Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Side 12
260 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS upp úr kristinnrétti eða öðrum hégóma kristinna manna, kom honum þó þessi afstaða Kjalvarar vel. — Þegar Oddur Hallkelsson á Kiðjabergi, Mosfellingur og frændi Gizurar hvíta og Geirs goða í Hlíð, bað Hallgerðar Oddsdóttur til handa Hallbirni syni sínum, var hún honum föstnuð. En áður þessar festar færu fram, hafði Hallgerður fengið spurnir af því, hvað í vændum væri „og knú- ið Snæbjörn til að heita sér því, að nema sig á brott og sigla með sig af landinu“. Þetta eru áætlanir skáldsins. Hann lætur og ráðagerð þeirra vera þá, að nema Gunn- bjarnarsker. Þau gerðu sér í hug- arlund, að undir hinum bröttu tindum er sáust upp úr sænum í mikilli fjarlægð, hlytu að vera grænar hlíðar og undirlendi. Þetta kölluðu þau í framtíðaráætlunum sínum kveldroðaland. En ógern- ingur var að fara þessa för undir veturinn. Þetta varð að bíða næsta sumars. Brúðkaup Hallbjarnar Oddsson- ar og Hallgerðar Tungu-Oddsdótt- ur stóð að Breiðabólsstað um haustið. Hallgerður fær því til vegar komið, að þau voru með föð- ur hennar hinn næsta vetur. „Ó- ástúðlegt var með þeim hjónum“. Og dregur skáldið ekki dul á, að Hallbirni hafi orðið ljóst, hvað olli því, að hann fékk enga blíðu af konu sinni. Þá segir Landnáma svo frá: „Hallbjörn bjó för sína um vorið að fardögum; en er hann var að búnaði, fór Oddur frá húsi til laugar í Reykja- holt; þar voru sauðahús hans; vildi hann eigi vera við, er Hallbjörn færi, því að hann grunaði, hvort Hallgerður mundi fara vilja með honum. Oddur hafði jafnan bætt um með þeim. Þá er Hallbjörn hafði lagt á hesta þeirra, gekk hann til dyngju, og sat Hallgerð- ur á palli og kemdi sér; hárið féll um alla hana og niður á gólfið; hún hefir kvenna best verið hærð á Islandi með Hallgerði langbrók. Hallbjörn bað hana upp standa og fara; hún sat og þagði; þá tók hann til hennar, og lyft- ist hún ekki; þrisvar fór svo; Hallbjörn nam staðar fyrir henni og kvað: Ölkarma lætr arman eik, firrumk þat, leika, Lofn fyrir lesnis stafni línbörvar mik sínum: Bíða mun ek af brúði (böl görir mik fölvan; snertr mér harmr í hjarta hrót) aldrigi bótir. Eftir það snarar hann hárit um hönd sér og vildi kippa henni af pallinum, en hon sat ok veikst ekki. Eftir það brá hann sverði og hjó af henni höfuð- ið; gekk þá út og reið í brott. Tungu-Oddur lét segja Snæbirni þessi tíðindi. Snæbjörn reið eftir þeim við tólfta mann. Þeir náðu þeim Hall- birni „við hæðir þær, er síðan heita Hallbjarnarvörður; þeir Hallbjörn fóru á hæðina og vörðust það&i. Þar fellu 3 menn af Snæbirni og báðir förunautar Hallbjarnar. Snæbjörn hjó þá fót af Hallbirni í ristarlið; þá hnekkti hann á hina syðri hæðina og vó þar tvo menn af Snæbirni, og þar fell Hallbjörn". Eigi sést, að nokkur málatilbún- aður hafi verið hafður fram á hendur Snæbirni eða öðrum eftir víg Hallbjörns, enda ekki þess að vænta, þar sem hann hafði vegið sér til óhelgi og auk þess unnið hið versta níðingsverk. Þessir atburðir breyttu ekki þeirri ætlun Snæbjarnar, að leita Gunnbjarnarskerja og nema þau. Fráleitt voru þeir heldur til þess fallnir, og sennilega hefir Snæ- björn verið búinn að ráða marga menn á skipið til þessarar farar. Skip það, sem Snæbjörn átti í Grímsárási, segir Landnáma, „kaupir hálft Hrólfur hinn rauð- sendski; þeir voru XII hvárir. Með Snæbirni voru þeir Þorkell og Sumarliði synir Þorgeirs rauðs, Einarssonar Stafhyltings. Snæ- björn tók við Þoroddi úr Þingnesi fóstra sínum og konu hans; en Hrólfur tók við Styrbirni; er þetta kvað eftir draum sinn: Bana sé eg okkam beggja tveggja allt ömurlegt útnorður í haf, frost og kulda feikn hverskonar; veit eg af slíku Snæbjörn veginn. Orðin „okkarn beggja“ virðast eiga við Styrbjörn og Hrólf, og vísan vera kveðin til Hrólfs. Vísan virðist hvorki vera kveðin heima á íslandi né á Grænlandi, heldur eftir harða drauma Styrbjarnar á leiðinni til Grænlands. Að Snæ- björn tekur fósturforeldra sína, aldurhnigna, með sér, bendir á, að hann ætli að nema land á Gunn- bjarnarskerjum og setjast þar að. Nú er vissulega mál til komið, að skáldið sjálft fái orðið, enda hefst nú hin heimssögulega sigling og fundur fyrsta landsins 1 Vestur- heimi: „í lok þess mánaðar, er sólmánuður nefnist, sigldi Snæbjörn galti frá Vest- fjörðum útnorður í haf. Hann fór i landaleitan. Ferðin var löngu ráðin. En sökum þess, að Galti vissi eigi ráða- brugg örlaganornanna, drógst ferðin lengur en hann hafði ætlað, og varð nokkuð á annan veg, en hann hafði fyrirhugað. Þannig siglum við öll til okkar kveldroðalands. Vel fór á með þeim Hrólfi. Þeir höfðu ráðið á skipið jafnmargt manna og voru við tólfta mann hvor. Var þetta hið fríðasta lið, hraustir og djarf- ir ungir menn, fullir eftirvæntingar og forvitnaði mjög að kanna veröldina. Þetta voru niðjar herskárra heiðingja, víkinganna úr Suðureyjum, blandaðir Piktum og listelskum Keltum. Rangt er að kalla þá Norðmenn, og eigi geta þeir kallast Skotar né írar, heldur að- eins íslendingar, brot af nýrri þjóð, sem á íslandi hafði skapazt. Og á ís- landi voru þeir fæddir og uppaldir. Is- lenzkir menn voru þetta með kostum og göllum margra kynþátta. Snæbjörn galti stóð við stýrið og hafði blásandi byr af suðaustri. Hann sigldi út frá Djúpi, og miðaði stefnu sína við afstöðu nokkurra fjalla á Vestfjörðum norðanverðum, til þeirrar áttar, er Gunnbjarnarsker voru, þegar þau sáust þaðan..,.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.