Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Blaðsíða 8
480 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Birgir KJaran; Myndir frá iiðnu sumri Nokkur blöð úr 8.—9. ágúst 1959 STEINBLÓM í HELLI Ferðalög verða ástríða. Sjá eitt- hvað nýtt, eitthvað fallegt. Þó ekki einvörðungu það, heldur engu síður tilbreytingin, að rífa sig upp úr umhverfi hins virka dags, yfir- gefa höfuðborgarþægindin, liggja úti í tjaldi, gefa sig á vald íslenzkr- ar náttúru. Veðrið skiptir ekki öllu, það er erfiðið, þreytan, að sjá og skynja náttúruna, sem mestu skiptir. Auðvitað spilla svo hljóm- fögur örnefni, kjarnyrtar þjóðsög- ur, snjöll orðtök og sitthvað ann- að, sem á vegi verður í ferð um byggð og óbyggðir, heldur ekki ferðagleðinni. Og þó verður pað kannske að lokum óljós skyndi- ferðadagbók mynd af einhverri manneskju, sem lengst lifir í huga manns að lok- inni langferð. En sleppum vangaveltum. Mig hafði lengi langað til að litast um á Lág-Mýrunum, og svo hafði nafnið Gullborgarhellir í hálft ann- að ár haft sérkennilega heillandi hljóm í eyrum mínum. Við lögðum upp um tvöleytið þenna laugardagseftirmiðdag. Það var dauflegt, sviplaust veður, hvorki vont né gott, hvorki hlýtt né kalt; þurrt, en þó hangandi regn í lofti. Heldur dimmt yfir, en þó silfurhvít blika við sjónarhring, svo að í raun og veru var ekki svo myrkt sem sýndist. Ekið er sem leið liggur upp á Mýrar. Það skeður svo sem ekk- Birgir Kjaran. ert. Það er farið að rigna. Það helzta, sem gleður augað, eru svanir á einum stöðupolli. Mjög er alltaf gaman að virða svani fyr- ir sér, stílfagurt sund þeirra, form- mýktina í hálslínunum, stoltið í höfuðhreyfingunum og stórfenglegt flug og vængjatak. — Á næsta leyti er önnur ljótari sjón. Það er rétt í námunda við Borg. Þar fer kjói með spóaunga í nefinu og spóinn á eftir. Það er vonlaus barátta. Kjóinn grimmur, flugfimur og víg- reifur. Hann minnir á biturt sverð eða oddhvassa ör. — Náttúran er falleg, en hún er harðskiptin. Við höldum niður Álftanesveg- inn. Komum að Álftanesi. Hugum að kirkjunni. Hún er lokuð. Það er leiður siður á íslandi, að sveita- kirkjur skuli ekki standa opnar. Ferðalanga fýsir oft að skyggnast inn í hinar mörgu, snotru kirkj- ur, sem ýmsar hafa að geyma góða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.