Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1959, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 533 Slysavarnadeildin Eykyndill í Vest- manneyum 25 ára (31.) ÝMISLEGT Togarinn Guðmundur Júní fekk tundurdufl í vörpuna og var maður sendur vestur til að gera það óvirkt (3.) Fjórar konur í Reykjavík hafa fætt í sjúkrabílum á leið til fæðingardeild- arinnar (8.) Bjarghring af danska Grænlandsfar- inu „Hans Hedtoft", sem fórst 31. jan. s.l., rak á Hraunsfjóru í Grindavík (9.) Annar bjarghringur frá sama skipi fannst á fjöru skammt frá Hjörleifs- höfða (25) 8148 laxar veiddust í 10 ám hér á landi í sumar (11.) Islendingum hefir fjölgað um 47.000 seinustu 15 árin (14.) Yfirmenn á togurum boðuðu verk- fall, en hurfu frá því aftur um sinn (17.) Miklir gallar hafa komið fram í tog- skipunum, sem smíðuð voru í Austur- Þýzkalandi (17.) Bæarsjóður Reykjavíkur hefir tekið við eignum Sjómannastofunnar, þar á meðal 253.000 kr. byggingarsjóði (20.) Mjólkurskortur í Reykjavík. Mjólk ílutt þangað alla leið norðan frá Blönduósi (20.) Islendingar hafa til jafnaðar eytt 460.000 kr. í áfengi á hverjum einasta degi frá nýári til septemberloka (27.) 763 stúdentar stunda nú nám í Há- skóla Islands (27.) Mæðiveiki fannst í kind á Múla við Isafjörð og var öllu fé á bænum slátr- að (30.) Mjög lítið hefir sézt af rjúpu á land- inu. STÓR KOPTI I BANDARÍKJUNUM eru ráðagerðir frammi um að nota kjarnorkuvélar í kopta. Hafa menn komizt að þeirri niðurstöðu, að slíkir koptar yrði að vera geisistórir, búkurinn á þeim að minnsta kosti 300 fet á lengd. Slíkt ferlíki mundi vega um 250.000 kg., eða tíu sinnum meira en stærstu kopt- ar, sem nú eru til. Aftur á móti yrði þeir hraðfleygari, gætu farið rúmlega 300 km. á klukkustund. Þessi stóru farartæki mundu helzt henta til flutn- inga á hermönnum og hergögnum í ófriði. Frumskógur i Atlants- hafi í MIÐJU Atlantshafi, þar sem ætla mætti að ekki væri annað en „dauður sjór," er myrkviður mik- ill eða frumskógur. Sá, sem fyrstur manna komst í kynni við þennan skóg, var Kol- umbus og var hann þá að leita að vesturleiðinni til Indlands. Þegar hann var kominn 30 gráður vestur af Kanari-eyum, rakst hann á mik- inn þara og rekþang. Varð þá mikill fögnuður á skipi hans, því að menn heldu að nú væri komið nærri landi. Enginn vissi þess dæmi ,að þari og þang gæti vaxið annars staðar en með ströndum fram. Þegar lengra var haldið, þéttist þaraskógurinn, og Kolumbus var í sjöunda himni. En fögnuðurinn varð skammvinnur. Hvergi var land að sjá, og dýpið var svo mik- ið, að lóðlínur þeirra náðu hvergi botni. Útlitið varð ískyggilegra með degi hverjum. Þeir mjökuðust vestur á bóginn 20 lengdarstig, en altaf blasti við sama sýnin, enda- laus þaraskógur, heiður himinn og vindlaust loft. Þá tóku sjómennirnir að ör- vænta og lá við uppþoti. Kolumbus neyddist til þess að skrifa rangar skýrslur í dagbók skipsins til þess að friða þá, og í þeirri von, að einhvern tíma mundu þeir kom- ast fram úr þessum úthafsskógi. Og það var ekki fyr en nokkru eftir að þeir losnuðu úr þaran- um og sigldu hreinan sjó, að þeir eygðu fyrst land. Það var ey, sem Indíánar kölluðu Guanahani — fyrsta landsýn hins' nýa heims, er seinna hlaut nafnið Ameríka. —oOo— Þarahafið nefnist nú Sargossa- haf, og það er stærsta samfelda gróðurspilda, sem til er í heimin- um. Það er á stærð við bæði lönd- in Holland og Belgíu, eða um 23 þús. fersjómílur. Slíkir þaraskógar, en minni, eru einnig til í Suður-Atlantshafi og Kyrrahafi. í þessum skógum eru hinar risavöxnustu jurtir, sem til eru í heiminum, miklu stærri en hin nafnkunnu „sequoia"-tré í Kaliforníu. Hér eru til 900 feta langir þönglar. Það er ótrúlegt, að slíkar risa- jurtir skuli geta vaxið úti í regin- hafi, og verður að teljast eitt af furðuverkum náttúrunnar. Á opnu hafi grær annars ekkert nema ör- smáir þörungar, hið svokallaða svif. Ekki var það nema eðlilegt, að allskonar kynjasögur mynduðust

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.