Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Page 1
32. tbl. Sunnudagur 25. október 1959 XXXIV. árg. Jörgen Bukdahl: llandritamálið RITHÖFUNDURINN Jörgen Bukdahl er óþreytandi aö berjast fyrir málstað íslendinga í handritamálinu. Tveir frœöimenn, sem telja aö Danir eigi handritin, þeir dr. phil. Harald Jörgensen skjalavöröur og Johannes Bröndum-Nielsen prófessor, hafa nýlega vaöiö fram á ritvöllinn í „Verdens Gang“ til aö mótmœla af- liendingu handritanna. En þeir komu ekki aö tómum kofunum, því aö í sama blaöi svaraöi Jörgen Bukdahl þeim á þessa leiö: M E S T af því, sem ritað er á dönsku um ísland, er ritað af ís- lendingum búsettum í Kaupmanna- höfn, því að þeir hafa talið það skyldu sína að fræða menn um föðurland sitt. Og íslendingar eru sögufróðir; þeir hafa drukkið í sig sögu með móðurmjólkinni; hún er þeim í blóð borin, þeir hafa lesið sögu og skráð sögu á móðurmáli sínu, fyrstir allra Evrópuþjóða. En 500 ára ríkjasamband hefir ekki hvatt marga Dani til þess að rita gagnlegar bækur um ísland, þott þar verði auðvitað að geta þeiria Kaalunds, Niels Möller og Olaf Hansen. Það var líka heppilegt að íslendingar skyldi hjálpa til að gefa út á íslenzku þau rit, sem höfðu verið flutt yfir hafið á með- an ísland var ríkisréttarlega háð Danmörk. Síðan handritamálið kom á dag- skrá hafa aftur á móti danskir há- skólamenn frætt oss um það, að það erum vér sem höfum fylgzt svo dæmalaust vel með öllu því sem íslenzkt er, einkum sögu og hinum fornu handritum, að þar komist áhúgi íslendinga fyrir sögu sinni og tungu ekki í hálfkvisti við; vér höfum kunnað íslenzku betur en íslendingar; vér höfum gefið út bækur þeirra og skrifað sögu þeirra, — í stuttu máli: Hvað hefir ísland að gera með gömlu handrit- in, úr því að vér höfum gert aiit sem gera þurfti, og íslendingar botna svo sem ekkert í því. Þessi útlistun hófst með „be- tænkningen“, vísindalegri ritsmíð sem átti að vera öllum dönskum stjórnmálamönnum leiðbeining um hvernig snúast skyldi við kröfunni um heimsending handritanna. Og þetta var síðan áréttað með ároð- ursriti, sem dreift var víðsvegar um sama leyti og vér heldum sýningu á íslenzku handritunum sem „þ]óð- ararfi vorum“ sem „oldnordiske handritum á Slotsholmen", sem einhverju er frá stafaði „dönsk þjóðerniskennd, en án hennar heíð- um vér ekki verið dönsk þjóð“. Já, ísland hafði ekki haft neina smávegis þýðingu fyrir Danmörk, en það var eins og engin ástæða væri til þess að nefna ísland í sam- bandi við handritin, og þaðan af síður að votta því þakklæti; það var eins og íslendingar hefði hvergi komið þar nærri, heldur vér einir, hinir síiðnu og áhugasómu Danir um allt ei* ísland varðar. Hér er ekki nema tvennt tiL Annað hvort hljóta prófessorarnir, sem standa að þessum áróðri, að vera mjög barnalegir, eða þá að þeir halda að danska þjóðin sé sv®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.