Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1959, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 485 Ekki er auðvelt að losna við HIÐ GEISLAVIRKA GJALL Grein þessi er eftir Ritchie Calder og birtist hún nýlega í ritinu „World Healthsem gefiö er út af Sameinuðu þjóð- unum. Á BOTNI úthafanna eru hrikaleg- ir sökkdalir og sprungur, svo að hinn mikli Grand Canyon í Colo- rado í Bandaríkjunum kemst þar ekki í hálfkvisti við, og er hann þó nokkuð á annan km. á dýpt og rúmlega 300 km. langur. Nítján af sökkdölum þessum neðansjávar eru sjö km. djúpir og sumir þúsundir km. á lengd. Það voru þessir sökkdalir, sem mönn- um leizt bezt á, þegar talað var um að finna einhverja örugga geymslustaði fyrir hið geislavirka gjall úr kjarnorkuofnunum, þegar svo er komið, að kjarnorkan verð- ur notuð um allan heim. Menn gerðu ráð fyrir að í þess- um sökkdölum væri sjórinn altaf kyr, þar væri hvorki straumur né hitabreytingar. Þess vegna væri þarna ákjósanlegur staður fyrir hið geislavirka gjall, þarna mundi það geta legið grafkyrt í kistum sínum öldum saman, á meðan það væri að geisla sér út. Þessu var haldið fram á fyrstu alþjóðaráðstefnunni um friðsam- lega hagnýtingu kjarnorkunnar, sem haldin var fyrir rúmum þrem- ur árum. En á ráðstefnunni, sem haldin var í Genf í septembermán- uði 1958 var þessari hugmynd gjör- samlega hrundið. Á þessum þremur árum, sem liðu milli ráðstefnanna, hafði rúss- neska rannsóknaskipið „Vityaz“ rannsakað tólf af þessum sökkdöl- um, og niðurstaðan var sú, að þeir væri algjörlega óhæfir til þess að geyma hið geislavirka gjall. Dr. E. M. Krebs lýsti nákvæmlega Tonga sökkdalnum, sem er í Kyrra- hafi milli Samoaeya og Kermadec- eyar, og er um 1100 km langur. Þarna hafði „Galathea" verið að rannsóknum 1952, og með því að miða við þær rannsóknir, komust Rússar að raun um að sjórinn við botninn var nú orðinn miklu hlýrri. Þetta sýndi, að jafnvel í dýpstu afgrunnum sjávar, er sjór- inn á sífeldri hreyfingu og getur breyzt á fimm árum. Rannsóknirn- ar sýndu einnig, að þarna voru straumar upp og niður og eins til hliða, svo að sjávarlögin blönduð- ust alla vega. Þetta þýðir það, að með tíð og tíma gæti hin hættulegu efni losn- að, þau er sökkt væri þar niður, og þar með mundu geislar þeirra ber- ast upp í hin efri sjávarlög og sýkja sjávardýr, og þau síðan hvert annað þar til komið væri að nytja- fiskum mannanna. Með svifinu mundi geislanin berast út um allt. Bretar og Bandaríkjamenn hafa þegar sökkt nokkru af geislavirku gjalli í sjávarála í Atlantshafi, en það hefir verið svo lítið, að ekki er nein ástæða að óttast að hætta stafi af því. Annars skýrðu Bretar svo frá á ráðstefnunni, að þeir hefði ekki sökkt í sjó öðru en geislavirk- um vélabrotum frá Harwell stöð- inni, en þau hefði verið svo illa löguð að ekki hefði verið hægt að geyma þau í hinum venjulegu hylkjum, sem gjallið er látið í. Geislamagn þess efnis, sem Bretar hafa sökkt í sæ á átta árum, sam- svarar 600 „curies“ og er það hverfandi lítið. Bandarikin hafa haft stöðugt eftirlit á þeim slóð- um, þar sem þeir hafa sökkt gjalli, og hafa hvergi orðið varir við að geislamagn hafsins ykist. En svo er einnig til fljótandi geislavirkt efni, sem rennur frá kjarnorkustöðvum til hafs. í brezku kjarnorkustöðinni hjá Windscale í Cumberland, hefir sá háttur verið hafður á, að leiða þetta geislavirka efni í pípum, er ná tvær sjómílur frá stórstraumsfjöru út í írska flóann. Hér er um til- tölulega lítið geislamagn að ræða, og nákvæmt eftirlit stöðugt haft með því. Meðal annars voru 35000 fiskar merktir þar. Sumir hafa veiðzt aftur og hefir ekki orðið vart við kjarnageisla í þeim. Og sama máli er að gegna um sjávar- gróður, sem rannsakaður hefir verið. Rússar lögðu mikla áherzlu á það á ráðstefnunni, að geislavirkum efnum væri aldrei kastað í sjó og þess gætt, að ganga þannig frá gjalli á landi, að þaðan gæti ekki borizt geislavirkt frárennsli til sjávar. Það kom greinilega fram á ráð- stefnunni, að enn sem komið væri hefði affall kjarnorkustöðva ekki verið svo mikið, að mannkyninu geti stafað hætta af því, eins og frá því hefir verið gengið. En vísindarit, sem fjalla um gerðir ráðstefnunnar, vara alvarlega við hættunni og krefjast tryggilegra ráðstafana vegna framtíðarinnar. Þau halda því fram að miklu ýtar- legri rannsóknir verði að fara fram, áður en nokkrum leyfist að sökkva geislavirku efni í sjó. Eina örugga ráðið sé að setja hin geislavirku efni í trygg hylki, þar sem geisla- magnið geti eyðst smám saman — en sum efnin eru mörg hundruð ár að geisla sér út. En þá kemur enn einn vandi að höndum um geymsluna, því að hin geislavirku efni framleiða hita, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.