Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
477
reisa borgina, en það stóð ekki
lengi, því að brátt komu Rússar og
hnepptu Pólverja í fjötra. Og nú
hófst kúgunartímabil Stalins, sem
borgarbúar segja að hafi verið
engu betra en kúgun Hitlers.
Þessu tímabili lauk 19. október
1956. Gomulka, sem Stalin hafði
haft í varðhaldi í fimm ár, reis þá
upp gegn fiórum helztu mönnum
kommúnista, sem komnir voru í
heimsókn, en það voru þeir Krús-
jeff, Mikoyan, Molotov og Kagano-
vitch. Hann sagði þeim að ekki
væri nema tvennt til, annaðhvort
yrði að koma á jafnaðarmanna-
stjórn í Póllandi, eða þar yrði full-
komið stjórnleysi.
í sama mund stefndu rússneskir
skriðdrekar 1 áttina til Varsjá úr
öllum áttum. En vogun vinnur,
vogun tapar. Og Pólverjar höfðu
sitt fram, og um kvöldið söfnuðust
300.000 manna saman á stærsta
torgi borgarinnar til þess að hylla
Gomulka. Það var ógleymanleg
stund í sögu þjóðarinnar. Útvarps-
stöðin í Varsjá kallaði hana „vor
í október".
Eg átti tal við Pólverja, sem hafði
verið þar viðstaddur og hann sagði:
„Eg gleymi því aldrei hve hrif-
inn eg varð þegar Gomulka kom a
fundinn án þess að hafa nokkurn
vopnaðan vörð með sér. Vér urðum
trylltir af gleði og rifum niður
fána Sovétríkjanna. Nú hafði oss
opnazt útsýn til vesturs að nýu“.
Þeir hafa útsýnina enn, því að
mörg vestræn blöð eru seld í Var-
sjá, vestrænar kvikmyndir eru
sýndar þar og allir hlusta á út-
varpsstöðvarnar „Free Europe“ og
„Voice of America“. En þó hefir
gleðin hjaðnað vegna framkomu
stjórnarinnar.
Þegar Gomulka tók við völdum
1956 stóð öll þjóðin sem einn mað-
ur að baki honum. Að vísu verður
ekki sagt að hann hafi misst fylgi
meiri hluta þjóðarinnar síðan, þá
er þó hitt víst, að margir eru ó-
ánægðir með stjórn hans. Og þeir
fara ekkert dult með það. Ástæðan
virðist sú, að í gleði sinni væntu
þeir of mikils af Gomulka, og voru
of vissir um að betri tímar væri
framundan.
Enn bera menn virðingu fyrir
Gomulka sem „sönnum ættjarðar-
vini“, en það er æðsti heiðurstitill
í Póllandi. En hann hefir átt í vök
að verjast, og hann hefir neyðst
til að gera ýmsar tilslakanir við
Sovétríkin, en það þykir Pólverj-
um verst af öllu.
Gomulka lofaði aldrei hærri
launum og lægra vöruverði, því að
honum hefir eflaust verið ljósast
allra manna, að slíkt var ekki hægt
að efna. En fólkið helt að hann
mundi koma sér upp úr vesaldómn-
um og skapa sér betri kjör. Nú
sem stendur á alþýða ekki bættra
kjara að vænta.
í Póllandi eru nokkrar verk-
sm.ðjur, en þeim háir hörgull á
verkfróðum mönnum og æfðum
verkamönnum. Venjulegur kjarni
verkamanna í verksmiðjum, er a
aldrinum milli fertugs og fimm-
tugs, en Þjóðverjar og Rússar
hjuggu ægileg skörð í þá árganga
hjá Pólverjum, með manndrápum
og burtflutningi, en auk þess hafa
margir æfðir verkamenn flúið til
Vesturlanda. Afleiðing þessa er sú,
að pólskar iðnvörur hafa það álit
á sér, að þær séu mjög lélegar, og
það er ekki hægt að losna við þær
nema með vöruskiptum við komm-
únistaríkin.
Gomulka hefir reynt að draga úr
þungaiðnaðinum til þess að fram-
leiða nauðsynjavörur. Honum het-
ir sjálfsagt orðið nokkuð ágengt,
því að nú eru fjölbreyttari vörur
í búðum í Varsjá en nokkru sinni
áður síðan fyrir stríð. En nú hafa
menn líka minna fé milli handa,
vinnulaun hafa verið fryst og
stjórnin hefir lögskipað lán af tekj-
um, svo kaupendur eru fáir að hin-
um nýu vörum. Það er eigi aðeins
að vinnulaun sé fryst, heldur fá
verkamenn svo lítið greitt, að þeir
freistast til þess að draga af sér
við vinnu og vinna ekki meira en
þeim finnst sanngjarnt með tilliti
til þeirra launa, sem þeir fá, og
eru Pólverjar þó að eðlisfari iðiu-
samir menn. Af þessu hefir skapazt
sérstakur málsháttur þar í landi:
„Stjórnin þykist borga verkamönn-
um, og verkamenn látast vinna'*.
Vegna þess að fæstir geta
lifað á launum sínum, verða
menn „að búa sér til tekjugrein-
ar“, eins og kaldhæðinn maður
sagði við mig. Meðan Þjóðverjar
hersátu landið, lærðist Pólverjum
að hnupla, enda var það oft eina
ráðið til þess að halda í sér lífinu.
Hnuplið hefir nú stórum færst í
aukana, og blöðin segja frá því í
hálf hlakkandi tón, þegar menn
finna upp einhver sniðug ráð til
þess að hnupla frá hinu opinbera.
Ein slík saga er sögð úr nælon-
verksmiðju, sem stjórnin á. For-
ráðamennirnir tóku eftir því að
sokkar hurfu þaðan jafnt og þétt,
og alveg eins þótt leitað væri á
öllum verkamönnum á hverju
kvöldi þegar þeir hættu vinnu. En
svo komst það upp, að verkamenn
smygluðu bréfdúfum með sér inn
í verksmiðjuna, bundu nælonsokka
við þær og slepptu þeim svo. Þær
skiluðu sér heim.
Yfirvöldin loka augunum þegar
um ýmsar yfirsjónir er að ræða.
Stjórnarverslunin hefir t. d. einka-
sölu á öllu byggingarefni, og ekki
er ætlazt til þess að einstakir bygg-
ingamenn geti fengið það. En sarr.t
rísa nú einkabyggingar upp víðs-
vegar í Varsjá, og yfirvöldin láta
sem þau viti það ekki.
Stjórnin lætur alla opinbera
starfsmenn hafa bíl, og bílar þess-
ir eru smíðaðir í Varsjá. Þessir
bílar eiga ekki að eyða nema 12