Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Side 10
258
LESBÓK MORGJMBLAÐSINS
Jón Dúason dr
Snœbjörn galti
og landafundir íslendinga
HVER var Snæbjörn galti? Hvar
er hans getið í íslenzkum kennslu-
bókum? Hvert var afrek hans og
með hvaða atburðum gerðist það?
Hvaða þýðingu hafði það fyrir sögu
og lífsmöguleika íslenzku þjóðar-
innar? Hvaða þýðingu hafði það
fyrir veraldarsöguna og framvindu
heimsmálanna? Hver hefir svörin
á reiðum höndum? Og að lokum:
Hvað er orðið allt vort starf í þús-
und sumur, og höfum vér gengið
til góðs götuna fram eftir veg?
Þessar spurningar vekur mér í
hug hin sannsögulega skáldsaga
Sigurjóns Jónssonar um garpinn
Snæbjörn galta og hina fögru og
mikilúðugu dóttur goðans og stór-
höfingjans Tungu-Odds.
órjúfanlega heild. Þetta er þjóð-
söngur, sem er í senn djarfur og
viðkvæmur, laus við allt prjál og
grobb, en þrunginn ættjarðarást
og sjálfstæðiskennd.
Árið eftir að kvæðið birtist í
„Illustreret Nyhedsblað“, var það í
fyrsta skipti sungið sem þjóðsöng-
ur Norðmanna á 17. maí hátíða-
höldum — réttum 50 árum eftir
Eiðsvallarfundinn.
Síðan hefir þessi söngur hljóm-
að í blíðu og stríðu og eflt djörf-
ung og þjóðerniskennd í brjóstum
Norðmanna, og um leið vakið hjá
þeim þakklæti til snillinganna
Björnsons og Nordraak, sem gáfu
þeim slíka hvöt í orðum og tón-
um.
Hin fáorða frásögn í Landnámu,
sem er aðaluppistaðan í þessari
skáldsögu, á án efa eftir að verða
uppistaða í, og rómuð af mörgum
fögrum og stórbrotnum kvæðum,
óperum og harmleikum, sem fara
sigurför um alla heimsbyggðina og
mæra opnun hins nýja, vestræna
heims. En þótt allt þetta eigi fyrir
höndum að gerast, vænti eg, að
frumherji þessara bókmennta,
þessi af andríki og hugkvæmni og
ást til íslenzku þjóðarinnar og allra
fornra og ágætra erfða hennar inn-
blásna skáldsaga Sigurjóns, fái
haldið velli til jafns við þær,
grundvölluð sem hún er á djúp-
stæðri þekkingu. En skáldsaga
Sigurjóns er eitt umfram það, sem
búast má við um nokkrar hinna:
Samvizkuspurning og eggjunaróð-
ur til vor, sem nú lifum, eins og
orð Jónasar voru til samtíðar-
manna hans fyrir meira en hundr-
að árum, þótt allt sé nú orðið
breytt. En hvernig var eggjunum
Jónasar tekið þá?
„Dauft er 1 sveitum
hnípin þjóð í vanda“.
Þessar línur eiga ekki að vera
ritdómur um „Snæbjörn galta“, en
vegna þeirra, sem kynnu að vilja
kynna sér boðskap bókarinnar,
verð eg þó að segja þetta:
„Snæbjörn galti“ er fögur og
hrífandi skáldsaga, byggð á djúp-
stæðri sögulegri og menningar-
sögulegri þekkingu, eins raunsæ,
öfgalaus og sannsöguleg og skáld-
saga getur verið, en gædd frábæru
skáldlegu ímyndunarafli. í sög-
unni er brugðið upp sannri, en
mjög fagurri mynd af lífi því, sem
lifað var hér á landi á 10. öld.
Kristnin og viðkynningin við
menningu vestrænna þjóða er
búin að sverfa verstu hornin og
vankantana af heiðninni, en sjálf
er sú kristni, sem hingað barst
með landnámsmönnum frá Bret-
landseyum nú alveg í andarslitrun-
um. Það sýnist ekki fjarri því, að
sú heiðni, sem nú ríkir á íslandi,
sé orðin sérstök íslenzk trúarbrögð,
frábrugðin hinni gömlu austrænu
heiðni. Drengskapurinn og mann-
gildishugsjónir heiðninnar eru í
fullum heiðri hafðar, en kreddur,
bábyljur og öfgar hennar hafa
rokið burt. Sagan fjallar um at-
burði, sem raunverulega hafa átt
sér stað, og um karla og konur,
sem raunverulega hafa lifað á 10.
öld. Lýsing þeirra og atburðanna