Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Blaðsíða 10
481
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
Akrar á Mýrum.
höfuöbóli Lág-Mýranna. Vegurinn
liggur um rekadrifna strönd, þar
sem hundruð æðarfugla eru í sjáv-
armálinu. Hér liggur brak úr skip-
um, sem fórust, tundurdufl og svo
meinlausar netakúlur og bobbing-
ar. Brimlöðrið og boðaföllin hafa
skolað þessu yfir malarkambinn
upp í tjarnarlónið. í túnfætinum á
Ökrum eru stórir brúskar af óvenju
-faliegum umfeðmingi, dökkbláum,
ekki þessum litverpa fjólubláa.
Kirkjan á Ökrum er fyrirbæri út af
fyrir sig, svo kynlega hornsniðin
sem hún er. Hún stendur þó opin
og er hin æruverðasta, þegar inn
er komið, enda þótt veggmálning
hennar og Álftaneskirkjunnar séu
kannske ekki alls kostar í samræmi
við smekk og tíðaranda. Á þessu
forna höfuðbóli er ungt og tápmik-
ið fólk að reisa myndarleg hús
yfir menn og búslóð.
Nú er ekið gagngert á þjóðveg
upp að Kolbeinsstöðum og á
Hnappadalsveg, og áður en dimmt
er orðið, er fundinn þokkalegur
tjaldstaður á lækjarbakka; myrk-
ur skellur á, og þreytt ferðafólk
sofnar.
Það hefur verið úrhellisrigning
alla nóttina, og sumir hafa sofið
með nefið í álitlegum tjarnarpoll-
um. Það er því haldið af stað í
býti, enda þótt veðrið sé heldur
ótrúlegt. Heggstaðir heitir bærinn,
sem við eigum að fá fylgdina frá
og stendur ofarlega í dalverpinu.
Þar sýnist allt í fasta svefni nema
fjórir hundar, sem standa á hlað-
inu, og hani, sem kveður sitt árgal
á fjóshaugnum. Senn gegnir þó
kona og lýkur upp fyrir okkur
alúðlega og segist skuli vekja Hiim-
ar, sem er strákurinn á bænum.
Það geti að vísu tekið tímakorn,
því að hann var á balli í gær.
Senn kemur Hilmar, og við ök-
um kippkorn áleiðis að Oddstaða-
vatni, nánast beint á móts við Gull-
borg, sem er gígur svipaður Eld-
borginni, sveigjum af vegi og niður
á sanda, að hraunjaðrinum, fram
með tveim fallega formuðum strýt-
um, sem bera nafnið Hraunsholts-
hnúkar. Vatnselgnum linnir ekki,
og til viðbótar steypirigningu er
nú skollin á dimm þoka.
Ég spyr Hilmar að því, hve lang-
ur gangur sé í hellana. Tuttugu
mínútur til hálftími, ef rösklega er
gengið. Gangan hefst, og Hilmar
hefur forustuna. Hraunið er til að
byrja með slétt og sæmilega greið-
fært. Það er fallega gróið, mikið
af einiberjalyngi og í stöicu
sprungu forkunnarfallegir burkn-
ar. Þetta minnir hvað gróskuna
snertir á Búðahraun, en hraun-
gerðin er önnur. Blautir vorum við,
en nú verðum við gegndrepa, og
senn er ekki þurr þráður á okkur.
Ég feta í spor Hilmars og reyni að
hafa við honum. Hann er vist
fimmtán ára og léttur eins og hind.
Hann er meðalmaður á hæð, hár-
ið skollitað, skeggvöxtur rétt að
byrja sem ló um vör og kjáika,
snar í snúningum og léttlyndur í
tali. — Hann byrjar á fínan máta
að leggja okkur lífsreglurnar varð-
andi hellisgönguna: — Það eru
sektir við að stela dropasteinura.
Það er rétt að menn viti það. —
Þarna í hryggnum er hellirinn,
segir Hilmar og bendir á eitthvað
svart, sem grillir í í þokunni. Ég
spyr, hvort féð gangi ekki í hraun-
ið. Hann kveður nei við því og
bætir við, að yfir hraunið liggi
aðeins tveir reiðvegir, annar að
Rauðamel og hinn eitthvað annað,
sem hann tiltekur, og út af þeim
hafi menn yfirleitt ekki farið. í
þessu felst skýringin á, að hellarnir
hafa ekki fundizt fyrr. — Hver fann
hellana? Ég og Gvendur, Guð-
mundur, sonur Alberts bónda á
Heggstöðum. Það var í ágúst 1957.
Við höfðum ekkert að gera og
löbbuðum okkur til gamans út í
hraunið.
— Genguð þið þá strax allan
Gullborgarhelli?
— Já, við gerðum það, því að ég
var með vasaljós. — Hvað er GulÞ
borgarhellir stór? — Hann liggur
um 40 metra niður í jörðina, er 500
—600 metra langur, 6—7 metra á
hæðina og allt upp í 10 metra breið-
ur. — Eru fleiri hellar þarna? —
Já, það eru margir fleiri. Falleg-
astur er Flóðhellir, reuuslið í h<d»*