Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Side 4
252 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hann þá haldið til lengi. Og þarna voru nokkrar fjaðrir af músarindl- um. Síðar um daginn, í öðru minka bæli, fann ég skorpinn væng af músarindli. Það hafði sýnilega ver ið legið á honum lengi. Það er því ekki ofmælt að segja, að þarna hafi djöfullinn dansað, í allan vetur. Við leituðum vandlega um allt svæðið, frá svonefndu Langabjargi og Sveigsgreni, norður að Stallá nyrst og Gloppu-hellum, sem er mjög merkilegt náttúrusmíði. Þetta svæði er um 6—7 km. á lengd. Og við gerðum meira. Við fórum tvisvar yfir mest af því, til öryggis. Því miður merktum við hvergi, að hundarnir fyndu nýja minkaslóð, og hvergi fundu þeir nýjan minkasaur. En minkabæli fundu þeir víða. Og þegar þeir höfðu náð til að rífa undirsængina þeirra, sem var heilmikil visk af Uölnuðum iiaufum og sinustrám, var áhugi þeirra allur búinn. Mig furðaði að sjá hve þessir hvílu- staðir voru víða haglega gerðir, og leyndi sér ekki, að sá skratti vildi láta fara vel um kroppinn. Hitt vissi ég að hann var ótrúlega þrif- inn. En — hvað var nú orðið af hon- um? Var hann farinn í makaleit? Það gat staðist, að hjónabandshug- leiðingar hefðu knúð hann í ferða- lag. Eða var hann búinn að her- nema nýtt umhverfi, vegna þess, að hér þótti honum — nú orðið — léleg eftirtekjan? Og mér varð litið austur fyrir Jökulsá. Þar var einn staður, sem bar langt af öðr- um, með gróður og fuglalíf Það var Hvannstóðið. Það er paradís músa- rindlanna hér á Norðausturlandi. Þar hafði ég kynnst þeim, frá því að ég var barn. Og engar raddir hafa flutt eins mikið af innilegri gleði og geislandi fjöri, inn í sál mína og söngvarnir þeirra, þegar sólin skín og vindarnir dotta. Á- stæðan er líka sú, að músarind- illinn er hvort tveggja 1 senn: sá mesti ærslabelgur, sem þekktist á íslandi og heimsins snjallasti sóló- isti, þegar miðað er við þann radd- styrk, sem svona lítill kroppur á yfir að ráða. Og hver gæti, ósnort- inn, hugsað til þess, að sú hljóm- hst væri nú á förum úr Forvöðum og Hólmatungum? Flestum mundi rísa hugur við shkri frétt, og reyna að standa þar vörð, eftir fremsta megni. Því — Hólmatungur og Forvöð eru staðir, sem — þrátt fyrir allt — má segja, að enn séu lítt snortir, hvað snertir gróður og fuglalíf. Og þannig ætti að varð- veita þá, ef hægt væri', sem lengst, til augnayndis og sálubótar hverj- um þeim, sem þrá kyrrð og fegurð. Sóhn er sezt í Hólmatungum. Við erum á leið að bílunum, sem bjóða okkur sæti, eftir erilsaman dag, án sýnilegs árangurs. Til hug- arhægðar hafði ég þó lagt alla fót- bogana, sem ég hafði með mér, þar sem helzt voru líkur, að minkurinn legði leið sína. Ég huldi þá vel með bhknuðum laufum, sem víða lágu í hrúgum, ásamt sinustrám. Og þannig var frá öllum gengið, að væri stígið örlítið, á einhverja fót- plötuna, spratt boginn og valt um leið niður af bröttum árbakkanum, og féll í ána, sem fram hjá rann, svo að væri eitthvað kvikt í hon- um, fengi það skjótan dauða. Að öðrum kosti hefði orðið að vitja um þá daglega. Annað var óverj- andi. En hér voru líkurnar ekki meiri, en einn á móti níu, í mesta lagi, að nokkuð slíkt kæmi fyrir. En þetta var það síðasta og eina, sem gaf örhtla von. Verður minkurinn landplága? Hann er þegar orðinn það, — góði minn, — munu margir hugsa. Og það er alveg rétt. Þó getur hann enn færst stórum í aukana, ef ekki er alls staðar vakað á verð- inum, og notað hvert tækifæri, sem gefst, til að sigra hann. En margt flaug um hug minn, á þess- ari síðustu göngu minni um Hólmatungur. Og niðurstaðan varð sú, að mér finnst ég ekki komast hjá því, að enda þessa raunasögu, með nokkrum aðvör- unarorðum. Ýmsum kann að þykja þau óþörf og jafnvel vitna um of- trú og yfirlæti, þar sem ég styðst ekki við neina reynslu af lifnaðar- háttum minka, en aðeins kynnt mér frásagnir fróðra manna (norskra) sem hafa haft þá í eldi. Ég læt þó kylfu ráða kasti, með dóma annarra. Hjá þeim verður aldrei stýrt. Tvennt er það, sem mér finnst mest aðkallandi, í varnarstöðu okkar gegn minkunum, því enn er hann í sókn, og það mjög alvar- legri sókn, á okkar landi. Það fyrra er: að gefin verði út bók, — eins fljótt og auðið er, — um lifn- aðarhætti hans, eins og hann hefur hagað sér hjá okkur. Skal þar farið eftir reynslu þeirra manna, er lengst hafa unnið að eyðingu hans, hér heima, og bezt hafa tekið eftir hfnaðarháttum hans og vömum, gegn hinum ýmsu eyðingaraðferð- um, og í hinu ólíkasta umhverfi. Það síðara, sem mér finnst líka mjög aðkallandi, er að í hverri sveit á landinu, þar sem sannan- lega hefur orðið vart við minka, og þá ekki síður í næsthggjandi sveitum, sé þess vel gætt, að þeir menn einir, sem vakandi áhuga hafa á eyðingu þeirra, og skilja hvaða voði er þar á ferð, séu vald- ir til að standa á verðinum, og grípa tækifærin, þegar þau gefast, í samráði við þá, sem ráðnir eru til að eyða þeim. Á slíkum varð- mönnum veltur meira, en flesta grunar. Þeir eru lífið og sáhn, á hverjum stað, í öllum þeim að- gerðum, sem stefnt er gegn yfir- gangi minksins. í sambandi við fyrra atriðið, vil

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.