Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
479
Ótti rússnesku stjórnarinnar við
vestrænu útvarpssendingarnar hef-
ir verið svo magnaður, að hún hefir
jafnvel látið trufla sendingar íiá
fundum Sameinuðu þjóðanna þeg-
ar fulltrúar hennar voru að halua
ræður!
----o----
Það er enginn hægðarleikur að
trufla útsendingar frá sterkri
sendistöð. Venjulega ráðið er að
útvarpa alls konar hávaða á líkri
bylgjulengd og sendistöðin notar.
Hægast væri að koma þessu við í
nánd við sendistöðina. En Rússar
geta ekki reist truflstöðvar sínar í
nánd við sendistöðvarnar, og þess
vegna hafa þeir kosið að reisa þær
sem næst borgum sínum. Þar er
mannfjöldinn mestur og þar eru
flest útvarpstækin.
Truflunin, sem þessar stöðvar
senda út, eru venjulega urg og
hvinur líkt og í stórviðarsög í
verksmiðju. Stundum er sendur út
látlaus sónn, sem líkist mest tón
í sekkflautu. Fyrir kemur það og,
og reynt er að útvarpa sérstakri
dagskrá á bylgjulengd sendistöðv-
arinnar, sem trufla skal.
Sendikraftur vestrænu stöðv-
anna er 150.000—250.000 watt og er
því hægt að ná sendingum þeirra
í órafjarlægð, þótt móttökutæki
sé léleg. Til þess nú að trufla slík-
ar sendingar í einni borg, þarf
truflstöð sem hefir 10.000—15.000
watta kraft. En það nægir auð-
vitað ekki þegar trufla þarf send-
ingar á stóru svæði, ef til vill
nokkrar þúsundir fermílna að flat-
armáli. Þá þarf annað hvort margar
stöðvar, dreifðar um þetta svæði,
eða þá eina eða tvær stöðvar sem
hafa meiri sendikraft heldur en
stöðin, sem á að trufla.
Rússar virðast hafa tekið þann
kostinn, að hafa truflstöðvarnar
sem aflmestar. Þeir hafa komizt
að því, sér til mikillar gremju, að
truflstöðvar sem eru veikari en
sendistöðin, gera fremur ógagn en
gagn, því að þær benda mönnum
blátt áfram á að hlusta á sendi-
stöðina.
Þetta á við um langbylgjusend-
ingar á daginn. En þegar dimmir
verða hlustunarskilyrðin miklu
betri, og sendingar hinna vestrænu
stöðva berast þá óraleiðir inn í
Rússland. Þess vegna hafa Rússar
neyðst til þess að reisa fjölda
smárra truflstöðva þar sem þétc-
býli er mest, en þeir geta ekki
komið í veg fyrir að útvarpið heyr-
ist í dreifbýlinu.
Enn meiri erfiðleikar eru á því
að trufla stuttbylgjusendingar. Þá
fylgja útvarpsbylgjurnar ekki yiir-
borði jarðar, heldur fara þær fyrst
upp í loftið þar til þær rekast á
jón-sviðið, og endurkastast svo
þaðan til jarðar. Slær þeim þá viða
niður, og þá ná hinar vestrænu
sendistöðvar til útvarpshlustenda
um allt Rússland. Þótt truflstöðv-
ar sé þá um allt, eiga þær í mes+a
basli við að trufla þetta endurkast
því að það er óstöðugt og ræður
enginn maður við það.
Á þessu má því sjá, að það er
ekki auðvelt að trufla útsendingar
f jölmargra stöðva, sem senda á mis-
munandi bylgjulengd,
Rússneskir verkfræðingar hafa
fundið upp truflstöðvar, sem geta
skipt um bylgjulengd í einu vet-
fangi, og hafa mjög hávær tæki
til truflunar. Þessar stöðvar senda
líka á mörgum bylgjulengdurn
beggja megin við bylgjulengd
sendistöðvarinnar, sem trufla skal.
En til þess að anna þessu verða
truflstöðvarnar að hafa geisilega
orku, allt upp í milljón watt.
En þegar truflstöðvarnar duga
ekki, hafa Rússar gripið til þess
ráðs að hætta sendingum frá eig-
in útvarpsstöðvum, og láta þær
aðeins flytja gól og garg til þess
að hjálpa til við truflanirnar.
ýmis ráð eru til þess að gera
truflanirnar erfiðar og hafa Vest-
urveldin fært sér það í nyt. Öflug-
asta ráðið er að auka sendikraít
útvarpsstöðvanna, og lengja út-
sendingu. Nú er svo komið, að
þessar stöðvar útvarpa samtals 500
klukkustundir á dag til Sovétríkj-
anna, leppríkjanna og Kína.
Annað ráð er það að breyta stöð-
ugt bylgjulengd útvarpssendinga,
og komast þannig fram hjá trufl-
ununum. En þetta hefir ekki reynzt
jafn vel, síðan Rússum tókst að
láta truflstöðvarnar skipta um
bylgjulengd jafnharðan. Þessi að-
ferð er heldur ekki heppileg vegna
hlustenda.
Eitt ráðið er það, að senda út á
bylgjulengd sem er rétt við bylgju-
lengd rússnesku útvarpsstöðvanna.
Þá er ekki hægt að trufla vestræna
útvarpið nema með því móti að
trufla jafnframt rússneska út-
varpið.
Er nú útvarps-„járntjald“ Rússa
megnugt að hindra það, að rúss-
neskt fólk geti hlustað á vestræn-
ar útvarpssendingar? Fjarri fer
því. Flóttafólk, sem komið hefir til
Berlínar, segir að fjöldi manna
austan við járntjald hlusti á vest-
ræna útvarpið. Og bréf, sem ein-
hvern veginn hefir verið hægt að
smygla út úr Rússlandi, sýna líka
að vestræna útvarpið hefir haít
geisimikil áhrif í Rússlandi sjálfu.
Þetta er eina leiðin til þess að ná
eyrum rússneskrar alþýðu og segja
henni satt frá því, sem er að gerast
í heiminum.
Hjónunum varð sundurorða. Hann
fór út og kom ekki aftur fyr en eftir
12 ár. Þá gekk hann rakleitt inn eins
og ekkert hefði i skorizt.
— Hvar hefirðu verið? spurði kon-
an.
— Úti, sagði hann.
Þar með var það búið.
____-------------