Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1960, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 109 sem vildu lenda á þeim hnetti. Það væri jafn fáránlegt ef farþega ætiaöi að ienda á annari stjörnu, eins og ef farþegaskip ætl- aði að sigla langt upp á land. Hvernig mun mönnum líða þegar aðdráttaraflið er horfið? Það verð- ur auðvitað að venja þá við það fyrir fram. Samt sem áður getur þetta orðið mjög þreytandi til lengdar. Sumum hefir því komið til hugar að bæta úr þessu á þann hátt, að geimfarið væri úr stáli, en menn væri á skóm með segulmögn- uðum sólum. Betra ráð er þó að láta ncKkurn hluta geimfarsins, eða það allt, snú ast um sjalft sig, en við það mundi koma fram miðflóttaafl, sem verð- ur æ öflugra eftir því sem lengra dregur frá miðbikinu, og við þetta myndast nokkurs konar aðdráttar- aíl, menn fá þunga og finnst þeir vera í eðlilegu umhverfi. Þetta miðflóttaaíl verður þeim mun öfl- ugra sem lengra dregur frá mið- depli, og geimfarið snýst hraðar um sjalft sig (Sjá teikningu). Orkugjafar En hvaða orkugjafa hafa geim- förin til þess að komast leiðar sinn- ar? Bensín er ódýrt, en það er vand- farið með það og varla á það treyst- andi. Orka þess er og tiltölulega lítil. Vetni og flúrblanda er orku- meira og ekki mikið fyrirferðar. En hvort tveggja er dýrt, banvænt og erfitt í meðförum. Grundvallar- orka bensíns er reiknuð 270 pund af sekúndubrennslu, en hinna efn- anna 380 pund. En væri notuð kjarnorka úr úraníum mundi hún samsvara 500 pundum. Þetta er mjög góð orka til langferða og krefst lítils eldsneytis. En stöðin sjalf er þung og hætt. við að af henni stafi hættulegir geislar. Aft- ur á móti mundi vetniskjarnorka samsvara 1000 pundum, og geim- för knúin af henni gæti haldið á- fram svo að segja endalaust. Þá hefir mönnum komið til hugar að hægt væri að nota jón, frumeindir hlaðnar jákvæðu rafmagni, og gera ráð fyrir að grundvallarorkan yrði þá 20.000 pund. Og nú eru vísinda- menn að fást við vélasamstæðu, sem veitir margfalda orku, eða allt upp í 20 miljón pund. Geimfar með slíkum vélum mundi geta flutt með sér 300.000 punda punga, ef því væri ætlað að fara á lága sporbraut umhverfis jörð, eða 200.000 punda þunga til tunglsins. Slík geimför væri ætluð fyrir fjölda farþega og það ætti að vera hættulaust að ferð ast með þeim. Sólin sem orkugjafi Þá er og gert ráð fyrir því að nota orku sólarljóssins, sem er stöð ug og ábyggileg. En fyrst verður þó að koma geimfarinu út í „tóm- ið“. Slíkt geimfar verður út búið holspeglum, sem eru í sambandi við vatnsgeyma. Hitinn breytir vatn- inu í gufu og hún knýr svo raíal. Rafmagnið er síðan notað til þess að framleiða jón úr sesíum-frum- eindum, og orka þeirra knýr svo geimfarið áfram. Þetta er líklega heppilegasta ráð- ið á langferðum, því að sólarorkan er óþrjótandi. Holspeglarnir verða gerðir úr léttu efni. Ef flogið er út fyrir sólhverfið, minkar sólarorkan mjög. En þá taka aðrar sólir við, og holspegl- arnir verða látnir taka við orku þeirrar sólar, sem þá er næst. Þá má geta þess, að sólarljós hef- ir nokkurn þunga, og þrýsting þess mætti nota í staðinn fyrir að breyta hitanum í rafmagn. Þá þarf enga holspegla, svo að segja má að þessi orka kosti ekki neitt. Þessi orka er ekki mikil, en úti í geimnum þar sem ekkert viðnám er, mætti nota hana til þess að knýa geimfarið áfram, með því móti að láta hana falla á stóran flöt. Sem sagt, beztu geimförin munu nota margskonar orku á ferðum sínum, og skifta um orkugjaía sitt á hvað. í sambandi við hugmyndina um notkun þunga sólarljóssins, hefir komið fram tillaga um „seglskip í lofti“. Þessu seglskipi á að skjóta út í geiminn, en þar hagræðir það sér sjalft — tekur ýmist við orku sólarljóssins, eða lætur hana fram hjá sér fara. Þetta er nauðsynlegt, því að á halfum sporbaug sínum umhverfis jörð fer seglskipið und- an sól, en hinn helminginn ætti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.