Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Page 14
158
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þorsfeinn Jónsson Úlfsstöðum:
Framhald íslenzkrar fornritunar
Formáli.
ERINDI það, sem hér fer á eftir
og flutt var í fyrstu kennslustofu
Háskólans þann 28. apríl 1957,
samdi ég þá um veturinn stuttu
eftir nýár, og var það því á engan
hátt samið sem svar við erindi
Gunnars Ragnarssonar magisters,
sem hann flutti þann 31. marz s. á.
einnig í Háskólanum og um sama
efni. Hins vegar getur þetta erindi
mitt komið sem nokkurt mótvægi
hins, sem lesa má í tímariti, sem
Birtingur nefnist, og skal hér nú
gera nokkra grein fyrir aðstöðu-
mun okkar Gunnars.
Þegar stúdentaráð Háskólans
leitaði til Gunnars Ragnarssonar
um að flytja í Háskólanum erindi
um heimspekikenningar dr. Helga
Pjeturss þá hafði Gunnar, ef ég hefi
skilið hann rétt, lítið eða ekki
kynnt sér það efni, og er það mik-
ill aðstöðumunur og hjá mér, sem
nálega hefi gert það að ævistarfi
að kynnast því og hugleiða það.
— Eg óð út í vatnið á skíðunum
og mér tókst það heldur klaufalega
að fá beygjurnar á þeim til að snúa
rétt við stefnu bátsins. En er það
hafði tekizt, rauk báturinn á stað.
Dráttartaugin hafði verið slök, en
nú strengdi allt í einu á henni.
Mér fannst skíðin snúast undir
mér og vatnið beljaði um mig, en
eg reyndi að halda fast í taugina.
Skyndilega varð breyting á þessu,
eg hafði komizt upp á yfirborðið
og skíðin runnu mjúklega eftir
vatnsfletinum. Eg varð hugrakkari,
reyndi að standa beinn og horfa í
í stað þess að hafa aðeins lesið
nokkurn hluta hinna 6 Nýalsbinda
hefi ég lesið þau öll oft og ræki-
lega, og í stað þess að hafa hug-
leitt efni þeirra aðeins skamman
tíma og að mér virðist heldur laus-
lega, hefi ég hugleitt það í tugi ára
og margprófað undirstöður þess.
Og séu erindin borin saman og
lesin með gaumgæfni, þá get ég
ekki betur séð en að afleiðing þessa
aðstöðumunar komi í ljós. Sé gætt
að gagnrýni Gunnars Ragnarsson-
ar, þá má vel gera sér ljóst, að
hún er ekki byggð á neinum full-
gildum rökum um neitt, sem máii
skiptir. Enda mætti hún miklu
fremur kallast efun en gagnrýni,
en það að efast, er, eins og nauð-
synlegt væri að menn gerðu sér
ljóst, helzt aldrei falið í öðru en
því, að vera ekki farinn að íkilja.
Þar sem um raunverulegan skiln-
ing er að ræða, þar er ekki efun,
heldur er þar sönnun eða þá af-
sönnun. Að skilja er að gera sér
kringum mig. Þá beygði báturinn.
Mér fannst eg verða glisja, laut
fram og reigðist svo aftur á bak.
Skíðin hlupu á undan mér, vatn
og loft rann saman í eitt fyrir aug-
um mér, og næst varð eg var við
ógurlegan gusugang. Eg hafði dott-
ið í vatnið.-----
Svipuð er reynsla allra byrjenda,
en þrátt fyrir það vilja þeir ekki
gefast upp, og reyna aftur. Hið
dásamlega augnablik, er þeir gátu
staðið á vatninu og runnið eftir
því á fljúgandi ferð, freistar þeirra
— og með æfingunni lærist listin.
grein fyrir því, hvað er og hvað
ekki er eða getur verið.
Ég met að sjálfsögðu mikils, að
menn séu lærðir og fróðir um það,
sem hinir kunnu og viðurkenndu
vitringar hafa sagt og ritað, og
ég tel alveg sérstaklega mikilsvert,
að undirstöður sérhverrar hug-
myndar séu sem vísindalegastar og
áreiðanlegastar. En þó að mÖrgum
kunni í fljótu bragði að virðast,
að skortur sé á slíku í heimspeki
Helga Pjeturss, þá er í rauninni
ekki svo. Undirstaða hennar er
annars vegar það eitt, sem bezt
hefir verið vitað áður, en hins veg-
ar eru eigin athuganir hans, sem
eru eins raunverulegar og hverj-
ar aðrar fullgildar athuganir, og
eins prófanlegar. Og þó að hjá
honum sé komið inn á svæði dul-
hyggju og trúar, þá er þar hjá hon-
um hvorki um dulhyggju né trú
að ræða, heldur hreina heimspeki
eða vísindahyggju. Þetta, sem
Helgi Pjeturss gerir, er það, sem
aldrei áður hefir gert verið, en það
er að finna örugga leið til að sætta
trú og vísindi, og er því ekki
furða, þó að bæði trúmönnum og
vísindahyggjumönnum finnist
hann vera á móti sér. Venjan er
sú, þar sem deilur ríkja, að hin
sættandi hugsun verður síður met-
in en nokkur önnur. En hin sætt-
andi hugsun er, eins og öllum ætti
að vera ljóst, umfram allt hin rétta
hugsun. Sannleikurinn eða það, að
menn öðluðust sannleikann, er hin
eina örugga undirstaða þess, að
menn geti orðið sáttir og sammála.
Og ætli sér einhver að öðlast sann-
leikann á þann hátt að forðast það,