Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Blaðsíða 16
488 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS MEÐALFELLSVATN. — Af nærsveitum Keykjavíkur er Kjósin með þeim feg- urstu. Mynd þessi var tekin á fiugi og sér yfir Meðalfellsvatn. Handan við það er Meðalfelli, yfir það sér á Reynivallaháls, en Botnssúlur gnæfa í fjarska. Til vinstri við vatnsbotninn sést bærinn Meðalfell, en til hægri Eyrar og Hjalli, sem er ný- býli. Bærinn fremst á myndinni heitir Hjarðarholt og er nýbýli frá Meðalfelii. Umhverfis vatnið má sjá mergð sumarbústaða. Fremst á myndinni sést Dælisá. (Ljósmynd: Vig.) BRIDGE A A K 7 5 4 ¥ K 10 2 ♦ K 10 4 2 ♦ K * D G 10 9 N 6 V A ¥ 6 4 S ♦ D G 9 ____ * Á G 7 A 2 ¥ Á D G 9 8 3 ♦ Á 8 3 «952 Suður gaf og sagnir voru þessar: S V N A 1 ¥ pass 1 A pass 2 ¥ pass 3 ♦ pass 3 ¥ pass 4 gr. pass 5 ¥ pass 6 ¥ pass V sló út trompi, en það var verst fyrir spilarann. Hann tók slaginn á hendi, og sló svo út laufi í þeirri von, að sá sem ásinn hefði, ætti ekki tromp. En það brást, A drap og sló auðvitað út trompi. Nú er S í vanda staddur. Hann getur unnið ef spaðarnir liggja 3— 4 hjá andstæðingum, og einnig ef tiglarnir eru 3—3 hjá þeim. Ekki er pó vogandi að „svína“. Hann sló út spaða og tók slagi á ás og kóng, en fleygði tigli í seinni slaginn af hendi. Nú hefði hann átt að slá út spaða til þess að sjá hvernig hann liggur, en í þess stað sió hann út tigli, drap með ás, sló út tigli undir kónginn, og enn kom tigull og var trompaður á hendi. Kom nú í Ijós að tiglarnir höfðu verið 3—3 hjá and- stæðingum, svo að suður á frían tigul í borði. Þar með er spilið unnið. Næst kemur lauf og er trompað í borði, og síðan kemur tigull og í hann fer sein- asta laufið af hendi. — Þetta var djarft spilað, því ef spaðarnir hefði verið 4— 3 og tiglamir 4—2, þá hlaut hann að tapa. VAR ÞAÐ JARÐSKJÁLFTI? í Lögmannsannál segir við árið 1413: „Á bæ þeim, er á Leirá heitir í Leirár- sveit, færðist úr stað bjarg eitt svo stórt, að það var sex faðma kringum og vel mannhátt. Hafði bjargið færzt úr sinni stöðu nær tólf föðmum, og þó mótbrekkt. Var bjargið aflangt og hafði að endilöngu fært sig. Var sem útibúrstóft að sjá, þar sem bjargið hafði áður verið“. Þarna hefir senni- lega orðið jarðskjálfti, þótt ekki sé hans getið í neinum heimildum. MÁLMGLER Þetta er mjög sjaldgæf bergtegund, sem finnst í sjávarhömrum skammt fyrir austan Hellna. Þegar sólin skín á þessa kletta, virðist það tilsýndar sem glerefni þetta væri allt bráðið (að klettinum komast menn ekki). Af þessu leiðir, að fólk, sem býr þarna í grennd, ímyndar sér og skýrir frá þvi sem óbifandi sannleika, að gler þetta bráðni eða soðni úr klettunum við sólarhitann. (Ferðabók Eggerts og Bjarna). LEIÐRÉTTING í næst seinustu Lesbók var prent- villa undir mynd af fýlsunga, þysja, í staðinn fyrir pysja. En orðið þysja er einnig til í íslenzku máli, ýmist sem sögn eða nafnorð. Blöndal hefir aðeins sögnina og segir að hún þýði að vera með hávaða, eða geisast áfram; þys.ia að einhverju þýði að æða að einhverju, og þysja fram þýði að æða áfram. A suðausturlandi er einnig nafnorðið þysja og er haft um hægan þeyvind, segir Ríkharður Jónsson myndhöggv- arL — S-^SGXsXSOvJ! A 83 ¥ 75 ♦ 765 * D 108 64 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.