Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
475
við það sem íslendingar hafa gert;
skiftir það hér höfuðmáli, að það
eru aðallega íslendingar í Dan-
mörku, sem hafa haft áhuga fyrir
handritunum, rannsakað þau og
gefið út. Hin lævíslega aðferð
nefndarálitsins að skýra þetta við-
kvæma mál, má ekki endurtakast,
enda þótt það sé gert svo snyrtilega
og vingjarnlega sem Harald Jörg-
ensen yfirskjalavörður gerir.
o—O—o
Það er sorglegt þegar svo hátt-
virtur maður sem Johannes Brönd-
um-Nielsen prófessor, reynir í máli
þessu að fleyta sér á þjóðlegum til-
finningum og hyggur að danska
þjóðin geti látið sér nægja upplýs-
ingar um kvartsljósmyndun og úl-
slitna upptuggu um efni og anda
skipulagsskrár Árnasafns. Það þarf
ekki að fræða okkur um það að
síðan á sambandsárunum situr ís-
lenzkur málfræðingur í Kaup-
mannahöfn og vinnur að rannsókn
handritanna. Því að fyrir utan
starf Jóns Helgasonar og starfið
við orðabókina, sem íslendingar
hófu, þá er allt á einn veg um
Árnasafn að það hefir verið van-
rækt í Kaupmannahöfn.
Bröndum-Nielsen gefur í skyn,
að frá vísindalegu sjónarmiði væri
það óforsvaranlegt að senda hand-
ritin til íslands. Þessar margtuggnu
getsakir ýmissa danskra prófessora,
eru bein móðgun við íslenzka vís-
indamenn, því að enginn er þe'm
færari á þessu sviði. Það hæfði bet-
ur dönskum vísindum að skýra
málið á sanngjarnari hátt. Auk þess
eru slík ummæli niðrandi fyrir fs-
lendinga, sem unnu að rannsókn
handritanna hér í Danmörku á
sambandsárunum, en starf þeirra
hefir varpað Ijóma á háskólann í
Kaupmannahöfn víðsvegar um all-
an heim. Og það er einmitt næg
trygging fyrir því, að handritin
komist í hendur réttra manna, þeg-
ar þau verða send til íslands. Á
þeim 300 árum, sem handritin hafa
verið í Kaupmannahöfn, getum vér
aðeins bent á tvo danska málfræð-
inga, sem gátu notað handritm
jafn vel og hinir hálærðu íslend-
ingar, en það eru þeir Rask og Kaa-
lund. Og ef vér eigum svo að
ala með oss þá von. að á næstu
300 árum kunni að rísa upp
tveir aðrir danskir málfræðing-
ar, er stæðu íslendingum á sporði,
þá er eg hræddur um, að „efni
og andi skipulagsskrárinnar"
sem prófessor Bröndum-Nielsen
ber svo mikla umhyggju fyrir,
endi með því að verða rykfall-
inn safngripur, eins og handritin.
Nei, eina ráðið til þess að full-
nægja tilgangi Árna Magnússonar
með safnið og skipulagsskrána, er
að senda handritin til íslands. Þau
eru rituð á íslandi, af íslenzkum
mönnum og á íslenzkri tungu. Og
það er augljóst mál, að þegar þau
eru komin heim, þá verða þau
rannsökuð daglega við háskólann
þar. Auk þess hefði það mikla þýð-
ingu fyrir erlenda málfræðinga, að
geta rannsakað handritin í Reykja-
vík, þar sem þeir komast í kynr>i
við hið lifandi mál handritanna.
Þessu hafa margir vísindamenn
haldið fram. Og þetta vissu þe'r
Rask og Kaalund, því að báðir
gerðu þeir sér ferðir til íslands. og
var þó erfiðara að komast þangað
þá heldur en nú er.
Bröndum-Nielsen prófessor minn
-ist á samninginn milli íslands og
Danmerkur 15. október 1927, þegar
íslendingar fengu 4 smáhandrit og