Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 253 ég svo bæta við eftirfarandi: Sem beíur fer eigum við, nú orðið, marga ágæta minkaveiðimenn. Þar vil ég fyrst nefna Svein Einarsson veiðistjóra, sem ég ber fyllsta traust til, að taki þetta til athug- unar og komi því í framkvæmd, eins fljótt og auðið er. Og njóti hann þar aðstoðar manna, eins og t. d. Hinriks í Merkinesi og Þórðar á Dagverðará, — svo aðeins tvö nöfn séu nefnd, — efast ég ekki um, að vel verði þar á borð borið. Enda veitir ekki af. Fjöldinn er enn þá harla fáfróður um þetta nýja, innflutta óhappadýr og allt hátterni þess. Það, sem ég hef séð og heyrt, eftir þá Hinrik og Þórð, sannar, svo ekki verður á móti mælt, að hjá báðum fer saman óvenjuleg athyglisgáfa, hjólhðug hugkvæmni, og skarpur skilningur á öllu atferli minkanna, til sjálfs- bjargar og einnig vörnum þeirra, í hinu breytilega umhverfi. Slíkir hæfileikar eru hverjum veiði- manni ómetanlegur styrkur, enda fengnir í vöggugjöf Ég held, að allt of fáir viti enn, að karldýrið kemur ekki nálægt uppeldi barnanna sinna. Eftir að hveitibrauðsdagarnir eru liðnir, forðast hann kellu sína eins og fjandan sjálfan, enda hefur hún víst grun um, að þegar börnin koma í heiminn, sé hann mesti háskagripur, í návist þeirra, þegar veiðihugurinn grípur hann. Hún annast því ein um heimihð. Hann þarf, — á hina hhð, ekki um neitt að hugsa, annað en hfa og leika sér, þar sem bezt hentar, hverja sinni. Eitt verður hann þó að forð- ast. Nálgist hann um of heimilið, er viðbúið, að hann mæti kerling- unni, og þá getur hún ráðist á hann, með slíku offorsi, að hann á fótum sínum fjör að launa. Sé móðirin unnin, meðan hvolpar eru ungir, er þeim því dauðinn vís. Það vita víst líka of fáir, hvernig minkabæli líta út þar sem þeir halda til og sofa, yfir daginn. í Hólmatungum voru þau öll í ár- bökkum, þar sem hann hafði að- stöðu til að forða sér burtu, jafnt á landi, sem í vatnið. Og þar sem gulvíðir eða loðvíðir huldi sprungna klöpp, eða stóra steina, í bröttum árbakka, virtist hann kunna bezt við sig. Þar leyndi sér heldur ekki saurinn, sem hann leggur á afvikinn stað. Við slíka staði, virtust góðir fótbogar, sem vel var gengið frá, honum háska- legir. Og við þessi sömu hvílurúm hans, má af ýmsu merkja, hvort — „Rétt við hægri hönd, hendist hér Hólmáin niður kambinn og seyðir áhorf- andann-------— (Myndina tók Þorsteinn Björnsson, Víðihóli).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.