Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Side 1
Frásagnir Jóns Sverrissonar I. Óharðnaður unglingur fer i útver Á HÁTEIGSVEGI 54 í Reykjavík á heima maður, sem Jón heitir Sverrisson. Hann er nser níræður að aldri, fæddur 22 jan. 1871 á Nýabæ í Meðallandi. Átti hann heima á ýmsum bæum í Meðai- landi fram yfir tvítugt. En um æviferil hans segir m. a. svo i bókinni „Hver er maðurinn?“: — „Bóndi í Álftaveri 24 ár (á aó vera 20 ár), sjávarútvegsmaður 7 ár, daglaunamaður 3 ár. Hrepps- nefndarmaður 1901—1919 í Álftavershreppi, þar af 15 ár oddviti. Stofnandi Sláturfélagsdeildar Alftavers og deildarstjóri hennar í mörg ár. Yfirfiskimatsmaður í Vestmanneyum frá 1922. í skatta- nefnd frá 1922. Bæarfulltrúi í Vestmanneyum 1925—29. Umboðs- maður Fiskifélags íslands í Vestmanneyum frá 1927. Einn af stofnendum h.f. „Skaftfellingur". Stofnandi h.f. „Drífandi" í Vesl- manneyum og h.f. „Dráttarbraut Vestmanneya“. Stofnandi fisk- þurrkunarhúss þar og upphafsmaður að sjóveitu til fiskþvottar og annara hreinlætisráðstafana í Eyum. Ymis önnur trúnaðarstörf" — Rúmlega sjötugur fluttist hann til Reykjavíkur eftir vel unnið ævistarf og hefir átt hér heima síðan. Ha-nn er enn andlega hress og stálminnugur og kann frá mörgu að segja. Hér kemur frásögn hans af því er hann fór ungur að heiman að leita sér fjár og frama. Þ A Ð voru dýrlegustu dagdraum- ar okkar strákanna í Meðallandi fyrir 75—80 árum, og mesta til- hlökkunarefni, að verða svo stór og mikill maður, að geta farið í útver. eins og það var kallað hjá okkur á þeim árum. Þegar einhver fekk að fara í útver í fyrsta skipti, var það ótvíræð viðurkenning þess að hann væri orðinn maður með mönnum. Og hver er sá heilbrigð- ur unglingur, sem ekki hefir þann metnað að vilja vera talinn maður með mönnum? Jón Sverrisson. Og svo var annað. Ungu menn- irnir, sem fengið höfðu að fara í útver, komu þaðan þroskaðri á margan hátt. Þeir höfðu kynnzt alveg nýum og óþekktum heimi, nýum vinnubrögðum, nýu um- hverfi og fjölda fólks, sem þeir höfðu lært margt af. Þeir höíðu frá mörgu að segja, erfiðleikum, mannraunum og ævintýrum. Þeir opnuðu okkur hinum yngri nýan hugmyndaheim. Þeir höfðu farið að leita sér fjár og frama, eins og karlssynirnii í ævintýrunum, og þeir voru komnir heim sigri hrós- andi. í augum okkar voru þeir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.