Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
147
við þetta, að ekki sé minnzt á Guð-
mund Ólafsson frá Eyarhólum.
Hjörleifur í Sandaseli keypti
smákassa með flöskum. Það voru
víst á þeim létt vín. Nú reið á miklu
að fá trúverðugan mann til þess
að gæta fengins fjár, og fyrir val-
inu varð Guðmundur.
Eg man hvað Guðmundur var
ánægður í þessu ábyrgðarmikla
starfi. Það leið ekki langur tími,
þar til hann var búinn að dreypa á
öllum flöskunum. Eg tók eftir því
að hann gretti sig við eina. Svo
kom á hann glettnissvipur og harin
lagði flöskuna til hliðar. Margir
litu til Guðmundar og gáfu um leið
flöskunum hýrt auga. Svo vatt sér
einn að honum og segir: „Gef þú
mér öl“. Þá umlaði í karli: „Eg má
það ekki, beiddu hann Hjörleif,
hann á það“. Manngreyið fer til
Hjörleifs og fær leyfi, kemur svo
til Guðmundar og er heldur kátur.
Karl var ekki lengi að hugsa sig
um, tekur flöskuna, sem hann hafði
lagt afsíðis og réttir honum: „Vertu
nú fljótur, svo að hinir sjái það
ekki“. Það var ekki að sökum að
spyrja, maðurinn tekur gúlsopa og
rennir þegar niður. En þá varð
Guðmundur dálítið alvarlegur á
svipinn, því að maðurinn ætlaði
ekki að ná andanum. Þó lagaðist
þetta bráðum og þá segir hann:
„Þetta er ekki öl, þetta er andsk..
eitur!“
Þegar Guðmundur sá, að þetta
ætlaði ekki að verða alvarlegt,
glotti hann og tók flöskuna í sína
vörslu, og var sýnilega að hugsa
um að nota hana, ef annað tækifæri
byðist. Um kvöldið er hann var
kominn heim að Sandaseli, og þá
góðglaður, lagði hann sig upp í rúm
og stakk flöskunni undir koddann
hjá sér. Seinna um kvöldið kemur
annar maður, sem líka hafði verið
á uppboðinu. Hann hét Högni, mig
minnir frá Sólheimum. Guðmund-
ur var ekki lengi að bjóða í staup-
inu, hellir á glas og réttir Högna.
Máske hefir Högni grunað Guð-
mund um græsku, því hann dreypti
aðeins á og líkaði ekki bragðið.
Hinn segir að það sé ekki að marka,
hann skyldi súpa meira. En ekki
vildi bragðið batna. Þá sýpur gamli
maðurinn í botn og segir: „Það er
gott þegar maður fer að venjast
því“.
Á þessu skipi var ein koníaks-
tunna. Hún fór á 101 krónu og þótti
óheyrilega dýr, því að venja var að
bjóða í þær 20—30 krónur. Sá, sem
keypti, var í þann veginn að gifta
sig. Ekki mun það þó hafa ráðið
verðinu, heldur hljóp einhver stífni
í tvo menn, og buðu þeir hvor í
kapp við annan, þangað til Guð-
laugi þótti nóg komið og sló tunn-
una þegar 101 króna var boðin.
«£• ik
Þetta, sem eg hefi nú sagt í sam-
bandi við uppboðið, er ekki sér-
staklega merkilegt. Eg vildi aðeins
sýna með því, að það var margt
sem skeði í sambandi við skip-
strönd í Meðallandi og víðar, og
margt af því spaugilegt og gaman
að rifja það upp.
Því ber ekki að neita, að skip-
strönd voru nokkurskonar hval-
reki. Menn fengu þá margt, sem þá
vanhugaði um. Þeir fengu efni í
selanætur og nótavaði (troll-
tvinna), sömuleiðis efni í reipi, og
þá var ekki amalegt að fá segla-
striga í ullarpoka og yfirklæðningu
á melreiðing.
Væri um tréskip að ræða, þá
voru þau rifin að mestu. Þar fekkst
ágætur viður til húsbygginga. Svo
komu nokkrar krónur fyrir vinnu
og hestalán.
Eg skal nú lýsa baðstofunni í
Sandaseli 1908.
Veggir voru að sjálfsögðu hlaðn-
ir úr kekkjum og lítilsháttar úr
grjóti. Stoðir og bitar úr skipsbönd-
um (sem menn kölluðu þar „inn-
holt“), móleður og sperrur úr rám
og svo súðin niðursöguð möstur.
Það var erfitt verk að saga þennan
harða við, og þá ekki sízt fyrir
unglinga. Svipað mun hafa verið
á fleiri bæum.
Þrátt fyrir það þótt mönnum
áskotnaðist ýmislegt í sambandi
við skipströnd, þá hygg eg óhætt að
fullyrða, að enginn hafi óskað eftir
strandi. Það var oft brimasamt við
sandana og landtaka ekki góð og
mátti því búast við manntjóni í
hvert sinn sem skip fór þar upp,
en eg tel undravert hvað það kom
þó sjaldan fyrir. Einar Jónsson
málari, bróðir Hjalta skipstjóra,
var hagyrðingur góður. Eg set hér
eitt erindi úr kvæði eftir hann:
Leiði sýslu á lukkubraut
ljóssins góðu andar;
grænki hæðir, grund og laut,
grói hraun og sandar.
Hvalirnir þar hlaupi á land
og höfrungarnir trylltir,
en enskir upp í svartan sand
sigli ei áttavilltir.
Þannig hygg eg að Skaftfelling-
ar hafi yfirleitt hugsað og hugsi
enn.
Meðo/ v/ð lömunarveiki
SALK-BÓLUEFNIÐ hefir reynzt ágæt-
lega gegn lömunarveikinni, en nú er
komið nýtt meðal, sem þykir öllu betra
og handhægara. Eru það töflur, sem
menn taka inn og er talið óhætt að
gefa þær börnum á fyrsta ári. Meðalið
hefir í tilraunaskyni verið reynt á
75.000 börnum, og virðast þau öll hafa
orðið ónæm fyrir lömunarveiki, því að
ekkert þeirra hefir sýkzt af henni. En
aðallega hefir það verið notað suður
í Kóngó, því að Svertingjar eru hrædd-
ir við nálar, en hika ekki við að gleypa
meðöl. Þar hefir þetta nýa lyf verið
reynt á 275.000 börnum og fullorðnum,
og hefir ekki orðið vart lömunar i
neinum, sem meðalið hefir fengið.