Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1959, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 611 Hér sést munni 4. hellisins hátt í kletti. Ferðamenn standa í munnanum. landi. Þarna eru líka leirbrennslu- ofnarnir. í þeim fannst enn viðar- aska og skörungurinn var þar á sín- um stað. Geymsluskálar, smíðastof- ur og járnsmiðjur bera vott um að Essenar hafa stundað alls konar handíðar. Fjármál þeirra voru þannig, að hver maður lagði fram aleigu sína, og svo var kosinn sérstakur ráðs- maður til þess að hafa umsjá með eignunum. Þessi var líka siður hinna fyrstu kristnu manna, eins og sjá má á Postulasögunni (2, 44—45 og 4, 32—35). Á einum stað fundu fornfræð- ingarnir hús, sem hafði verið tví- lyft, en hafði hrunið þegar Róm- verjar hertóku staðinn. Sjá mátti þó, enn, að skrifstofa hafði verið á efri hæðinni. Þar fundust bekkir, sem skrifararnir höfðu setið á og borð, sem þeir höfðu skrifað við. Þar fundust einnig blekbyttur þeirra og handlaug, en þeir munu hafa þvegið hendur sínar jafnan áður en þeir byrjuðu að skrifa hið heilaga orð, þar sem nafn guðs var nefnt. Þarna var þá fundinn stað- urinn, þar sem rituð höfðu verið handrit þau, er fundust í hellunum. Þarna hafa hinar helgu bækur ver- ið afritaðar, þarna hafa bækur ver- ið samdar. Þarna hafa þeirra eigin lög og helgisiðabækur verið skráð- ar. Þar hafa þeir skrifað um hin miklu ragnarök, sem þeir töldu vera skammt undan, og um komu Messiasar. Með þessu þjónuðu þeir guði og treystu því að verk sín mundu síðar bera ávöxt ALLIR höfðu sama rétt og allir áttu allt í sameiningu. Allir voru kennimenn og kenndu til skiptis. En þrátt fyrir það þurfti þó að vera einhver stjórn þar. Og það er kunnugt að þarna stjórnuðu 12 dómarar og 3 prestar, og senni- lega hefir einhver þeirra verið for- seti. Þessir menn hafa haldið leyni- lega fundi, þar sem engir aðrir máttu vera. Og fundarstaðurinn hefir fundist. Það er tiltölulega lítið herbergi, en meðfram öllum veggjum eru bekkir til að sitja á. Þar er í vegg brennt leirker, sem sýnilega hefir verið vatnsþró, og í hana hggur pípa utan frá. Hefir því mátt fylla kerið utan frá. Menn verða þorstlátir í hinum miklu hit- um sem þarna eru, og þeir sem héldu fundi þarna, hafa þurft á svaladrykk að halda. En þar sem enginn mátti koma inn á fundina, ekki einu sinni til þess að færa þeim vatn að drekka, hefir þessi umbún- aður verið gerður. í einu horni þessa herbergis var stór skápur og er gizkað á að í honum hafi verið geymd skjöl. CKAMMT frá Qumran-rústunum er grafreitur og hafa fundist þar um 1000 grafir, allar í þráð- beinum röðum. Um þær mundir er Essenar bjuggu þarna, var það sið- ur í Miðjarðarhafslöndum, jafnt meðal heiðingja og Gyðinga, að fé og ýmis áhöld voru borin í legstað framliðinna, svo að þeir gætu notað það í öðru lífi. En svo hefir ekki verið hjá Essenum. Þar eru engir gripir í gröfum, og sýnir þetta á- samt öðru að Essenar hirtu ekkert um eignarrétt einstaklinga. Tveir aðrir grafreitir hafa fund- ist þarna með nokkru millibili. Þar fundust beinagrindur kvenna og hjá þeim eirhringar og perlur. Sýn- ir það að konur hafa verið skraut- gjarnar þar sem annars staðar. Sumir Essenar vildu ekki gift- ast, en Josephus sagnaritari segir svo frá: „Aðrir hópar Essena, sem fylgja að vísu sömu siðum og lífs reglum og hafa sömu lög, eru þó frábrugðnir að því leyti, að þeir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.