Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Qupperneq 14
486 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hann getur orðið svo mikill, að geymsluhylkin verði glóandi og haldist þannig um hundruð ára. Sú er ein hættan enn, að slys geti orðið í kjarnorkustöðvunum, en fram að þessu hefir það ekki orðið. Nú vinna hundruð þúsunda manna í kjarnorkuverum, og þar virðist öryggi vera meira en í nokkrum öðrum iðjuverum. Hvergi eru al- geng slys jafn fátíð, og stafar það af því hve mikillar varúðar er gætt á þessum hættulegu stöðum. Alvarlegasta óhappið, sem fyrir hefir komið, er það er plúton-ofn- inn í Windscale-stöðinni „branri yfir“ árið 1957. Engin slys urðu þar þó á mönnum, en þetta sýnir hver hætta vofir yfir. Út af þessu slysi var það, að prófessor J. H. de Boer, fulltrúi vísindastofnunar Hollands, lagði ríka áherzlu á það á ráðstefnunni í Genf, að settar væri alþjóða öryggisreglur um varnir gegn geislahættu. Útgeislanirnar eiga sér engin takmörk, sagði hann, og hættan er mest á Vesturlöndum vegna þéttbýlis og aukinnar notk- unar kjarnorku. Hann sagði að kjarnaofnar í einu landi gæti verið þannig staðsettir, að nágrannaþjóð stæði voði af þeim. Vildi hann því að settar væri alþjóðareglur um það, hvar reisa mætti kjarnorku- ver. Hann minntist á „staðbundna hættu“ af alls konar kjarnorku- stöðvum, gjallinu sem frá þeim kæmi, og alls konar stofnunum, sem farnar væri að nota geislavirk efni í vaxandi mæli. Hann minnt- ist ennfremur á „farandi hættu“, þar sem væri kjarnorkuknúin far- tæki, og flutning á geislavirkum efnum á landi, sjó og í lofti. Hvað hér er um að ræða geta menn ef til vill bezt séð á því, að á 14 árum hafa Bandaríkin orðið að losa sig við 60 miljónir gallóna af geislavirkum efnum. Þeim hefir verið komið fyrir í rúmlega 100 Úr ríki náttúrunnar; Hib merkileg Á VESTANVERÐU Bretlandi er fagurt fiðrildi, sem jafnan er nefnt Stóra bláfiðrildið, til aðgreiningar frá öðrum minni bláfiðrildum, sem eru um allt land. Ævisaga þessa Stóra bláfiðrildis er mjög merki- leg, og var það lengi að menn gátu ekki áttað sig á henni. Um síðastliðin aldamót höfðu menn aflað ýtarlegrar þekkingar á æviskeiðum allra fiðrilda í Bret- landi, nema Bláfiðrildisins. Höfðu þó verið gerðar margar tilraunir að ala upp Bláfiðrildi. Menn höfðu komizt að því, að lirfan hafði ham- skipti fjórum sinnum, áður en hún varð að púpu, en úr púpunum koma fullvaxin fiðrildi. En það hvíldi einhver hula yfir seinustu æviskeiðum Bláfiðrildisins. Menn fundu ekki eldri lirfur en þær, er höfðu haft hamskipti þrisvar geymum úr steinsteypu og stáli, og kostnaðurinn við það hefir orðið um 65 miljónir dollara. Sum af þessum úrgangsefnum eru hættuleg um tugi ára, sum um hundruð ára, og þar sem plúton er þá stafa af því hættulegir geislar um 24.000 ára að minnsta kosti. Ef notkun kjarnorku fer svo mjög í vöxt, sem ætlað er, þá mun um næstu aldamót — árið 2000 — þurfa um 100.000 ekra grafreit á hverju ári fyrir úrganginn frá kjarnorkustöðvunum. Þess vegna varð einum af fulltrúunum á ráð- stefnunni í Genf að orði, þegar um þetta var rætt: „Grafhýsi hins geislavirka gjalls eru að verða jafn umfangsmikil og dýr, eins og pýra- mídar faróanna". a bláfibrilcli sinnum. Púpurnar fundust aldrei. Það var engu líkara en lirfurnar hyrfi gjörsamlega áður en þæ" yrði að púpum. En nokkru seinna spruttu svo upp Bláfiðrildi, og vissi enginn hvaðan þau voru kom- in. Ótal tilraunir voru gerðar að ala upp Bláfiðrildi. Allt gekk jafn- an vel, þangað til þær höfðu haft hamskipti þrisvar sinnum. Þær voru aldar á blóðbergi, því að það er fæða þeirra. En þegar þær höfðu haft hamskipti í þriðja sinn. vildu þær ekki líta við blóðberg- inu, og ekki neinu, sem þeim var boðið. Þær gerðust alveg eirðar- lausar og skriðu fram og aftur um húsið. Og að lokum drápust þær. Það var ekki fyr en 1915 að menn fengu bendingu um hvernig stend- ur á hinu dularfulla hvarfi púp- anna. Þá um sumarið voru tveir náttúrufræðingar, er höfðu sér- þekkingu á fiðrildum, á rannsókna- ferð um Cornwall. Þeir hétu F. W. Frohawk og dr. Chapman. Þeir ætluðu að reyna að ráða gátuna um Bláfiðrildin. Leituðu þeir þar fram og aftur þar sem blóðberg vex villt. Og svo var það einn góð- an veðurdag að Chapman kippti upp dálitlum skúf af blóðbergi og sá að maurahreiður var undir hon- um. Þetta var ekki svo merkilegt, en hitt þótti honum merkilegra, að í maurahreiðrinu var púpa, sem hann kannaðist ekki við, og hvor- ugur þeirra. Þekktu þeir þó vel púpur allra kunnra fiðrilda í land- inu. Þetta hlaut því að vera púpa Bláfiðrildisins, sem enginn hafði séð. Því miður höfðu rætur blóð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.