Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Blaðsíða 12
484
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
stelpu hérna og sístelandi nótum
af brúsapöllunum. — Karlarnir
voru alveg vitlausir út í hann. —
Svo fór hann í vetur. Sérðu nokk-
urn tíma til hans? — Já oft. —
Þekkir hann þig? Já, svo sannar-
lega, en hann vill ekki koma cf
nálægt mér.
Við tömdum líka mink, he'.dur
Hilmar áfram. Kisa á Heggstöðurn
var ósköp leið einu sinni, þegar
lógað var undan henni. Þá fann
Gvendur minkagreni. Læðunni var
lógað og yrðlingunum nema einum,
og einhverjum kom í hug að setja
hann undir kisu. Það var vel þc-g-
ið. Minkurinn varð fullorðinn og
mesta uppáhald allra á Heggstöð-
um, en aldrei fékk hann að fara
út. Endalokin urðu samt þau, að
hundurinn náði í hann.
Við komum nú undir hnúkana,
þokuhjúpaða og tröllslega. Veiztu,
við héldum hér brennu á gamlárs-
kvöld þarna uppi, segir minn
skemmtilegi og fjörmikli leiðsögu-
maður. Það er kjarr í hlíðinni
þeirri arna. Við áttum að grisja
það. Við bárum það í köst og
kveiktum í. Bálið sást langar leið-
ir fram dalinn. Þeir voru líka með
haglabyssur. og hlóðu þær með
salti og skutu. Það komu þessar
svaka fínu eldglæringar í öllum
litum, rauðar, grænar, bláar og al-
veg gular. Það var fallegt. Þá var
gaman, maður minn.
En er ekki stundum leiðinlegt í
sveitinni, dimmir dagar, langar
nætur, kaldir morgnar, enginn
kemur og ekkert skeður? Jú, en
þá hugsar maður um sumarið og
óskar sér að eiga heima í sveit-
inni á sumrin, en bara einhvers
staðar annars staðar á veturna,
einhvers staðar, þar sem eitthvað
skeður.
Dm órímuð Ijóð
í S L E N Z K tunga gerir mun á
bundnu máli og óbundnu. —
Bundnu hvernig? Bundnu ljóðstöf-
um (stuðlum með tilsvarandi höf-
uðstaf), reglubundinni setningu
(röðun) áherzluatkvæða (klið,
kveðanda) og mislöngum hending-
um (vísuorðum). Mál með þessum
einkennum kallast ljóð. Rím er
ekki nauðsynlegt. Það er því ekki
hugsunarvilla að tala um órímuð
ljóð. Vanti hins vegar þau einkenni
bundins máls, sem lýst er hér að
framan, og það kallað ljóð, verður
það að skoðast öfugmæli eða gervi-
heiti. Það nægir ekki að setja ó-
bundið mál fram í mislöngum lín-
um til þess að það geti heitið ljóð.
Munurinn á bundnu og óbundnu
máli skýrist bezt með samanburði:
Bundið:
Þitt hef eg lesið Kiljan kver.
— Um kvæðin ekki eg hirði. —
En eyðumar eg þakka þér.
Þær eru nokkurs virði.
Óbundið:
Eg hef lesið kver þitt, Kiljan.
Um kvæðin hirði eg ekki,
en eyðurnar þakka eg þér
— Þær eru nokkurs virði.
Annað mál er það, hvort þeir sem
treystast ekki til að gæta reglna
hins bundna máls séu skáld, eða
langi til að vera álitnir það. Skáld-
mennt er til bæði í bundnu og ó-
bundnu máli, Ijóðskáld og sögu-
skáld. Sami maður getur verið
hvorutveggja.
Þegar skáldmennt tók hér að
hnigna komu upp nýyrðin atóm-
skáld og atómskáldskapur, og er
talið eiga uppruna að telja til
skáldmenntar H. K. Laxness, síðar
Nóbelsverðlannaskálda,
Síðan fjölga tók þeim mönnum.
sem treystust ekki til að fylgja
reglum bundins máls í „ljóðagerð“
sinni hefir nýyrðið atómskáld
eins og af sjálfu sér færzt yfir á
þá, og sómir sér ekki illa sem gervi-
nafn eins og ljóðin eru gerviljóð.
Nýnefnið var þó óþarft, því þessi
tegund Ijóðmennta hefir áður verið
nefnd leirburður, og leirskáld þeir
sem hann iðkuðu.
Sem fyrr er sagt er rím ekki
skilyrði þess að ljóð megi heita.
Forn skáldskapur var ekki rímað-
ur. Rímið kom síðar til viðbótar
hinum fornu bragreglum. Tilkoma
þess varð til að gera braglistina
buhdnari og vandasamari — krafð-
ist í senn meiri orðgnóttar og mál-
fimi — meiri hugkvæmni og hag-
leiks. En allt til tíma atómskáld-
menntanna létu ljóðskáldin það
ekki hamla sér að sameina brag-
reglurnar og rímreglurnar haglega,
oft á snilldarlegan hátt. Má þar til
nefna hringhendurnar, sléttubönd-
in og enn fleiri brag- og rímþrautir.
Sýnishorn atómljóðs:
„Ársólin hefur kveikt
í verksmiðjureyknum
sem veltur gegnum húsasundin
eins og loðinn risi“.
Hér er hvorki stuðlað, Ijóðað né
rímað. — Samt skal það heita ljóð.
Sá hefir nóg sér nægja lætur.
H. St.
Það var í sveitarkirkju á Skotlandi.
Prestur var að safna samskotum til
þess að gerð yrði girðing umhverfis
kirkjugarðinn. Allir gáfu eitthvað,
nema MacTavish. Seinna spurði prestur
hann hvers vegna hann hefði ekki
gefið neitt.
— Það var vegna þess að eg álít girð-
ingu umhverfis kirkjugarðinn öldung-
is óþarfa, sagði MacTavish. Þeir, sem
þar eru inni fara ekki út, og þeir sem
utan við eru kæra sig ekkert um að