Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Page 1
23. tbl. JHarjjimMaíig ins Sunnudagur 23. ágúst 1959 xxxrv. árg. Hundrað ára afmœli Hamsuns HINN 4. ágúst síðastliðinn voru liðin hundrað ár frá fæðingu eins kunnasta rithöfundar sem Norðurlönd hafa alið, norska skáldsins Knuts Hamsuns. Hann fæddist 4. ágúst 1859 á sveitabýl- inu Garmostræet í Lom í Guð- brandsdal. Foreldrar hans voru af bændaættum. Þegar Knut var þriggja ára fluttist fjölskyldan til Nordlands og þar ólst hann upp. Hafði náttúrufegurðin þar nyrðra djúptæk og varanleg áhrif á Ham- sun, og kemur það fram í mörgum skáldverkum hans, t. d. „Pan“. Knut Hamsun var 18 ára gamall þegar hann fór að semja smásög- ur, og voru þær í stíl þeirra sveita- sagna sem Björnstjerne Björnson var svo vinsæll fyrir. Þessi skr’f Hamsuns voru eins konar æfingar fyrir það sem síðar skyldi afrekað en margar þeirra voru samt birt- ar. Hamsun var þrítugur þegar hann tók sæti á békk hjá fremstu skáld- um Norðmanna með meistaraverki sínu „Sult“ (1890) sem var fyrsta skáldsaga hans. Áður en hann næði þessum merkilega áfanga hafði margt á daga hans drifið og harla misjafnt. Hann hafði verið skó smíðalærlingur og búðarþjónn, far- Knut Hamsun. andsali og vegavinnumaður. Hann hafði tvisvar verið í Bandaríkj- unum, þar sem hann var m. a. einkaritari og aðstoðarmaður hins kunna norska prests og rithöfund- ar Kristofers Jansons. Hann hafði einnig verið sporvagnsstjóri i Chicago og vinnumaður á búgarði í Norður-Dakota. Ennfremur hafðí hann flutt fyrirlestra bæði í Banda- ríkjunum og Noregi. Hann hafði einnig skrifað fjölda greina í dag- blöð, gefið út litla harðorða bók, sem hann gaf misnefnið „Fra det moderne Amerikas Aandsliv'* (1889), og birt hnyttna en heldur klúra árás á hinn umdeilda stjórn- málamann og leiðtoga píetismans í Noregi, Lars Oftedal (1890). Fyrsta skáldsaga Hamsuns 'vakti strax mikla og verðskuldaða at- hygli. Hið kunna skáld Arne Gar- borg hafði sjö árum áður gefið út stórmerkilega bók, „Bondestud- entar“, um hið óhrjálega líf hung- urs, vosbúðar og vonleysis í höf- uðborginni, og er sú skáldsaga meðal beztu norskra skáldverka. Hamsun tók efnið nýjum tökum. í sögu hans er hin hrjáða og soltna hetja ekkert minna en snillingur. Sultur hans er ekki þjóðfélags- vandamál, og hann hefur engar ákærur á hendur þjóðfélaginu. £ þessari skáldsögu ríkir einstakl- ingshyggjan í æðsta veldi. Sögu- hetjan er alls ekki félagsvera, held- ur margbrotinn einstaklingur sem sveiflast milli hroka og auðmýktar, guðsótta og uppreisnar, eigingirni og fórnfýsi. Hann getur átt það til að veðsetja vestið sitt til að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.