent út neyðarkall. — Leit var þegar hafin meðfram ströndinni frá Reykjanesi að Garðskaga, og fundust bátar skipsins reknir skammt frá Kal- mannstjörn. Síðan leituðu skip og flugvélar úti fyrir ströndinni og komust helzt að þeirri niðurstöðu að Hermóður muni liggja á marar- botni 4,5 sjómílur út af Höfnum. — Samskot voru hafin víðs vegar um land vegn aðstandenda þeirra, sem fórust með báðum skipunum. Um mánaðamót höfðu safnazt rúm- lega IMJMIO kr. i Reykjavík og Hafnarfirði og 36 þús. kr. á Akur- eyri. VEÐRÁTTAN Stórviðrasamt var venju fremur í þessum mánuði. Ofsarok með þrumum og eldingum fór yfir landið aðfaranótt 10. og olli þar víða tjóni. Eldingum laust víða niður. Skammhlaup varð á Sogslínunni vegna eldingar og varð rafmagnslaust um hríð í Reykjavík. Eldingum laust niður á tveimur stöð- um á Akranesi, kom önnur á íbúðar- hús, hin á símstöðina og fóru 50 tal- símar úr sambandi. Þá laust eldingu niður í hina nýu kirkju í Borgarnesi og kviknaði í henni, en eldinn tókst bráðlega að slökkva. Víðar urðu eld- ingar að tjóni. Þessu veðri fylgdi mikið brim og sjávarflóð víða. 1 Grindavík urðu mikil spjöll á hafnargarðinum, en á Akranesi gekk flóð á land og komst það meðal annars inn í Sementsverk- smiðjuna. Báta sleit upp viða. Mikil úrkoma fylgdi sums staðar og olli hún skriðuhlaupum á Bíldudal og miklu tjóni. Vb. Baldvin Þorvaldsson frá Siglufirði komst í mikinn háska, bilaði véi hans úti á hafi, en honum bjarg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.